Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

330. fundur 15. janúar 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Lundur 3 - umsókn um stofnun lóðar

1501043

Umsókn um stofnun nýrrar lóðar í landi Lundar 3 179729
Lögð fram umsókn um stofnun 1,94 ha lóðar úr landi Lundar 3 í Lundarreykjadal.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.

2.Nýi-Bær - stofnun lóða

1501042

Lögð fram umsókn um stofnun þriggja lóða úr landi Nýja-bæjar
Lögð fram umsókn um stofnun þriggja lóða úr landi Nýja-bæjar. Lóðirnar eru 1.840 ferm íbúðarhúsalóð, 327 ferm íbúðarhúsalóð og 4.465 ferm lóð fyrir gripahús.
Samþykkt að lóðirnar verði stofnaðar.

3.Stofnun lóðar að Tröðum

1412073

Beiðni um stofnun lóðar að Tröðum.
Lögð fram umsókn um stofnun 2.010 ferm lóðar úr landi Traða.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.

4.Ársskýrsla Landbúnaðarsafns Íslands 2014

1501047

Lögð fram ársskýrsla Landbúnaðarsafns Íslands 2014
Lögð fram ársskýrsla Landbúnaðarsafns Íslands fyrir árið 2014.

5.Málefni Brákarhlíðar

1412066

Rætt um málefni tengdum Brákarhlíð. Framkvæmdastjóri Brákarhlíðar ræðir málefni tengd samskiptum Brárhlíðar og sveitarfélagsins og möguleika í húsnæðismálum í næsta nágrenni Brákarhlíðar.
Á fundinn mættu Magnús B. Jónsson og Jón G. Guðbjörnsson úr stjórn Brákarhlíðar og Björn Bjarki Þorsteinsson forstöðumaður heimilisins til viðræðna um málefni Brákarhlíðar.
Rætt var um framlag sveitarfélagsins til Brákarhlíðar, eignarhald á húsnæði hjúkrunarheimilisins og möguleika í húsnæðismálum í næsta nágrenni Brákarhlíðar.

6.Afgreiðslutími skrifstofu

1501050

Rætt um breytingar á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar:
Tillaga:
Byggðarráð samþykkir að breyta afgreiðslu- og símatíma ráðhúss Borgarbyggðar þannig að hann verði frá kl. 9,30 - 12,00 og 12,30 - 15,00 alla virka daga.
Samþykkt var svohljóðandi tillaga um breytingu á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar:
Byggðarráð samþykkir að breyta afgreiðslu- og símatíma ráðhúss Borgarbyggðar þannig að hann verði frá kl. 9,30 - 12,00 og 12,30 - 15,00 alla virka daga.
Samþykkt að breytingin taki gildi frá og með 01. febrúar 2015.

7.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2015

1412062

Beiðni Stígamóta um fjárframlag á árinu 2015
Lögð fram beiðni Stígamóta um fjárframlag á árinu 2015.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000,-

8.Hjörsey - umsókn um styrk til vegabóta

1412068

Umsókn um styrk til vegabóta að Hjörsey
Lögð fram beiðni eigenda jarðanna Hjörseyjar I og Hjörseyjar II um styrk til að bæta og lagfæra vegslóða sem liggur á milli Selalækjar í austri að Keldu, hafsbotns milli Seljalands og Hörseyjarlands í vestri.
Samþykkt að vísa beiðninni til umhverfis- og skipulagssviðs og hvort verkefnið falli undir þá vegi sem veittur er styrkur úr styrkvegasjóði.

9.Landsskipulagsstefna og skipulagsgerð sveitarfélaga

1501051

Fundarboð á kynningu á tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026
Lagt fram fundarboð á kynningarfund um Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 sem haldinn verður í Borgarnesi 19. janúar n.k.

10.Ósk um umsögn vegna skógræktar á 78 ha svæði í landi Stapasels

1501023

Lagður fram skógræktarsamningur við Stapasel.
Er einnig á dagskrá u-s-l nefndarinnar 14.01."15.
Lagt fram bréf Vesturlandsskóga dags. 07.01."15 varðandi skógræktarsamning um skógrækt í Stapaseli.
Erindið hefur verið tekið fyrir í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd og þar var samþykkt framlögð ræktunaráætlun og heimilaði nefndin fyrir sitt leyti nytjaskógrækt í Stapaseli skv. framlögðum gögnum.
Byggðarráð samþykkti afgreiðslu nefndarinnar sem gerð var á fundi hennar 14. janúar 2015.

11.Breytingar á stjórnsýslu og störfum í ráðhúsi

1501012

Bréf starfsmanna ráðhúss í Reykholti um breytingar á störfum og stjórnsýslu.
Bréf starfsmanna ráðhúss í Reykholti um breytingar á störfum og stjórnsýslu lagt fram. Rætt um þær hugmyndir sem þar eru lagðar til. Byggðaráð áréttar fyrri ákvörðun um samþættingu starfa við störf í ráðhúsi í tengslum við tillögur um hagræðingu.

12.Skipulagsbreytingar í starfsemi ráðhúss

1501052

Lagt fram bréf starfsmanna í ráðhúsi
Kynnt erindi starfsmanna í ráðhúsi þar sem óskað er eftir því að skýrsla ráðgjafa verði gerð opinber og að upplýst verði um sparnað og hvernig honum verði náð fram.
Sveitarstjóri lagði fram greinargerð um tillögur R3 ráðgjafar sem sveitarstjórn samþykkti í lok síðasta árs. Fram kemur að kostnaður vegna yfirvinnu alls í ráðhúsi hafi verið um 27 milljónir á ársgrunni. Helming af yfirvinnu starfsmanna hefur verið sagt upp. Áætlaður sparnaður á ársgrunni 13,5 milljónir. Sparnaður vegna sameiningar og endurskipulagningar starfa er áætlaður 10,6 milljónir. Heildarsparnaður þegar breytingar eru allar komnar til framkvæmda er áætlaður rúmar 24 millj. á árinu 2016. Hagræðingarvinna er nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Byggðaráð hefur skilning á að breytingar sem þessar eru krefjandi fyrir starfsfólk og væntir áfram góðs samstarfs um þjónustu og rekstur sveitarfélagsins.

Eiríkur vék af fundi meðan liðir 11 og 12 voru ræddir.

13.Sala á íbúð

1501053

Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að selja félagslega íbúð að Árbergi 4 á Kleppjárnsreykjum.
Lögð fram beiðni sveitarstjóra um heimild til að selja félagslega íbúð að Árbergi 4 á Kleppjárnsreykjum.

Byggðarráð samþykkti að íbúðin verði seld.

14.Umsókn um lóð

1501054

Lögð fram umsókn um lóðirnar að Borgarbraut 57 og 59
Lögð fram umsókn Jóhannesar Stefánssonar og Snorra Hjaltasonar f.h. óstofnaðs félags um lóðirnar að Borgarbraut 57 og 59 í Borgarnesi.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við umsækjendur um nánari útfærslu.

15.Samningur um sölu Vatnsveitu Bæjarsveitar

1501045

Lagður fram samningur um sölu Vatnsveitu Bæjarsveitar til óstofnaðs félags um rekstur veitunnar.
Lagður fram samningur milli Borgarbyggðar og félags um vatnsveitu Bæjarsveitar um kaup félagsins á vatnsveitunni í Bæjarsveit og rekstur hennar.

Byggðarráð samþykkti samninginn.

16.Starfsemi slökkviliðs 2014

1501041

Skýrsla slökkviliðsstjóra um starfið 2014
Lögð fram skýrsla Bjarna Kr. Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra um starfsemi slökkviliðs Borgarbyggðar á árinu 2014.
Byggðarráð þakkar fyrir skýrsluna.

17.Stefnumótun í þjónustu við einstaklinga með fötlun

1501048

Lögð fram skýrsla vinnuhóps um stefnumótun í þjónustu við einstaklinga með fötlun í Borgarbyggð
Lögð fram skýrsla vinnuhóps um stefnumótun í þjónustu við einstaklinga með fötlun í Borgarbyggð.
Byggðarráð þakkar fyrir skýrsluna og vísar henni til velferðarnefndar.
Einnig var óskað eftir að skýrslan verði kynnt á næsta fundi byggðarráðs.

18.Stöðuskýrsla Plansins

1412064

Lögð fram stöðuskýrsla um plan Orkuveitu Reykjavíkur í lok 3. ársfjórðungs 2014
Lögð fram stöðuskýrsla um plan Orkuveitu Reykjavíkur í lok 3. ársfjórðungs 2014.

19.Safnahús - fundargerð 150.fundar

1501020

Fundargerð 150.fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar frá 6.janúar 2015.
Lögð fram fundargerð 150. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar frá 6. janúar 2015.

20.Ritun sögu Borgarness - fundargerð

1406027

Lögð fram 10.fundargerð ritnefndar sögu Borgarness frá 29.desember 2014
Lögð fram fundargerð 10. fundar ritnefndar sögu Borgarness sem haldinn var 29. desember s.l.

21.210.fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

1412058

Lögð fram fundargerð stjórnar OR nr. 210 frá 24.nóv.
Lögð fram fundargerð 210. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 24. nóvember s.l.

Fundi slitið - kl. 10:00.