Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Aðalfundur MB - fundarboð
1408019
Fundarboð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar sem fram fer 22. ágúst n.k.
Samþykkt að Kolfinna Jóhannesdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum 22. ágúst n.k.
2.Arðgreiðslur 2014
1408018
Tilkynning Faxaflóahafna um arðgreiðslur.
Framlögð tilkynning Faxaflóahafna sf. um arðgreiðslur á árinu 2014.
3.Ársreikningur Reiðhallarinnar (Vindás ehf)
1408060
Ársreikningur Vindás ehf og fundargerð aðalfundar 2014.
Framlögð fundargerð aðalfundar Vindás ehf og ársreikningur s.l. árs.
4.Beiðni um tilnefningu í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands
1408020
Beiðni um tilnefningu í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands
Samþykkt að tilnefna Ragnar Frank Kristjánsson aðalmann í stjórn og til vara Helga Hauk Hauksson
5.Dýrbítur í Lundarreykjadal
1408013
Lagt fram minnisblað, dagsett 19. ágúst 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Samþykkt að heimila landbúnaðarfulltrúa að flytja 150 þús. af liðnum opnum svæðum yfir á refa - og minkaveiði. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
6.Endurnýjun samþykktar um hunda- og kattahald
1311036
Vísað til byggðaráðs af sveitarstjórn
Samþykktirnar eru til endurskoðunar hjá sveitarfélaginu en skv. gildandi reglugerð er skylt að skrá alla hunda og ketti í sveitarfélaginu frá og með síðustu áramótum.
7.Fjöliðjan - starfsmannamál
1408034
Beiðni til byggðaráðs um fjölgun starfsmanna Fjöliðju.
Byggðaráð samþykkir að starfshlutfall starfsmanns í hæfingu hækki tímabundið í 80% til eins árs. Þarfagreining fyrir Fjöliðju og Iðju/Hæfingu lögð fram. Vísað til vinnuhóps um stefnumótun í málefnum fatlaðra í Borgarbyggð.
8.Grímshús - kynning á hönnun
1408045
Kynning á hönnun Grímshúss - Sigursteinn Sigurðsson.
Á fundinn mættu Sigursteinn Sigurðsson og Guðmundur Arason. Kynntu þeir hugmyndir að hönnun Grímshúss, framkvæmdum og framtíðarskipulagi. Byggðaráð lýsir ánægju með vinnu hópsins og þakkar kynninguna.
9.Hreinsunardagur í Englendingavík 31. júlí 2014.
1408065
Hreinsunardagur í Englendingavík 31.7.2014. Fulltrúar Víkurvina mæta á fundinn.
Á fundinn mættu Þorleifur Geirsson, Bjarni Johansen, Arinbjörn Hauksson, Theódór Þórðarson og Ingibjörg Hargrave fyrir hönd Víkurvina. Kynntu þau þær framkvæmdir sem hópurinn stóð fyrir í Englendingavík fyrir stuttu og ennfremur þær hugmyndir sem uppi eru um áframhald. Byggðaráð þakkar kynninguna og lýsir ánægju með frumkvæðið. Byggðaráð leggur jafnframt áherslu á að verkefni Víkurvina verði unnin í góðu samstarfi við umhverfis - landbúnaðar og skipulagsnefnd.
10.Hálendisferð um Ísland
1408059
Beiðni um styrk til hálendisferðar
Tekin fyrir beiðni frá íbúa um styrk til hálendisferðar. Byggðaráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
11.Kvörtun v. gistiheimilis Egilsgötu 6
1406036
Afgreiðsla sveitarfélagsins Borgarbyggðar frá 4. júlí 2014 á erindi Ikan ehf. frá 5. júní 2014.
Sveitarstjóri greindi frá því að hann hefur haft samband við báða málsaðila. Sveitarstjóra er falið að svara erindi bréfritara.
12.Landbótaáætlun
1407090
Vísað til byggðaráðs af sveitarstjórn
Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga hjá Landgræðslu ríkisins um gerð landbótaáætlana.
13.Markaðs - og kynningarmál, samstarf
1408035
Beiðni um samstarf vegna Vestnorden ferðaráðstefnu.
Lögð fram beiðni um samstarf vegna þátttöku í kortagerð í tengslum við Vestnorden ferðaráðstefnu. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 200.000. - og færa upphæðina af fjárhagslið 13-610,framlagi til ferðamála og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
14.Samningur við Snorrastaði
1405137
Lagður fram samningur við Snorrastaði sem umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd og sveitarstjórn hefur samþykkt auk bréfs, dagsett 19. ágúst 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Byggðaráð samþykkir samninginn og færist kostnaður til gjalda af framlagi til ferðamála, 13-610, og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
15.Sauðamessa 2014
1408061
Beiðni um stuðning vegna Sauðamessu 2014
Framlagt bréf með beiðni um stuðning vegna Sauðamessu. Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við bréfritara.
16.Sorphirðing við Hítarvatn
1407060
Vísað til byggðaráðs af sveitarstjórn
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi um sorphirðingu við Hítarvatn.
17.Styrkbeiðni vegna ráðstefnu
1408033
Lögð fram beiðni Ullarselsins á Hvanneyri um styrk vegna ráðstefnu um Norður-Evrópska sauðfjárstofninn.
Byggðaráð samþykkir að styrkja Ullarselið vegna ráðstefnu um Norður-Evrópska fjárstofnins um kr. 20.000.- Fært á liðinn 13-610.
18.Samanburður við fjárhagsáætlun
1407009
Á fundinn kemur Einar Pálsson og fer yfir fjárhagsstöðu.
Einar Pálsson fjármálafulltrúi kom á fundinn og lagði fram og útskýrði yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar fyrstu sex mánuði ársins.
19.Tækjabúnaður Slökkviliðs Borgarbyggðar
1408048
Erindi frá slökkviliðsstjóra varðandi tækjabúnað slökkviliðs, slökkviliðsstjóri mætir á fundinn.
Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri mætir á fundinn og fer yfir tækjabúnað slökkviliðsins.
20.Vatnsmál í Borgarbyggð
1408044
Gæði vatns í Borgarbyggð til matvælaframleiðslu
Byggðaráð samþykkir að óska eftir fundi með Orkuveitu Reykjavíkur um gæði vatns í Borgarbyggð.
21.203. og 204. fundur stjórnar OR
1408015
Lagðar fram fundargerðir 203. og 204. stjórnarfunda Orkuveitu Reykjavíkur
Fundargerðir 203. og 204. funda stjórna OR lagðar fram.
22.141. fundur í Safnahúsi
1408050
Fundargerð 141. fundar í Safnahúsi Borgarfjarðar
Fundargerð 141. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar framlögð.
23.Fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands
1408066
Fulltrúaráð FVA sbr. samning frá 23. maí 2012
Fulltrúar Borgarbyggðar í Fulltrúaráði FVA eru: Aðalmenn Lilja Björg Ágústsdóttir og Helena Guttormsdóttir.
Varamenn eru Hulda Hrönn Sigurðardóttir og Magnús Smári Snorrason.
Varamenn eru Hulda Hrönn Sigurðardóttir og Magnús Smári Snorrason.
24.Samningur milli Borgarbyggðar og Nemendagarða MB
1408069
Samningur Nemendagarða MB og Borgarbyggðar lagður fram. Byggðaráð samþykkir samninginn.
25.100 ára kosningaréttur kvenna - erindi
1408079
Byggðaráð samþykkir að óska eftir tillögum frá Safnahúsi Borgarfjarðar um aðkomu þess að verkefninu.
26.Atvinnumál
1408084
Atvinnumál
Rætt um atvinnumál í Borgarbyggð.
Fundi slitið - kl. 10:00.