Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Aðalfundur Landnámsseturs
1410036
Lögð fram fundargerð aðalfundar og ársreikningur Landnámseturs fyrir árið 2013.
Lögð fram fundargerð aðalfundar og ársreikningur Landnámsseturs fyrir árið 2013.
2.Eignarhlutur í Landámssetri Íslands ehf - ósk um kaup
1410034
Framlagt bréf Kjartans Ragnarssonar með ósk um kaup á 20% hlut Borgarbyggðar í Landnámssetri Íslands ehf
Lagt fram bréf Kjartans Ragnarssonar dags. 03.10."14 þar sem óskað er eftir að kaupa hlut Borgarbyggðar í Landnámssetri Íslands ehf.
Byggðarráð tók vel í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
Byggðarráð tók vel í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
3.Ályktanir tónlistarkennara um kjaramál
1410051
Ályktanir frá svæðisþingum tónlistarkennara um kjaramál
Lagðar fram ályktanir svæðisþinga tónlistarskóla og ályktun samstöðufundar tónlistarskóla varðandi kjaramál.
Byggðarráð tekur undir að tónlistarnám hafi víðtækt hlutverk á sviði lista, mennta-, menningar- og samfélagsmála og
leggur áherslu á mikilvægi tónlistarnáms. Byggðarráð hvetur samningsaðila til að leysa kjaradeilur sem fyrst.
Byggðarráð tekur undir að tónlistarnám hafi víðtækt hlutverk á sviði lista, mennta-, menningar- og samfélagsmála og
leggur áherslu á mikilvægi tónlistarnáms. Byggðarráð hvetur samningsaðila til að leysa kjaradeilur sem fyrst.
4.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands
1410070
Lögð fram ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2014
Lögð fram ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 06. október 2014 þar sem lagt er til að unnið verði að samstilltu átaki opinberra aðila og skógræktarfélaga í að nýta lúpínubreiður til skógræktar, bæði í þéttbýli og víðsvegar um land.
Vísað til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Vísað til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
5.Beiðni um árskort í íþróttamiðstöð
1410060
Lagt fram bréf Björgunarsveitarinnar Brákar með beiðni um frí árskort í íþróttamiðstöðina
Lagt fram bréf Björgunarsveitarinnar Brákar með beiðni um frí árskort í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að veita liðsmönnum björgunarsveita í Borgarbyggð 50% afslátt af árskortum í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkti að veita liðsmönnum björgunarsveita í Borgarbyggð 50% afslátt af árskortum í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins.
6.Bréf slökkviliðsstjóra varðandi eldvarnareftirlit
1410075
Lagt fram bréf Bjarna Kr. Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra varðandi eldvarnaeftirlit o.fl.
Sveitarstjóri kynnti bréf Bjarna Kr. Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að efla lögbundið eldvarnareftirlit á svæðinu.
Byggðarráð þakkar erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við nágrannasveitarfélög um leiðir til að efla eldvarnareftirlit.
Byggðarráð þakkar erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við nágrannasveitarfélög um leiðir til að efla eldvarnareftirlit.
7.Discount Around Iceland - afsláttarkort
1410031
Kynningarbréf vegna útgáfu afsláttarkorts til ferðamanna
Lagt fram kynningarbréf vegna útgáfu DAI afsláttarkorts fyrir ferðamenn á Íslandi. Korthafar eiga að geta nýtt sér þjónustu og tilboð gegn framvísun kortsins.
Byggðarráð samþykkti að taka ekki þátt í verkefninu.
Byggðarráð samþykkti að taka ekki þátt í verkefninu.
8.Erindi frá leikdeild Skallagríms
1304101
Rætt um beiðni leikdeildar umf Skallagríms um að taka að sér rekstur Lyngbrekku.
Á fundinn mættu Olgeir Helgi Ragnarsson, Elísabet Haraldsdóttir og Gunnlaug Gunnlaugsdóttir frá leikdeild umf. Skallagríms til viðræðna um vilja leikdeildarinnar að taka félagsheimilið Lyngbrekku á leigu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var samþykkt að ræða við meðeigendur Lyngbrekku um málið.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var samþykkt að ræða við meðeigendur Lyngbrekku um málið.
9.Beiðni um framlag frá aðalsjóði til fjallskilasjóðs Þverárréttar.
1410050
Lagt fram bréf, dagsett 10. október 2014, frá Björgu Gunnardóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa fyrir hönd afréttarnefndar Þverárréttar.
Lagt fram bréf, dagsett 10. október 2014, frá Björgu Gunnardóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa fyrir hönd afréttarnefndar Þverárréttar. Nefndin fer fram á að kannað verði lögmæti þess að innheimta stofnkostnað afréttargirðinga og óskar eftir að fasteignamat á afréttinum verði leiðrétt. Þá óskar nefndin eftir framlagi frá aðalsjóði til að standa undir framangreindum gjöldum þar til leiðrétting hefur gengið í gegn.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir áliti á lögmæti innheimtu stofnkostnaðarins en örum liðum frestað til næsta fundar.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir áliti á lögmæti innheimtu stofnkostnaðarins en örum liðum frestað til næsta fundar.
10.Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða.
1406016
Lagður fram endurnýjaður samningur frá Umhverfisstofnun um refaveiðar 2014-2016. Auk þess lagt fram bréf, dagsett 13. október, frá Björgu Gunnnardóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagður fram endurnýjaður samningur frá Umhverfisstofnun um refaveiðar 2014-2016. Auk þess lagt fram bréf, dagsett 13. október, frá Björgu Gunnnardóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Byggðarráð samþykkti samninginn en áréttar framkomnar athugasemdir sveitarfélagsins og lýsir vonbrigðum með að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra af hálfu Umhverfisstofnunar.
Byggðarráð samþykkti samninginn en áréttar framkomnar athugasemdir sveitarfélagsins og lýsir vonbrigðum með að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra af hálfu Umhverfisstofnunar.
11.Króksland í Norðurárdal
1407013
Rætt um girðingu í landi Króks í Norðurárdal
Rætt um ágreining um girðingastæði í Krókslandi í Norðurárdal.
Lögð var fram fundargerð afréttarnefndar Þverárréttar frá 8. október s.l. þar sem fram kemur að eigenda Króks verði boðið samkomulag um að girða upp gömlu girðinguna sem liggur um hlíðina og að hann eignist um leið núverandi afréttargirðingu sem lendi innan þess hólfs.
Að öðrum kosti verði hugsanlega höfðað mál til að kanna hvort hefðarréttur sé ekki kominn á afnot af þessu landi.
Byggðarráð tók undir samþykkt nefndarinnar og var sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Lögð var fram fundargerð afréttarnefndar Þverárréttar frá 8. október s.l. þar sem fram kemur að eigenda Króks verði boðið samkomulag um að girða upp gömlu girðinguna sem liggur um hlíðina og að hann eignist um leið núverandi afréttargirðingu sem lendi innan þess hólfs.
Að öðrum kosti verði hugsanlega höfðað mál til að kanna hvort hefðarréttur sé ekki kominn á afnot af þessu landi.
Byggðarráð tók undir samþykkt nefndarinnar og var sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
12.Fjarskiptamál í Borgarbyggð
1410027
Lögð fram gögn frá fundi um fjarskiptamál sem haldinn var á Akureyri
Sveitarstjóri sagði frá frá fundi um fjarskiptamál sem haldinn var á Akureyri þar sem kynnt var ljósleiðaravæðing í dreifðum byggðum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Einnig greindi sveitarstjóri frá fundi um eflingu fjarskiptasambands á Vesturlandi þar sem verið er að skoða möguleika á ljósleiðaravæðingu.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að halda áfram að vinna að verkefninu.
Einnig greindi sveitarstjóri frá fundi um eflingu fjarskiptasambands á Vesturlandi þar sem verið er að skoða möguleika á ljósleiðaravæðingu.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að halda áfram að vinna að verkefninu.
13.Þjónustukönnun Capacent
1410072
Erindi frá Capacent um þjónustukönnun sveitarfélaga
Framlagt bréf Capacent þar sem boðið er að fyrirtækið sjái um þjónustukönnun fyrir sveitarfélagið á þessu ári eins og undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkti að Borgarbyggð taki ekki þátt í könnuninni að þessu sinni.
Jafnframt var samþykkt að ræða við Háskólann á Bifröst og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um mögulegt fyrirkomulag viðhorfskannana meðal íbúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkti að Borgarbyggð taki ekki þátt í könnuninni að þessu sinni.
Jafnframt var samþykkt að ræða við Háskólann á Bifröst og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um mögulegt fyrirkomulag viðhorfskannana meðal íbúa sveitarfélagsins.
14.Húsnæðismál sveitarfélagsins í Brákarey.
1405052
Umhverfis-, skiplags- og landbúnaðarnefnd hefur óskað eftir við byggðarráð að mörkuð verði stefna um notkun húsnæðis sveitarfélagsins í Brákarey.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur óskað eftir við byggðarráð að mörkuð verði stefna um notkun húsnæðis sveitarfélagsins í Brákarey. Lögð var fram áfangaskýrsla frá árinu 2011 um fasteignir Borgarbyggðar í Brákarey. Einnig var lögð fram skýrsla vinnuhóps um nýtingu fasteigna Borgarbyggðar frá 2013.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta gera reglur um notkun húsnæðis sveitarfélagsins í Brákarey.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta gera reglur um notkun húsnæðis sveitarfélagsins í Brákarey.
15.Leigusamningur um húsnæði í Brákarey
1410073
Leigusamningur um húsnæði í Brákarey við Inger Helgadóttir
Lagður fram leigusamningur við Inger Helgadóttir um 15 ferm rými í húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey.
Byggðarráð samþykkti samninginn með fyrirvara um að leigutíminn verði til næstu áramóta en þá er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi.
Byggðarráð samþykkti samninginn með fyrirvara um að leigutíminn verði til næstu áramóta en þá er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi.
16.Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi
1409089
Lögð fram umsögn um reglugerð um lögregluumdæmi
Lögð fram umsögn Borgarbyggðar um drög að reglugerð um umdæmaskiptingu lögreglustjóra. Í umsögninni kemur fram að byggðarráð fagnar framkomnum drögum að reglugerð og ítrekar fyrri afstöðu sína um að mikilvægt sé að staðsetja aðalstöð lögreglustjóra í þeim þéttbýliskjarna sem er mest miðsvæðis í landshlutanum og greiðar samgöngur í allar áttir.
Byggðarráð samþykkti umsögnina.
Byggðarráð samþykkti umsögnina.
17.Nýbúaráð
1409191
Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu velferðarnefndar að byggðarráð tilnefni í vinnuhóp um stefnumótun í málefnum nýbúa og kalli eftir tilnefningum samanber erindisbréf.
Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu velferðarnefndar að byggðarráð tilnefni í vinnuhóp um stefnumótun í málefnum nýbúa og kalli eftir tilnefningum samanber erindisbréf.
Byggðarráð samþykkti að tilnefna Moniku Mazur, Sonju Lind Eyglóardóttur og Guðmund Smára Valsson í vinnuhópinn.
Samþykkt að fela félagsmálastjóra að kalla eftir tilnefningum frá öðrum í samræmi við erindisbréf.
Byggðarráð samþykkti að tilnefna Moniku Mazur, Sonju Lind Eyglóardóttur og Guðmund Smára Valsson í vinnuhópinn.
Samþykkt að fela félagsmálastjóra að kalla eftir tilnefningum frá öðrum í samræmi við erindisbréf.
18.Nýbygging við Grunnskólann í Borgarnesi
1402060
Rætt um skipan bygginganefndar viðbyggingar Grunnskólans í Borgarnesi
Rætt um skipan bygginganefndar viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að skipa Guðveigu Eyglóardóttur, Sigurð Guðmundsson og Unnstein Elíasson í bygginganefndina.
Byggðarráð samþykkti að skipa Guðveigu Eyglóardóttur, Sigurð Guðmundsson og Unnstein Elíasson í bygginganefndina.
19.Samanburður við fjárhagsáætlun
1410074
Á fundinn mætir Einar Pálsson fjármálafulltrúi og fer yfir samanburð við fjárhagsáætlun eftir átta fyrstu mánuði ársins
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og fór yfir samanburð á rekstri sveitarfélagsins við fjárhagsáætlun eftir fyrstu átta mánuði ársins. Í heild er rekstur innan fjárhagsáætlunar en nokkrir liðir þurfa sérstakrar athugunar við.
Byggðarráð ítrekar að forstöðumenn séu meðvitaðir um að ekki er heimilt skv. sveitarstjórnarlögum að fara fram úr fjárheimildum skv. fjárhagsáætlun. Telji þeir að rekstur viðkomandi stofnunar standist ekki áætlun er þeim skylt að tilkynna það til skrifstofustjóra eða sveitarstjóra.
Byggðarráð ítrekar að forstöðumenn séu meðvitaðir um að ekki er heimilt skv. sveitarstjórnarlögum að fara fram úr fjárheimildum skv. fjárhagsáætlun. Telji þeir að rekstur viðkomandi stofnunar standist ekki áætlun er þeim skylt að tilkynna það til skrifstofustjóra eða sveitarstjóra.
20.Verkefni í hafnargerð og sjóvörnum
1410053
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar varðandi fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 og umsóknir um framlög til verkefna í hafnargerð og sjóvörnum.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
21.Umferð á Seleyri
1410030
Bréf Guðmundar Inga Waage um að Borgarbyggð beiti sér gegn lokun vegar á Seleyri.
Lagt fram bréf Guðmundar Inga Waage þar sem sveitarfélagið er hvatt til að beita sér fyrir því að slóða og eldri vegi ofan Seleyrar verði ekki lokað fyrir umferð þannig að hægt sé að komast á bíl á framangreinda staði.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við landeigendur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við landeigendur.
22.Ystutungugirðing
1409039
Lagt fram bréf, dagsett 13. október, frá Valdimari Reyneyssyni skógarverði á Vesturlandi.
Lagt fram bréf Valdimars Reynissonar skógarvarðar á Vesturlandi dags. 13.10."14 varðandi girðingu í Ystutungu í Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa erindinu til afréttarnefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár.
Samþykkt að vísa erindinu til afréttarnefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár.
23.Safnahús - fundargerð 145. fundar
1410067
Lögð fram 145. fundargerð starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar
Lögð fram fundargerð 145. fundar starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar.
24.OR-eignir ohf. - aðalfundur 14.október 2014
1410004
Aðalfundarboð Orkuveitu Reykjavíkur-Eigna ohf. lagt fram.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur - Eigna ohf sem haldinn var 14. október 2014.
25.Fundargerð 819.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
1410033
Fundargerð 819. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram
Lögð fram fundargerð 819. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24.09."14.
26.Fundargerð 820.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
1410068
Fundargerð 820. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram
Lögð fram fundargerð 820. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 08.10."14.
27.206.fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
1410024
Lögð fram fundargerð 206. stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29.ágúst 2014
Lögð fram fundargerð 206. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 29. ágúst 2014.
Fundi slitið - kl. 12:00.