Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

318. fundur 17. september 2014 kl. 16:00 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2014/2015 - auglýsing um umsókn

1409057

Lögð fram auglýsing atvinnu- og nýsköpurnarráðuneytisins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014 - 2015.
Lögð fram auglýsing atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014 - 2015.

Borgarbyggð uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru varðandi viðmið um úthlutun byggðakvóta á þessu fiskveiðiári.

2.Aðalfundur SSV 2014

1409102

Fundarboð á framhaldsaðalfund og haustþing SSV 2014
Lagt fram fundarboð á framhaldsaðalfund og haustþing SSV 2014. Fundurinn verður haldinn í Búðardal 18. september.
Fulltrúar Borgarbyggðar verða Kolfinna Jóhannesdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helgi Haukur Hauksson, Magnús Smári Snorrason og Ragnar Frank Kristjánsson.

3.Framhaldsaðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

1409110

Fundarboð á framhaldsaðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn verður í tengslum við aðalfund SSV 18. september
Lagt fram fundarboð á framhaldsaðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn verður í tengslum við aðalfund SSV 18. september.
Fulltrúi Borgarbyggðar verður Kolfinna Jóhannesdóttir.

4.Ályktun frá SUB

1409037

Lögð fram ályktun frá fundi Samtaka ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands.
Lögð fram ályktun frá fundi Samtaka ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands.
Í ályktuninni eru sveitastjórnafulltrúar hvattir til að kynna sér og nýta heimildir í skipulagslögum við gerð aðal- og deiliskipulags til að varðveita landbúnaðarland.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags og landbúnaðarnefndar.

5.Húsnæði í Brákarey

1409067

Rætt um húsnæðismál í Brákarey og hvort segja eigi upp leigusamningum til að rýma fyrir annarri starfsemi.
Rætt um húsnæðismál í Brákarey og hvort segja eigi upp leigusamningum til að rýma fyrir annarri starfsemi.
Samningur er milli Borgarbyggðar og Árla ehf um hluta af iðnaðarhúsinu Brákarbraut 25 í Borgarnesi um fimm ára leigu frá 2009.
Byggðarráð samþykkti að segja upp samningum í samræmi við uppsagnarákvæði hans frá og með 31. okt 2014 til að rýmka fyrir möguleikum á nýtingu húsnæðisins fyrir starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Uppsagnarfrestur eru 6 mánuðir.

6.Umferðaröryggi á skólaholti

1408121

Lögð fram breytt tillaga um umferðarskipulag á skólaholti í Borgarnesi.
Í ljósi framkominna ábendinga frá íbúafundi hefur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd lagt til að tillögu um umhverfisskipulag á skólaholti verði breytt. Horfið verði frá einstefnu í hverfinu, gangstéttar efst í Bröttugötu verði breikkaðar, gerð verði sleppistæði við grunnskólann og hugað verði að bættu umferðaröryggi í botnlanga Gunnlaugsgötu.
Byggðarráð samþykkti breytinguna.

7.Nýbygging við Grunnskólann í Borgarnesi

1402060

Vísað til byggðaráðs af sveitarstjórn
Lögð fram skýrsla vinnuhóps um húsnæðismál Grunnskólans í Borgarnesi.
Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir skýrsluna.
Byggðarráð samþykkti að fela fræðslustjóra og forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs að kynna skýrsluna fyrir starfsfólki, skólaráði og stjórn foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi. Kynningin skal vera fyrir lok septembermánaðar.

8.Málefni leikskólans Hnoðrabóls

1405114

Lagðar fram fundargerðir vinnuhóps um málefni leikskólans Hnoðrabóls.
Lagðar fram fundargerðir vinnuhóps um málefni leikskólans Hnoðrabóls 27. ágúst og 10. september s.l.
Búið er gera svót-greiningu á núverandi húsnæði og verið er að skoða forsendur fyrir kostnaðarmati á nýbyggingu í samanburði við endurbætur og viðbyggingu við núverandi skólahúsnæði.
Nefndin ætlar að vera með umræðufund með foreldrum síðar í september.

9.Viðhald á Lyngbrekku

1408004

Lögð fram tilboð sem bárust í viðhald á félagsheimilinu Lyngbrekku.
Lögð fram verðkönnunargögn sem bárust í viðhald á félagsheimilinu Lyngbrekku.
Verð bárust frá tveimur aðilum og samþykkti byggðarráð að taka lægra tilboðinu sem var frá SÓ-húsbyggingum kr. 9.729.186 sem er innan fjáhagsáætlunar verksins.

10.Samráð við þjónustuþega í fötlunarþjónustu

1403128

Lögð fram fundargerð vinnuhóps um stefnumótun í málefnum fatlaðra
Lögð fram fundargerð vinnuhóps um stefnumótun í þjónustu við fatlaða frá 08. september s.l.

11.Styrkur vegna starfsmannaferðar

1409106

Lögð fram beiðni starfsmanna Búsetuþjónustunnar og Fjöliðjunnar um styrk til starfsmannaferðar í samræmi við reglur Borgarbyggðar.
Lögð fram beiðni starfsmanna Búsetuþjónustunnar og Fjöliðjunnar um styrk til starfsmannaferðar í samræmi við reglur Borgarbyggðar.

Byggðarráð samþykkti að veita styrkinn og verður kostnaður tekinn af liðnum starfsmannamál.

12.Veikindaforföll í fræðslumálum

1409081

Rætt um veikindaforföll í skólastofnunum.
Rætt um veikindaforföll í skólastofnunum Borgarbyggðar.
Skv. upplýsingum frá skólastjórum grunnskólanna má gera ráð fyrir umframkostnaði á þessu ári vegna langtímaveikinda starfsmanna.
Byggðarráð samþykkti að fela fræðslustjóra í samvinnu við skólastjóra að koma með tillögur um hvernig hægt er að mæta þessum kostnaði innan fjárhagsramma fræðslusviðs.

13.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - stjórnarfundur

1409103

Fundargerð stjórnarfundar SSV frá 11.09.
Lögð fram fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 11. september s.l.

14.Safnahús - fundargerð 143. fundar

1409080

Fundargerð 143. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar lögð fram.
Lögð fram fundargerð 143. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar.

15.Endurskoðun aðalskipulags

1408101

Sveitarstjórn vísaði umfjöllun um endurskoðun aðalskipulags til byggðarráðs.
Rætt um endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar sem sveitarstjórn vísaði til umfjöllunar í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir að umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd taki til umfjöllunar þær athugasemdir sem komu þegar aðalskipulagið var í vinnslu á síðasta kjörtímabili.
Byggðarráð leggur til að umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd haldi kynningarfund um aðalskipulag sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:00.