Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2015 - undirbúningur
1408123
Rætt um skiptingu á milli málaflokka á fjárhagsáætlun 2015
2.100 ára kosningaréttur kvenna - erindi
1408079
Tillögur frá Safnahúsi Borgarfjarðar varðandi viðburði í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Lagðar fram tillögur frá Safnahúsi Borgarfjarðar varðandi viðburði í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
3.Almenningssamgöngur í Borgarbyggð
1408091
Rætt um almenningssamgöngur í Borgarbyggð
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við Ólaf Sveinsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi almenningssamgöngur í Borgarbyggð.
Lítil nokun er á leið 81, sem fer hring um Borgarfjörð seinni hluta dags, og var ákveðið að skoða hvort hægt er að gera breytingar til að nýta þá ferð betur.
Einnig var rætt um tómstundaakstur fyrir börn og unglinga af Mýrum og úr Kolbeinsstaðahreppi.
Samþykkt að fela fræðslunefnd að skoða þessi mál.
Lítil nokun er á leið 81, sem fer hring um Borgarfjörð seinni hluta dags, og var ákveðið að skoða hvort hægt er að gera breytingar til að nýta þá ferð betur.
Einnig var rætt um tómstundaakstur fyrir börn og unglinga af Mýrum og úr Kolbeinsstaðahreppi.
Samþykkt að fela fræðslunefnd að skoða þessi mál.
4.Álagning fjallskila á landverð
1408080
Eigandi jarðarinnar Sólheimatungu hefur mótmælt álagningu fjallskila á landverð með vísan til uppsagnar á afnotarétti af afrétti. Þá hefur afréttarnefnd BSN í fundargerð frá 20. ágúst beint því til sveitarstjórnar að lögmæti álagningar á landverð bújarða sem ekki hafa afréttarafnot sé könnuð.
Eigandi jarðarinnar Sólheimatungu hefur mótmælt álagningu fjallskila á landverð með vísan til uppsagnar á afnotarétti af afrétti. Þá hefur afréttarnefnd BSN í fundargerð frá 20. ágúst beint því til sveitarstjórnar að lögmæti álagningar á landverð bújarða sem ekki hafa afréttarafnot sé kannað.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir lögfræðiáliti á lögmæti álagningar á landverð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir lögfræðiáliti á lögmæti álagningar á landverð.
5.Eyðing lúpínu og skógarkerfils innan bæjarmarka Borgarness
1408141
Lagt fram bréf, dagsett 27.08.2014, frá Guðrúnu Jónsdóttur, Guðrúnu Pálmadóttur og Rebekku Þiðriksdóttur.
Lagt fram bréf, dagsett 27.08.2014, frá Guðrúnu Jónsdóttur, Guðrúnu Pálmadóttur og Rebekku Þiðriksdóttur um eyðingu lúpínu og skógarkerfils innan bæjarmarka Borgarness. Óskað er eftir að sveitarfélagið setji sér stefnu í þessum efnum og komi henni í virka framkvæmd.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og leggur áherslu á mikilvægi þess að skoða þessi mál í samhengi við umhirðu opinna svæða almennt í sveitarélaginu.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og leggur áherslu á mikilvægi þess að skoða þessi mál í samhengi við umhirðu opinna svæða almennt í sveitarélaginu.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
6.Gjaldskrá í leik- og grunnskólum
1409001
Minninblað fræðslustjóra um systkinaafslátt í leikskólum sveitarfélagsins.
Lagt fram minninblað fræðslustjóra um systkinaafslátt í gjaldskrám í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir að systkinaafsláttur verði veittur vegna barna sem eru í lengdri viðveru (eftir grunnskóla) og eiga yngri systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri.
Byggðarráð samþykkti að reglur um afsláttinn taki gildi frá og með 01. janúar 2015.
Gert er ráð fyrir að systkinaafsláttur verði veittur vegna barna sem eru í lengdri viðveru (eftir grunnskóla) og eiga yngri systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri.
Byggðarráð samþykkti að reglur um afsláttinn taki gildi frá og með 01. janúar 2015.
7.Ósk um framlag til tækjakaupa
1409009
Lögð fram beiðni Fjölbrautaskóla Vesturlands um framlag til tækjakaupa á árinu 2015.
Lögð fram beiðni Fjölbrautaskóla Vesturlands um 400.000 kr framlag frá Borgarbyggð til tækjakaupa á árinu 2015.
Vísað til fjárhagsáætlunar 2015.
Vísað til fjárhagsáætlunar 2015.
8.Safnahús - starfsmannafundur nr 142
1409003
Fundargerð 142. fundar Safnahúss Borgarfjarðar.
Lögð fram fundargerð 142. fundar Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 27. ágúst 2014.
9.Gerð landbótaáætlana.
1407099
Sveitarstjóri greinir frá upplýsingum varðandi landbótaáætlanir.
Á síðasta fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um hvernig staðið hefur verið að gerð landbótaáætlana fyrir þá afrétti þar sem kallað hefur verið eftir slíkum áætlunum meðal bænda.
Samkvæmt upplýsingum sem sveitarstjóri hefur fengið frá Landgræðslu ríkisins hafa fjallskilanefndir í mörgum tilfellum verið samnefnari fyrir gerð landbótaáætlana fyrir afréttarlönd. Formenn fjallskilanefnda hafa tekið málið upp hjá sér og haft forgöngu um að landbótaáætlun sé unnin sameiginlega af þeim bændum sem hafa fengið beiðnir þar um.
Samkvæmt upplýsingum sem sveitarstjóri hefur fengið frá Landgræðslu ríkisins hafa fjallskilanefndir í mörgum tilfellum verið samnefnari fyrir gerð landbótaáætlana fyrir afréttarlönd. Formenn fjallskilanefnda hafa tekið málið upp hjá sér og haft forgöngu um að landbótaáætlun sé unnin sameiginlega af þeim bændum sem hafa fengið beiðnir þar um.
10.Íþrótta- og tómstundaskóli
1401087
Lagður fram samningur við UMSB um íþrótta- og tómstundaskóla
Lagður fram samningur við Ungmennasamband Borgarfjarðar um íþrótta- og tómstundaskóla.
Gert er ráð fyrir að íþrótta- og tómstundaskólinn hefji störf um næstu áramót. Skólinn nær til allra barna á grunnskólaaldri og er tilgangurinn með honum að auka fjölbreytni í tómstundastarfi og auka þátttöku barna í skipulögðu tómstundastarfi.
UMSB mun ráða tómstundafulltrúa sem hefur umsjón með starfinu og ber ábyrgð á því.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
Byggðarráð leggur áherslu á að samningurinn og fyrirkomulag íþrótta- og tómstundaskólans verði kynnt innan sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir að íþrótta- og tómstundaskólinn hefji störf um næstu áramót. Skólinn nær til allra barna á grunnskólaaldri og er tilgangurinn með honum að auka fjölbreytni í tómstundastarfi og auka þátttöku barna í skipulögðu tómstundastarfi.
UMSB mun ráða tómstundafulltrúa sem hefur umsjón með starfinu og ber ábyrgð á því.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
Byggðarráð leggur áherslu á að samningurinn og fyrirkomulag íþrótta- og tómstundaskólans verði kynnt innan sveitarfélagsins.
11.Fundarboð - félagsfundur Veiðifélagi Langár
1408149
Fundarboð félagsfundar í Veiðifélagi Langár 9. september n.k.
Lagt fram fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Langár sem haldinn verður 9. september n.k.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen og Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen og Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum.
12.Stjórnarfundur Faxaflóahafna sf - 123. fundur
1408081
Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 15. ágúst
Lögð fram fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 15. ágúst s.l.
13.Orkuveita Reykjavíkur - stjórnarfundur nr 205
1408152
Lögð fram fundargerð frá 205. stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 07. ágúst s.l.
Lögð fram fundargerð frá 205. stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 07. ágúst s.l.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.