Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

327. fundur 04. desember 2014 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Bréf tónlistarkennara

1412011

Lagt fram bréf kennara við Tónlistarskóla Borgarfjarðar varðandi sumarorlof
Lagt fram bréf kennara við Tónlistarskóla Borgarfjarðar dags. 26.11.2014 þar sem farið er fram á að verkfall sem nýlokið er skerði ekki sumarorlof kennaranna.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

2.Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða.

1406016

Rætt um samning við Umhverfisstofnun um refaveiðar 2014-2016.
Rætt um samning við Umhverfisstofnun um refaveiðar 2014-2016.
Haldinn hefur verið fundur með ráðnum veiðimönnum í sveitarfélaginu og þeim kynntur samningurinn.
Byggðarráð leggur áherslu á að vel verði fylgst með framgangi samningsins.

3.Króksland í Norðurárdal

1407013

Bréf lögmanns Gunnars Jónssonar á Króki varðandi girðingu.
Á fundinn mættu Gunnar Jónsson bóndi á Króki og Bjarni S. Ásgeirsson lögfræðingur til viðræðna um girðingu um land Króks.
Ingi Tryggvason lögfræðingur Borgarbyggðar sat fundinn meðan að þessi liður var ræddur.

Samþykkt að óska eftir að formaður Upprekstarfélags Þverárréttar komi á næsta fundi byggðarráðs til að ræða þetta mál.

4.Samningur um vaktþjónustu v. Borgarbraut 65a og Ánahlíð

1403055

Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra um vaktþjónustu
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra um vaktþjónustu vegna íbúa að Borgarbraut 65a og við Ánahlíð.
Samþykkt að segja upp samningi við Brákarhlíð um vaktþjónustuna og kaupa öryggishnappa.
Samþykkti að fela búsetuþjónustu sveitarfélagsins að sjá um þjónustuna frá næstu áramótum.

Bjarki vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

5.Snorraverkefnið sumarið 2015

1412005

Beiðni Snorrasjóðs um stuðning við Snorraverkefnið 2015.
Lagt fram bréf stjórnar Snorrasjóðs dags. 17. nóvember 2014 þar sem farið er fram á stuðning Borgarbyggðar við Snorraverkefnið á árinu 2015 en það lýtur að því að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi.
Byggðarráð sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu að þessu sinni.

6.Vatnsveita Bæjarsveitar

1406033

Beiðni Vatnsveitu Bæjarsveitar um framlag
Lagður fram tölvupóstur fyrirhugaðs félags um Vatnsveitu Bæjarsveitar þar sem farið er fram á að Borgarbyggð greiði leigugjald fyrir vatnstöku á árinu 2015.
Samþykkt að Borgarbyggð innheimti vatnsgjöld vegna ársins 2014 og greiði gjald til landeigenda vegna vatnstöku á árinu 2015.

7.Tekjumörk vegna afsláttar

1411080

Lögð fram tillaga að tekjumörkum vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti
Lögð fram tillaga um tekjumörk vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti á árinu 2015. Lagt er til að tekjumörkin hækki um 3,6% frá árinu 2014 sem er í takt við hækkun ellilífeyris.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.

8.Fjárhagsáætlun 2015

1410142

Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2015
Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2015.
Farið yfir þær beiðnir um fjárframlög sem vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Rætt um breytingar á framkvæmdaáætlun.

Samþykkt að halda næsta fund byggðarráðs föstudaginn 12. desember n.k.

9.Safnahús - fundargerð 149. fundar

1412010

Fundargerð 149. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar.
Lögð fram fundargerð 149. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 02. desember 2014.

10.Áfangaskýrsla byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi

1412004

Lögð fram áfangaskýrsla bygginganefndar Grunnskólans í Borgarnesi
Lögð fram áfangaskýrsla bygginganefndar viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi.

11.Fundargerð 822.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

1411111

Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. nóvember
Lögð fram fundargerð 822. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 21. nóvember s.l.

Bjarki vék af fundi áður en fundargerðin var lesin upp.
Samþykkt að fresta næsta fundi sveitarstjórnar til 15. desember n.k. en þá verður fjárhagsáætlun tekin til síðari umræðu.

Fundi slitið - kl. 12:00.