Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

334. fundur 19. febrúar 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Ásthildur Magnúsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn vegna túns í landi Kárastaða

1405085

Bréf UMSB þar sem ítrekuð er umsókn um svæði í landi Kárastaða fyrir tjaldsvæði.
Lagt fram bréf frá UMSB sem tekið var fyrir í 309. fundi byggðarráðs. UMSB í samstarfi við Skátafélag Borgarness og Skógræktarfélag Borgarfjarðar hafa óskað eftir að fá í sína umsjá svæði í landi Kárastaða sem nýtt var sem tjaldstæði á Unglingalandsmóti 2010. Félögin stefna að uppbyggingu varanlegs útivistarsvæðis með leiktækjum og tjaldsvæði, auk þess sem svæðið myndi nýtast sem tjaldsvæði fyrir unglingalandsmót 2016.
Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingafulltrúi kom á fundinn og kynnti skipulagsferil ef farið yrði í ofangreindar framkvæmdir.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar um erindið.

2.Umsókn um lóð

1501054

Fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags óska Jóhannes Stefánsson og Snorri Hjaltason eftir að fá úthlutað lóðunum Borgarbraut 57 og 59.
Lögð fram umsókn Jóhannesar Stefánssonar og Snorra Hjaltasonar um lóðirnar Borgarbraut 57 og 59. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðunum til Jóhannesar og Snorra.

Ásthildur Magnúsdóttir fundarritari vék af fundi á meðan þessi liður var afgreiddur vegna tengsla við aðila málsins.

3.Bréf v. félagsheimili Lyngbrekku

1502033

Bréf umf. Egils Skallagímssonar varðandi leigu á Lyngbrekku.
Lagt fram bréf Sigurðar Arilíussonar f.h. UMF Egils Skallagrímssonar, dags. 1. febrúar 2015 þar sem fram kemur að aðalfundur félagsins hafi vísað framlögðum húsaleigusamningi um Lyngbrekku milli eigenda hússins og Leikdeildar UMF Skallagríms til húsnefndar Lyngbrekku til endurskoðunar og breytinga. Fundurinn benti á að tryggja verði að samkomur heimamanna verði haldnar í húsinu með sama hætti og verið hefur.
Sveitarstjóri greindi frá fundi með fulltrúum húsnefndar Lyngbrekku, UMF Egils Skallagrímssonar, UMF Björns Hítdælakappa og úr Leikdeild Skallagríms, þar sem farið var yfir drög að samningi milli aðila.

4.Bréf v. Lyngbrekku - ósk um viðræður

1502034

Bréf Kvenfélags Álftaneshrepps þar sem óskað er viðræðna vegna breytinga á rekstrarfyrirkomulagi Lyngbrekku.
Lagt fram bréf Svanhildar Bjarkar Svansdóttur f.h. kvenfélags Álftaneshrepps, dags. 2. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir viðræðum um varðveislu og notkun hluta í eigu kvenfélagsins sem eru geymdir í Lyngbrekku.
Sveitarstjóri kynnti að fyrirhugað væri að vinna sameiginlega að lista yfir allan búnað í húsinu ásamt eignarhaldi.

5.Útilistaverk í Brákarey - skýrsla um verkefnaáætlun

1502078

Formaður byggðarráðs greindi frá kynningarfundi þar sem Sverrir Björnsson og Áslaug Harðardóttir kynntu hugmyndir um útilistaverk í Brákarey. Byggðarráð þakkar kynninguna en sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.

6.Beiðni um uppsetningu ljósastaura við Lækjarbrekku

1502059

Lagt fram bréf Laufeyjar Gísladóttur og Sigurkarls Gústafssonar þar sem farið er fram á að settir verði upp ljósastaurar við íbúðarhúsin Lækjarbrekku 1 og 3.
Samkvæmt viðmiðunarreglum um lýsingu við íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis í Borgarbyggð er hámarksfjöldi einn staur við íbúðarhús með fastri búsetu þar sem ekki er lögbýli.
Byggðarráð tekur vel í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.

7.Leiga á eldhúsi - fyrirspurn

1502080

Lagður fram tölvupóstur frá Stefaníu Nindel þar sem spurst er fyrir um möguleika á því að leigja eldhús í eigu Borgarbyggðar á Hvanneyri sumarið 2015 í tengslum við rekstur kaffihúss á Hvanneyri. Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga í samráði við umsjónarmann eignasjóðs. Móta þarf stefnu og vinna verklagsreglur og gjaldskrá fyrir útleigu á húsnæði í eigu sveitarfélagsins áður en til úthlutunar kemur.

8.Samningur um sölu Vatnsveitu Bæjarsveitar

1501045

Lagður fram samningur Borgarbyggðar og óstofnaðs félags um Vatnsveitu Bæjarsveitar um kaup og rekstur þess síðarnefnda á vatnsveitunni í Bæjarsveit. Sveitarstjórn vísaði samningnum aftur til byggðarráðs vegna formgalla. Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála. Óskað hefur verið eftir lögfræðiáliti frá Inga Tryggvasyni hrl. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

9.Stofnkostnaður girðinga

1410104

Lagður fram tölvupóstur frá Inga Tryggvasyni hrl., dags. 30. janúar 2015, með svari við beiðni Borgarbyggðar um skoðun á því hver eigi að greiða stofnkostnað við svokallaða Gilsbakkagirðingu.

Skv. 6. gr. girðingalaga nr. 135/2001 eiga eigendur eða notendur afréttar að greiða 4/5 hluta stofnkostnaðar við afréttargirðingu ef meirihluti landeigenda sem eiga lönd er liggja að afrétti vilja girða milli heimalanda og afréttar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera tillögu að verklagsreglum þar sem skýrt komi fram að kynna þurfi eigendum afrétta og notendum fyrirfram áform um að reisa girðingar og áætlaðan kostnað.

Byggðarráð felur stjórnsýslufulltrúa að taka saman minnisblað um það hvernig staðið var að undirbúningi þess að reisa svokallaða Gilsbakkagirðingu.

Kolfinna Jóhannesdóttir vék af fundi á meðan þessi liður var ræddur vegna tengsla við aðila máls.

10.Uppgreidd skuldabréf f. 5.11.1999

1502022

Lögð fram þrjú uppgreidd skuldabréf sem tekin voru í Kaupþingi hf. 5. nóvember 1999.

11.Tilkynning um niðurfellingu yfirdráttar

1502072

Lögð fram tilkynning frá Arionbanka um niðurfellingu yfirdráttarheimildar reiknings í eigu Borgarbyggðar að fjárhæð 170.000.000 kr. Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að framlengja yfirdráttarheimildina tímabundið.

12.Styrkbeiðni

1502082

Lagt fram bréf Guðmundar Þ. Brynjúlfssonar f.h. undirbúningsnefndar Rótarýdags sem Rótarýklúbbur Borgarness undirbýr og haldinn verður í Hjálmakletti laugardaginn 28. febrúar nk. Rótarýklúbburinn óskar eftir styrk sem svarar til húsaleigu í Hjálmakletti. Byggðarráð samþykkir beiðnina.

13.Nordjobb sumarstörf á Íslandi

1502074

Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra NORDJOBB á Íslandi þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð taki þátt í verkefninu "Nordjobbara til starfa sumarið 2015". Borgarbyggð sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu að þessu sinni.

14.Beiðni um stuðning frá Yrkjusjóði

1502048

Lagt fram erindi frá Yrkjusjóði þar sem beðið er um stuðning að lágmarki 150.000 kr.. Byggðarráð sér sér ekki fært að veita umbeðinn styrk.

15.Búfjárræktarferð búfræðinema - styrkbeiðni

1502040

Lagður fram tölvupóstur frá Berglindi Ýri Ingvarsdóttur nemanda í Bændadeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, dags. 4. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir styrk vegna búfjárræktarferðar nemenda. Byggðarráð sér sér ekki fært að veita umbeðinn styrk.

16.Nýsköpunarkeppni grunnskólanema - ósk um stuðning.

1502062

Lagt fram bréf frá framkvæmdarstjóra NKG (Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda) þar sem óskað er eftir framlagi í formi hvatningar og styrks. Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið að þessu sinni.

17.Til umsagnar - 237. mál frá nefndasviði Alþingis

1502042

Velferðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur. Lagt fram.

18.Frá nefndasviði Alþingis: 416. mál til umsagnar

1502050

Velferðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar). Lagt fram.

19.Frá nefndasviði Alþingis: 427. mál til umsagnar

1502053

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög). Lagt fram.

20.Frá nefndasviði Alþingis: 454. mál til umsagnar

1502052

Velferðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta). Lagt fram.

21.455. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1502051

Atvinnuveganefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög). Lagt fram.

22.Frá nefndasviði Alþingis: 511. mál til umsagnar

1502055

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur). Lagt fram.

23.Fagráðstefna skógræktar og þemadagur NordGen forest 11.-12. mars 2015 í Borgarnesi

1502075

Lagt fram boð frá framkvæmdarstjóra Vesturlandsskóga um að taka þátt í Fagráðstefnu skógræktar 2015 sem haldin verður á Hótel Borgarnesi dagana 11.-12. mars nk. Sveitarstjóri mun sitja ráðstefnuna.

24.Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar

1502030

Lagðar fram leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið. Samkvæmt 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 ber sveitarstjórnum að setja sér siðareglur sem ná til allra kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar. Samkvæmt lögunum skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi siðareglur sveitarfélagsins og tilkynna ráðuneyti um niðurstöðu sína.
Sveitarstjórn hefur staðfest gildandi siðareglur. Byggðarráð leggur til að siðareglur verði teknar til umræðu á vinnufundi sveitarstjórnar.

25.Ársreikningur Hafnasambands Íslands

1502028

Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2014 lagður fram.
Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2014.

26.Kerfisbundin endurskoðun starfsmats

1502065

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2015, þar sem sagt er frá kerfisbundinni endurskoðun starfsmats og óskað eftir því að sveitarfélagið skipi fulltrúa eða tengilið sem hafi það hlutverk að taka á móti og veita upplýsingar varðandi starfsmat.
Byggðarráð tilnefnir Ásthildi Magnúsdóttur stjórnsýslufulltrúa sem tengilið sveitarfélagsins.

27.Breyting á reglugerð 1042/2013, um lánveitingar Íbúðalánasjóðs

1502064

Lögð fram til kynningar reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1042/2013, um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum, með síðari breytingum.

28.Fundargerð 824. fundar stjórnar sambandsins

1502038

Fundargerð 824. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 30.01."15.
Lögð fram til kynningar fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélga sem haldinn var 30. janúar sl.

Fundi slitið - kl. 10:00.