Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

319. fundur 24. september 2014 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Minnisblað v.óskar um hækkun á húsnæðisframlagi, sept.2014

1409155

Lagt fram minnisblað frá framkvæmdarstjóra Brákarhlíðar v.óskar um hækkun á húsnæðisframlagi, sept.2014
Lagt fram minnisblað frá framkvæmdarstjóra Brákarhlíðar v.óskar um hækkun á húsnæðisframlagi, sept.2014. Í minnisblaðinu koma fram skýringar á umbeðinni hækkun. Minnisblaðinu vísað til fjárhagsáætlunar 2015.

2.Skotæfingasvæði

1302057

Á fundinn mætir umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum til að ræða staðsetningu skotæfingasvæðis.
Hilmar Már Arason og Sigríður Bjarnadóttir frá umsjónarnefnd fólkvangsins Einkunna mættu á fundinn vegna staðsetningar skotæfingasvæðis í landi Hamars. Umsjónarnefnd telur að of mikil hávaðamengun hljótist af þessari staðsetningu þar sem of stutt sé á milli skotæfingasvæðis og fólkvangsins. Eins eru áhrif á dýralíf og hugsanleg blýmengun óþekkt. Byggðaráð þakkar upplýsingarnar sem fram komu.

3.Samningur um vaktþjónustu v. Borgarbraut 65a og Ánahlíð

1403055

Samningur milli Borgarbyggðar og Brákarhlíðar um vaktþjónustu í þjónustuíbúðum að Borgarbraut 65.
Byggðaráð fór yfir samning milli Borgarbyggðar og Brákarhlíðar um vaktþjónustu. Sveitarstjóra falið að vinna að endurskoðun hans í ljósi fenginnar reynslu.

4.Samráð við þjónustuþega í fötlunarþjónustu

1403128

Fundargerð 2. fundar samráðshóps þjónustuþega í fötlunarþjónustu lögð fram.
Fundargerð 2. fundar samráðshóps þjónustuþega í fötlunarþjónustu lögð fram.

5.Samningur um leigu á húsnæði í Brákarey

1409163

Framlögð drög að samningi við Ólaf Axelsson um tímabundna leigu á húsnæði í Brákarey.
Framlögð drög að samningi við Ólaf Axelsson um tímabundna leigu, frá 1.9 - 31.12. 2014, á 60 ferm. geymsluhúsnæði í Brákarey. Byggðaráð samþykkir samninginn með tveimur atkvæðum. MSS situr hjá. MSS leggur fram eftirfarandi bókun: "Mikilvægt er að það húsnæði sem Borgarbyggð leigir út á almennum markaði sé auglýst og standi öllum til boða. Jafnframt þarf leiga að endurspegla markaðsverð".

6.Fundargerð 818. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga

1409143

Fundargerð 818. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.
Fundargerð 818. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga framlögð. Sveitarstjóri sagði frá Skólaþingi Sambandsins sem haldið var fyrr í mánuðinum.

7.Við stólum á þig - Sjóður til styrktar SEM og MND með sölu fjölnota innkaupapoka

1409156

Framlagt bréf þar sem kynnt er sala á fjölnota pokum til styrktar SEM og MND samtökunum.
Framlagt bréf þar sem kynnt er sala á fjölnota pokum til styrktar SEM og MND samtökunum. Samþykkt að vísa því til umfjöllunar í umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefnd.

8.Skorradalshreppur; kosning fulltrúa í nefndir Borgarbyggðar.

1409157

Bréf Skorradalshrepps varðandi kosningu í nefndir lagt fram.
Framlagt bréf frá Skorradalshreppi þar sem tilkynnt er um fulltrúa hreppsins í sameiginlegum nefndum.

9.Tvöföld búseta-skipting útsvars á milli sveitarfélaga

1409167

Umræða um tvöfalda búsetu og skiptingu útsvars milli sveitarfélaga.
Byggðaráð fjallaði um vaxandi tvöfalda búsetu í sveitarfélaginu og þörf fyrir aukna þjónustu. Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að mögulegt verði að skrá tvöfalda búsetu þannig að fólk geti tekið þátt í kostnaði við rekstur fleiri en eins sveitarfélags með skiptingu útsvars. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

10.SSV stjórnarfundargerð 18.september 2014

1409172

Fundargerð stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 18. september framlögð.

11.Snjómokstur í Borgarnesi; útboð 2014

1409176

Niðurstöður únboðs í snjómokstri lagðar fram og kynntar.
Niðurstöður útboðs í snjómokstri lagðar fram og kynntar. Eftirtaldir sendu inn tilboð:
HSS-Verktak ehf. kr. 3.601.016.-
Borgarverk ehf. 6.894.000.-
JBH-vélar ehf. kr. 3.654.994.-
Byggðaráð samþykkir að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

12.Endurskoðun á launasetningu og starfslýsingum í íþróttamiðstöð

1409178

Fræðslustjóri og forstöðumaður koma á fund og kynna vinnu við endurskoðun á launasetningu og starfslýsingum í íþróttamiðstöð
Fræðslustjóri kom á fund og kynnti minnisblað vegna vinnu við endurskoðun á launasetningu og starfslýsingum í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Ennfremur hugmyndir að breyttum opnunartíma frá áramótum og aukinni gæslu í búningsklefum á starfstíma barna. Byggðaráð samþykkir þær breytingar sem koma fram í minnisblaðinu og felur fræðslustjóra að vinna að framgangi þeirra.

Fundi slitið - kl. 10:15.