Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Háskólastarf í Borgarbyggð
1409219
Sveitarstjóri segir frá undirbúningi ráðstefnu um háskólastarf
Sveitarstjóri sagði frá undirbúningi að ráðstefnu um háskólastarf í Borgarbyggð sem fyrirhugað er að halda í Hjálmakletti í janúar n.k. Að ráðstefnunni standa Borgarbyggð, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands, Snorrastofa og Framfarafélag Borgarfjarðar.
2.Saga jarðvangur - undirbúningsnefnd
1411037
Bréf Saga jarðvangs þar sem óskað er tilnefningu fulltrúa í undirbúningsnefnd
Lagt fram bréf dags. 10.11.´14 frá Saga jarðvangur þar sem óskað er eftir fulltrúa í undirbúningsnefnd verkefnisins.
Samþykkt að Guðveig Eyglóardóttir og Hulda Hrönn Sigurðardóttir verði fulltrúar Borgarbyggðar í undirbúningsnefnd.
Samþykkt að Guðveig Eyglóardóttir og Hulda Hrönn Sigurðardóttir verði fulltrúar Borgarbyggðar í undirbúningsnefnd.
3.Styrkumsókn frá Borgarbyggð
1401007
Bréf EBÍ þar sem tilkynnt er að Slökkviliðið fái 500 þús kr styrk á næsta ári vegna uppsetningar á æfingaaðstöðu fyrir reykköfun.
Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er að Slökkvilið Borgarbyggðar fái 500 þús kr styrk á næsta ári vegna uppsetningar á æfingaaðstöðu fyrir reykköfun.
4.Útboð á sorphreinsun
1411034
Tölvupóstur frá Akraneskaupstað varðandi sameiginlegt útboð á sorphreinsun.
Lagður var fram tölvupóstur frá Akraneskaupstað varðandi sameiginlegt útboð sveitarfélaganna á sorphreinsun.
Á fundinn mættu Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ræða við nágrannasveitarfélög um sameiginlegt útboð.
Á fundinn mættu Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ræða við nágrannasveitarfélög um sameiginlegt útboð.
5.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
1411033
Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2015 ásamt fundargerð stjórnar frá 03.11."14 og bréfi framkvæmdastjóra
Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2015 ásamt fundargerð stjórnar frá 03.11."14 og bréfi framkvæmdastjóra.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og óska frekari upplýsinga á hækkunum.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og óska frekari upplýsinga á hækkunum.
6.Fjárhagsáætlun 2015
1410142
Rætt um fjárhagsáætlun 2015
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Áætlunin er lögð fram með fyrirvara um umfjöllun sem eftir á að fara fram á milli fyrstu og annarrar umræðu. Miðað við þann halla sem er á rekstri sveitarfélagsins samkvæmt núverandi áætlun þá er nauðsynlegt að fara í fjárhagslega endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Þá er ennfremur mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu sem birtist í ársreikningi ársins 2013 og útkomuspá fyrir árið 2014 þannig að tryggt verði að sveitarfélagið standist jafnvægisreglu sveitarfélaga. Í árslok 2013 var skuldaviðmið sveitarfélagsins 122% sem er undir viðmiðunarmörkum og er mikilvægt að gæta þess að það hækki ekki.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja nú þegar frekari vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu. Yfir stendur vinna við endurskoðun á stjórnkerfi sveitarfélagsins í samstarfi við Garðar Jónsson hjá R3 Ráðgjöf. Sveitarstjóri kynnti tillögu að umfangsáætlun í samstarfi við framangreindan aðila. Í áætluninni felst að að greina helstu hagræðingarmöguleika í rekstri Borgarbyggðar. Allar rekstrareiningar verði skoðaðar og kannað hvort þar felist raunhæfir möguleikar til lækkunar rekstrarkostnaðar. Samþykkt að veita sveitarstjóra heimild til að ganga til samninga við framangreindan aðila auk þess sem sveitarstjóra er veitt heimild, í samráði við byggðarráð, til að vinna að nauðsynlegum skipulagsbreytingum ef þörf krefur.
Einnig var rætt um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014 og samþykkt að taka hann fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Áætlunin er lögð fram með fyrirvara um umfjöllun sem eftir á að fara fram á milli fyrstu og annarrar umræðu. Miðað við þann halla sem er á rekstri sveitarfélagsins samkvæmt núverandi áætlun þá er nauðsynlegt að fara í fjárhagslega endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Þá er ennfremur mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu sem birtist í ársreikningi ársins 2013 og útkomuspá fyrir árið 2014 þannig að tryggt verði að sveitarfélagið standist jafnvægisreglu sveitarfélaga. Í árslok 2013 var skuldaviðmið sveitarfélagsins 122% sem er undir viðmiðunarmörkum og er mikilvægt að gæta þess að það hækki ekki.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja nú þegar frekari vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu. Yfir stendur vinna við endurskoðun á stjórnkerfi sveitarfélagsins í samstarfi við Garðar Jónsson hjá R3 Ráðgjöf. Sveitarstjóri kynnti tillögu að umfangsáætlun í samstarfi við framangreindan aðila. Í áætluninni felst að að greina helstu hagræðingarmöguleika í rekstri Borgarbyggðar. Allar rekstrareiningar verði skoðaðar og kannað hvort þar felist raunhæfir möguleikar til lækkunar rekstrarkostnaðar. Samþykkt að veita sveitarstjóra heimild til að ganga til samninga við framangreindan aðila auk þess sem sveitarstjóra er veitt heimild, í samráði við byggðarráð, til að vinna að nauðsynlegum skipulagsbreytingum ef þörf krefur.
Einnig var rætt um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014 og samþykkt að taka hann fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.
7.Deiliskipulag í landi Ytri-Skeljabrekku
1411036
Tölvupóstur frá Ingimundi Grétarssyni vegna afgreiðslu á endurskoðun á deiliskipulagi lands í Ytri-Skeljabrekku
Lagður fram tölvupóstur frá Ingimundi Einari Grétarssyni vegna afgreiðslu á erindi um endurskoðun á deiliskipulagi lands í Ytri-Skeljabrekku.
Sveitarstjóri greindi frá að umhverfis- og skipulagssvið muni svara erindinu og í framhaldi verður haldinn fundur með aðilum málsins þar sem farið verður yfir stöðuna og næstu skref.
Sveitarstjóri greindi frá að umhverfis- og skipulagssvið muni svara erindinu og í framhaldi verður haldinn fundur með aðilum málsins þar sem farið verður yfir stöðuna og næstu skref.
8.Safnahús - fundargerð 147. fundar
1411031
Lögð fram fundargerð starfsmannafundar Safnahúss, sem haldinn var 4. nóvember 2014.
Lögð fram fundargerð 147. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 4. nóvember s.l.
9.Fundargerð 821.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
1411024
Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.október.
Lögð fram fundargerð 821. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 31. október s.l.
10.Verkfall tónlistarskólakennara - ályktun
1411042
Lögð fram ályktun kennara við Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Lögð fram ályktun kennara við Tónlistarskóla Borgarfjarðar um áhersluatriði í tengslum við kjaraviðræður sem nú standa yfir milli tónlistarkennara og vinnuveitenda þeirra.
Byggðarráð ítrekar hvatningu til samningsaðila að leysa deiluna sem fyrst.
Byggðarráð ítrekar hvatningu til samningsaðila að leysa deiluna sem fyrst.
11.Skilmálabreytingar skuldabréfa
1411043
Rætt um skilmálabreytingar á skuldabréfum
Að undanförnu hafa staðið yfir athuganir á hvort hægt sé að lækka vexti lánum Borgarbyggðar vegna fasteignarinnar að Borgarbraut 54.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að leita eftir frekari lækkun á vöxtum lánanna og undirrita nauðsynleg gögn til að ljúka málinu.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að leita eftir frekari lækkun á vöxtum lánanna og undirrita nauðsynleg gögn til að ljúka málinu.
12.Viðtalstími sveitarstjórnar
1411023
Rætt um minnisblað frá viðtalstíma sveitarstjórnar 4. nóvember s.l.
a) Nafn á götu sem liggur milli Bjarnarbrautar og Borgarbrautar.
b) Umsjón íbúa með opnum svæðum.
c) Matarsmiðjan
d) Búnaður og umgengni í íþróttahúsi.
e) Lýsing á gögnustígum.
f) Lýsing fyrir utan Þinghamar og endurbætur á tjaldsvæðinu á Varmalandi. Eyðing illgresis á Varmalandi.
g) Fjallskilamál
a) Nafn á götu sem liggur milli Bjarnarbrautar og Borgarbrautar.
b) Umsjón íbúa með opnum svæðum.
c) Matarsmiðjan
d) Búnaður og umgengni í íþróttahúsi.
e) Lýsing á gögnustígum.
f) Lýsing fyrir utan Þinghamar og endurbætur á tjaldsvæðinu á Varmalandi. Eyðing illgresis á Varmalandi.
g) Fjallskilamál
Rætt um minnisblað frá viðtalstíma sveitarstjórnar 4. nóvember s.l.
a) Nafn á götu sem liggur milli Bjarnarbrautar og Borgarbrautar.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
b) Umsjón íbúa með opnum svæðum.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
c) Matarsmiðjan
Samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Matarsmiðjunnar.
d) Búnaður og umgengni í íþróttahúsum.
Samþykkt að vísa erindinu til forstöðumanns íþróttamannvirkja.
e) Lýsing á göngustígum.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar
f) Lýsing fyrir utan Þinghamar og endurbætur á tjaldsvæðinu á Varmalandi. Eyðing illgresis á Varmalandi.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
g) Fjallskilamál
Samþykkt að vísa erindinu til fjallskilanefndar.
a) Nafn á götu sem liggur milli Bjarnarbrautar og Borgarbrautar.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
b) Umsjón íbúa með opnum svæðum.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
c) Matarsmiðjan
Samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Matarsmiðjunnar.
d) Búnaður og umgengni í íþróttahúsum.
Samþykkt að vísa erindinu til forstöðumanns íþróttamannvirkja.
e) Lýsing á göngustígum.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar
f) Lýsing fyrir utan Þinghamar og endurbætur á tjaldsvæðinu á Varmalandi. Eyðing illgresis á Varmalandi.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
g) Fjallskilamál
Samþykkt að vísa erindinu til fjallskilanefndar.
Fundi slitið - kl. 10:00.