Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

323. fundur 30. október 2014 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Beiðni um tengingu við vatnsveitu Varmalands

1410125

Beiðni eigenda Stafholtsveggja um tengingu við Vatnsveitu Varmalands
Lögð fram beiðni eigenda Stafholtsveggja í Stafholtstungum um tengingu við Vatnsveitu Varmalands.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs meðan að liðir 1. til 3. voru ræddir.
Fleiri íbúar á svæðinu hafa lýst áhuga á að tengjast vatnsveitunni og var ákveðið að boða þá til fundar til að ræða málið.

2.Brunahanar í Húsafelli

1410144

Lögð fram beiðni Ferðaþjónustunnar í Húsafelli um uppsetningu brunahana.
Lögð fram beiðni Ferðaþjónustunnar í Húsafelli þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð leggi til brunahana í sumarhúsahverfinu í Húsafelli, en verið er að endurnýja vatnsveituna í Húsafelli um þessar mundir.
Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.

3.Tækjakaup í áhaldahús

1410145

Erindi varðandi tækjakaup í áhaldahús
Jökull kynnti tilboð í liðléttinga fyrir áhaldahús Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela Jökli að afla frekari upplýsinga og verður málið rætt á næsta fundi byggðarráðs.

4.Boð á ráðstefnu Arctic Circle

1410141

Lagt fram boð á ráðstefnu Arctic Circle sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík
Lagt fram boð Arctic Circle um þátttöku í alþjóðaþingi Hringborðs Noðurslóða - Arctic Circle sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík 31. október - 02. nóvember.
Byggðarráð þakkar gott boð.

5.Endurskoðun á stjórnsýslu Borgarbyggðar

1410114

Lagðar fram upplýsingar um umfang og kostnað vegna ráðgjafastarfa.
Lagðar fram upplýsingar um umfang og kostnað vegna ráðgjafastarfa við endurskoðun á stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Garðar Jónsson hjá R3-ráðgjöf um verkefnið. Kostnaður er um 840 þús og verður það tekið af liðnum þjónustusamningar í sameiginlegum kostnaði.

6.Bréf eftirlitsnefndar vegna ársreiknings 2013

1409021

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 28.08."14 ásamt tölvupóstum
Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 28.08."14 þar sem óskað er skýringa á frávikum frá áætlun í rekstri Borgarbyggðar á árinu 2013. Einnig var lagt fram svarbréf skrifstofustjóra við erindinu.
Í bréfi Eftirlitsnefndarinnar kemur fram að skuldaviðmið Borgarbyggðar sé 122% sem er innan við skuldaviðmið skuldareglu sveitarstjórnarlaga.
Eftirlitsnefndin hefur einnig óskað eftir að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2014 og send til nefndarinnar. Unnið er að gerð hennar og verður hún send nefndinni innan tíðar.

7.Útkomuspá 2014

1410143

Rætt um útkomuspá fyrir rekstur Borgarbyggðar á árinu 2014.
Skrifstofustjóri kynnti stöðu vinnu við gerð útkomuspár fyrir rekstur Borgarbyggðar á árinu 2014. Samkvæmt spánni eru tekjur hærri en gert var ráð fyrir í áætlun en á móti koma aukin útgjöld vegna framúrkeyrslu á árinu. Einnig eru líkur á að söluhagnaður af eignum sem gert var ráð fyrir munu ekki skila sér.
Samþykkt að ræða málið á næsta fundi byggðaráðs.

8.Fjárhagsáætlun 2015

1410142

Rætt um fjárhagsáætlun 2015 og lagðar fram tillögur frá forstöðumönnum stofnana.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og lagði fram tillögur að fjárhagsáætlun 2015 eins og þær hafa borist frá forstöðumönnum stofnana.
Byggðarráð leggur áherslu á að allra leiða verði leitað til hagræðis í rekstri þannig að við fyrri umræðu verði upphaflegum markmiðum um rekstarafgang náð.

9.Nýbygging við Grunnskólann í Borgarnesi

1402060

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir bygginganefnd nýbyggingar Grunnskólans í Borgarnesi
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir bygginganefnd nýbyggingar Grunnskólans í Borgarnesi.
Gerðar voru breytingar á erindisbréfinu og það samþykkt með áorðnum breytingum.

10.Umferð á Seleyri

1410030

Lagt fram svar landeiganda við fyrirspurn sveitarstjóra
Sveitarstjóri greindi frá svörum Guðmundar B. Guðmundssonar eiganda Skógarkots í Borgarbyggð varðandi lokun á vegi ofan Seleyrar.
Landeigandi greinir frá ástæðum á lokun fyrir akandi umferð og bendir m.a. á að þar sem vegurinn sé í hans eigu beri hann ábyrgð á umferð um veginn.

11.Verkefni um opinbera þjónustu

1410146

Rætt um mögulega þáttöku Borgarbyggðar í umsókn um styrk í norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.
Rætt um mögulega þáttöku Borgarbyggðar í umsókn um styrk í norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.
Magnús Smári kynnti verkefnið en Háskólinn á Bifröst mun taka þátt í verkefninu.
Samþykkt að Borgarbyggð sendi inn umsókn um þátttöku í því.
Magnús Smári tók ekki þátt í afgreiðslu vegna tengsla við verkefnið.

12.Ósk barna í Bjargslandi um leiksvæði

1410147

Lagður fram undirskriftalisti barna í Bjargslandi með ósk um svæði til leikja eins og fótbolta.
Lagður var fram undirskriftalisti frá börnum í Bjargslandi sem þau færðu sveitarstjóra með ósk um svæði til leikja eins og fótbolta.
Byggðarráð þakkar börnunum í Bjargslandi fyrir góða hugmynd og ætlar að finna gott svæði sem gæti hentað fyrir leikflöt.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2015.

Fundi slitið - kl. 10:00.