Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

322. fundur 23. október 2014 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Kynning á íbúakönnun

1410113

Á fundinn mætir Vífill Karlsson og kynnir nýlega íbúakönnun.
Á fundinn mætti Vífill Karlsson hagfræðingur og kynnti íbúakönnun sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gerðu á meðal íbúa á Vesturlandi á síðasta ári. Sambærileg könnun hefur verið gerð á þriggja ára fresti undanfarin 10 ár. Spurt var m.a. um ánægju með búsetu og hvernig skilyrði væru til búsetu á svæðinu.
Byggðarráð hvetur til að SSV haldi áfram að gera slíkar kannanir.

2.Endurskoðun á stjórnsýslu Borgarbyggðar

1410114

Rætt um endurskoðun á stjórnsýslu Borgarbyggðar
Samkvæmt málefnasamningi meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Borgarbyggðar er gert ráð fyrir endurskoðun á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sveitarstjóri lagði fram minnisblað þar sem fram koma tillögur um endurskoðun og breytingar á stjórnsýslu Borgarbyggðar. Markmið breytinganna eru aukin skilvirkni í þjónustu sveitarfélagsins og hagræðing í rekstri. Samþykkt að fela sveitarstjóra að hefja vinnu við endurskoðun á stjórnsýslu sveitarfélagsins og afla upplýsinga um kostnað við ráðgjöf við verkefnið.

3.Beiðni um framlag frá aðalsjóði til fjallskilasjóðs Þverárréttar.

1410050

Rætt um beiðni afréttarnefndar Þverárréttar um framlag frá aðalsjóði til að standa undir gjöldum.
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi til viðræðna um beiðni afréttarnefndar Þverárréttar um framlag frá aðalsjóði til að standa undir ákveðnum gjaldaliðum þar til niðurstaða liggur fyrir um réttmæti þeirra.
Byggðarráð samþykkti aukaframlag vegna ársins 2014 til að mæta þessum kostnaði þar til niðurstaða liggur fyrir, en verið er að endurskoða fasteignamat afréttarlands.

4.Beiðni um aukafjárveitingu frá Grunnskóla Borgarfjarðar

1410110

Lögð fram beiðni skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar um heimild til að ráða stuðningsfulltrúa í 70% starf.
Lögð fram beiðni skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar um aukafjárveitingu til að ráða stuðningsfulltrúa í 70% starf.
Byggðarráð sér ekki fært að verða við erindinu og felur skólastjóra að leita leiða til að leysa málið með núverandi starfsmönnum.

5.Samráð við þjónustuþega í fötlunarþjónustu

1403128

Lögð fram stöðuskýrsla vinnuhóps um stefnumótun þjónustu við fatlað fólk.
Lögð fram stöðuskýrsla vinnuhóps um stefnumótun þjónustu við fatlað fólk.
Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir skýrsluna.

6.Safnahús - fundargerð 146. fundar

1410112

Fundargerð starfsmannafundar Safnahússins frá 21. október
Lögð fram fundargerð starfsmannafundar Safnahússins frá 21. október s.l.

7.Fundargerð 125. stjórnarfundar Faxaflóahafna

1410092

Lögð fram 125. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna s.f.
Lögð fram fundargerð 125. fundar stjórnar Faxaflóahafna sem fram fór 15. október s.l.

8.Kirkjugarður í Stafholti

1410116

Lögð fram beiðni um framlag til framkvæmda við kirkjugarðinn við Stafholtskirkju
Lögð fram beiðni um framlag til framkvæmda við kirkjugarðinn við Stafholtskirkju.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2015.

9.Kirkjugarður við Borg á Mýrum

1410115

Lögð fram beiðni um framlag vegna framkvæmda við kirkjugarðinn á Borg á Mýrum.
Lögð fram beiðni um framlag vegna framkvæmda við kirkjugarðinn á Borg á Mýrum.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2015.

10.Beiðni um framlag til Snorrastofu

1410117

Lögð fram beiðni Snorrastofu í Reykholti um framlög Borgarbyggðar á næstu þremur árum.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2015.

Fundi slitið - kl. 10:00.