Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Leikskólinn Hnoðraból - húsnæðismál
1410045
Finna þarf skammtímalausn vegna biðlista sem er að myndast vegna skólaársins 2015-2016.
Einnig á eftir að taka formlega afstöðu til skýrslu vinnuhóps um húsnæðismál leikskólans.
Einnig á eftir að taka formlega afstöðu til skýrslu vinnuhóps um húsnæðismál leikskólans.
2.Umsókn um landsvæði
1502085
Lögð fram umsókn nýstofnaðs Mótorkrossfélags um landsvæði ásamt beiðni um viðræður við umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Lögð fram umsókn nýstofnaðs mótorkrossfélags um landsvæði ásamt beiðni um viðræður við umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Jafnframt lögð fram umsögn UMSB um umsóknina þar sem eindregið er mælt með því að Borgarbyggð taki jákvætt í erindið og að fundið verði svæði fyrir félagið sem allra fyrst.
Samþykkt að vísa umsókn Mótorkrossfélagsins ásamt beiðni um viðræður til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar. Byggðarráð óskar eftir afstöðu nefndarinnar til umsóknarinnar.
Jafnframt lögð fram umsögn UMSB um umsóknina þar sem eindregið er mælt með því að Borgarbyggð taki jákvætt í erindið og að fundið verði svæði fyrir félagið sem allra fyrst.
Samþykkt að vísa umsókn Mótorkrossfélagsins ásamt beiðni um viðræður til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar. Byggðarráð óskar eftir afstöðu nefndarinnar til umsóknarinnar.
3.Reglur um útleigu húsnæðis í Brákarey
1410159
Drög að reglum um útleigu húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey lögð fram til samþykktar.
Lögð fram drög að reglum um útleigu húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey. Reglurnar eru settar til ákvarða forgangsröðun um notkun húsnæðisins.
Byggðarráð samþykkir reglurnar. Reglurnar verða kynntar á heimasíðu Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir reglurnar. Reglurnar verða kynntar á heimasíðu Borgarbyggðar.
4.Lyngbrekka - húsaleigusamningur
1502114
Samningur um útleigu Lyngbrekku til Leikdeildar Skallagríms.
Lagður fram húsaleigusamningur um útleigu Félagsheimilisins Lyngbrekku til Leikdeildar UMF Skallagríms. Samningurinn er til tveggja ára og tekur gildi 1. mars nk. Árlegt leigugjald er kr. 300.000,-. Leigutaki sér um allan rekstur hins leigða og ber af honum kostnað, þ.m.t. vegna rafmagns, hita og þrifa á húsnæðinu.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
Lagður fram samningur Borgarbyggðar og Leikdeildar UMF Skallagríms um rekstur félagsheimilisins Lyngbrekku þar sem leikdeildin skuldbindur sig til að sú starfsemi sem hefð er fyrir í húsinu verði þar áfram og það áfram nýtt undir þá starfsemi sem alla jafna fer fram í félagsheimilum í sveitarfélaginu. Greiðsla samkvæmt samningi er kr. 300.000,- á ári.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
Lagður fram samningur Borgarbyggðar og Leikdeildar UMF Skallagríms um rekstur félagsheimilisins Lyngbrekku þar sem leikdeildin skuldbindur sig til að sú starfsemi sem hefð er fyrir í húsinu verði þar áfram og það áfram nýtt undir þá starfsemi sem alla jafna fer fram í félagsheimilum í sveitarfélaginu. Greiðsla samkvæmt samningi er kr. 300.000,- á ári.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
5.Fálkaklettur 8 - síendurtekin flóð
1502109
Framlagt bréf fr.a Guðjóni Backman varðandi síendurtekin flóð í húsi hans, Fálkakletti 8.
Lagt fram bréf frá Guðjóni Bachman þar sem greint er frá skemmdum vegna síendurtekinna flóða í kjallara hússins að Fálkakletti 8.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs kom á fundinn og tók þátt í umræðum um málið.
Samþykkt að óska eftir því að fá fulltrúa frá Orkuveitu Reykjavíkur á fund byggðarráðs til að ræða viðbrögð fyrirtækisins við þessu tiltekna vandamáli sem og fyrirhugaðar framkvæmdir í fráveitumálum í Borgarbyggð og breytingar sem gerðar voru við hitaveitu við sundlaugina í Borgarnesi.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs kom á fundinn og tók þátt í umræðum um málið.
Samþykkt að óska eftir því að fá fulltrúa frá Orkuveitu Reykjavíkur á fund byggðarráðs til að ræða viðbrögð fyrirtækisins við þessu tiltekna vandamáli sem og fyrirhugaðar framkvæmdir í fráveitumálum í Borgarbyggð og breytingar sem gerðar voru við hitaveitu við sundlaugina í Borgarnesi.
6.Ályktun stjórnar UMSB vegna æskulýðs og tómstundamála í Borgarbyggð
1502094
Lögð fram ályktun stjórnar UMSB vegna æskulýðs- og tómstundamála í Borgarbyggð. Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að kynna vel hvernig staðið er að æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með samstarf við UMSB vegna nýstofnaðs íþrótta- og tómstundaskóla og uppbyggingu á starfsemi félagsmiðstöðva sveitarfélagsins.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með samstarf við UMSB vegna nýstofnaðs íþrótta- og tómstundaskóla og uppbyggingu á starfsemi félagsmiðstöðva sveitarfélagsins.
7.Fornbílafjelag Borgarfjarðar
1502106
Lagt fram minnisblað um fjárréttina í Brákarey og kosti/galla þess að selja hana.
Lagt fram erindi frá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á fjárréttinni og gúanóhúsinu í Brákarey og fjárstuðningi til nauðsynlegra endurbóta á húsnæðinu.
Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna Borgarbyggðar kom á fundinn og kynnti minnisblað um fjárréttina í Brákarey og tók þátt í umræðum um málið.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við óskum um sölu á húsnæðinu.
Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna Borgarbyggðar kom á fundinn og kynnti minnisblað um fjárréttina í Brákarey og tók þátt í umræðum um málið.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við óskum um sölu á húsnæðinu.
8.Háskólinn á Bifröst, samtök íbúa og Borgarbyggð - samkomulag.
1502102
Sveitarstjóri kynnir samkomulagið.
Sveitarstjóri kynnti samkomulag Borgarbyggðar, Háskólans á Bifröst og samtaka íbúa á Bifröst. Í samkomulaginu er kveðið á um aukið samráð og samstarf um þjónustu og viðhald gatna og önnur framkvæmdamál á Bifröst. Lögð er áhersla á að lokið verði við að tengja hitalagnir við sparkvöll á svæðinu og að Borgarbyggð komi að endurbótum á leikvelli við Vallarkot.
Samþykkt að vísa frágangi við sparkvöll og endurbótum á leiktækjum til fjárhagsáætlunar næsta árs.
Samþykkt að vísa frágangi við sparkvöll og endurbótum á leiktækjum til fjárhagsáætlunar næsta árs.
9.The Leader in Me
1305039
Ásthildur Magnúsdóttur fræðslustjóri kynnir verkefnið The Leader in Me
Stjórnsýslufulltrúi kynnti verkefnið Leiðtoginn í Mér. Allir starfsmenn leikskólanna Andabæjar, Hnoðrabóls, Klettaborgar og Uglukletts og Grunnskóla Borgarfjarðar auk starfsmanna í sérfræðiþjónustu skóla og fulltrúa í fræðslunefnd hafa setið undirbúningsnámskeið. Starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi situr námskeið í febrúar og mars.
Aldís Arna Tryggvadóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og fjármálasviðs kom á fundinn og tók þátt í umræðum um verkefnið.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og þakkar Ásthildi Magnúsdóttur fráfarandi fræðslustjóra fyrir árangursríka vinnu við að innleiða verkefnið í skóla sveitarfélagsins.
Aldís Arna Tryggvadóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og fjármálasviðs kom á fundinn og tók þátt í umræðum um verkefnið.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og þakkar Ásthildi Magnúsdóttur fráfarandi fræðslustjóra fyrir árangursríka vinnu við að innleiða verkefnið í skóla sveitarfélagsins.
10.Styrktarsjóður EBÍ 2015
1502084
Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands vegna styrktarsjóðs EBÍ 2015. Tilgangur sjóðsins er að styrkja sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum. Umsóknarfrestur rennur út í lok apríl.
Sviðsstjórar eru hvattir til að athuga möguleika á að senda inn umsókn fyrir hönd Borgarbyggðar.
Sviðsstjórar eru hvattir til að athuga möguleika á að senda inn umsókn fyrir hönd Borgarbyggðar.
11.Fundur bæjar- og sveitarstjóra á Vesturlandi
1502057
Sveitarstjóri segir frá fundi bæjar- og sveitarstjóra á Vesturlandi.
Sveitarstjóri greindi frá sameiginlegum fundi bæjar- og sveitarstjóra á Vesturlandi sem haldinn var 18. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var rætt um ýmis sameiginleg verkefni sveitarfélaga á Vesturlandi, meðal annars sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019, styrkveitingar menningarráðs og vaxtarsamnings, markaðsmál, málefni fatlaðra, tómar eignir Íbúðalánasjóðs og fleira.
12.Beiðni um rökstuðning v. ráðningar í starf
1502083
Lagt fram bréf umsækjanda um stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs þar sem óskað er eftir rökstuðningi fyrir ráðningu í starfið.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
13.Styrkbeiðni
1502082
Lagður fram tölvupóstur frá forseta Rótarýklúbbsins þar sem þakkað er fyrir veittan styrk.
Lagður fram tölvupóstur frá forseta Rótarýklúbbs Borgarness þar sem þakkað er fyrir veittan styrk.
14.339. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis
1502097
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna).
Lagt fram.
Lagt fram.
15.Til umsagnar 503. mál frá nefndasviði Alþingis
1502096
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur).
Lagt fram.
Lagt fram.
16.Til umsagnar 504. mál frá nefndasviði Alþingis
1502095
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur).
Lagt fram.
Lagt fram.
17.Fundargerð 825. stjórnarfundar
1502098
Fundargerð 825. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
18.Vinnuhópur um stefnumótun í málefnum nýbúa
1502093
Lögð fram fundargerð vinnuhóps um stefnumótun í málefnum nýbúa. Verkefni hópsins er meðal annars að gera tillögu að stefnu sveitarfélagsins í málefnum nýbúa.
Samþykkt að vinnuhópurinn haldi allt að 6 fundi. Kostnaður vegna verkefnisins verði færður á lið 02-010 Velferðarnefnd. Liðurinn 02-810 Ýmsir styrkir til félagsmála verður lækkaður um sömu upphæð.
Samþykkt að vinnuhópurinn haldi allt að 6 fundi. Kostnaður vegna verkefnisins verði færður á lið 02-010 Velferðarnefnd. Liðurinn 02-810 Ýmsir styrkir til félagsmála verður lækkaður um sömu upphæð.
19.152. fundur í Safnahúsi
1502107
Fundargerð 152. fundar Safnahúss Borgarfjarðar lögð fram.
Fundargerð 152. fundar í Safnahúsi lögð fram til kynningar.
20.Safnahús - fundargerð 153. fundar
1502113
Fundargerð 153. fundar í Safnahúsi lögð fram til kynningar.
21.Ritnefnd Borgarbyggðar - 11. fundur fundargerð
1502104
11. fundargerð Ritnefndar um sögu Borgarness lögð fram.
Lögð fram fundargerð 11. fundar í Ritnefnd um sögu Borgarness.
22.12. fundur ritnefndar um sögu Borgarness
1502123
Fundargerð 12. fundar ritnefndar um sögu Borgarness lögð fram.
Lögð fram fundargerð 12. fundar í Ritnefnd um sögu Borgarness. Ritnefndin leggur til að Heiðar Lind Hansson verði ráðinn ritstjóri.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Heiðar Lind.
Guðveig Eyglóardóttir vék af fundi á meðan þessi liður var afgreiddur vegna tengsla við aðila málsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Heiðar Lind.
Guðveig Eyglóardóttir vék af fundi á meðan þessi liður var afgreiddur vegna tengsla við aðila málsins.
23.211.fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
1502092
Lögð fram 211. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15.desember 2014.
Fundargerði 211. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram til kynningar.
24.Fundargerð 212. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
1502108
Fundargerði 212. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram til kynningar.
25.Fundur nr. 129 - stjórn Faxaflóahafna
1502110
Fundargerð 129. fundar stjórnar Faxaflóahafna lögð fram.
Fundargerð 129. fundar stjórnar Faxaflóahafna lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Byggðaráð leggur til að framtíðarstaðsetning leikskólans Hnoðrabóls verði á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt að ræða málið aftur á næsta fundi byggðarráðs.
Leitað verði allra leiða til að leysa húsnæðisskort Hnoðrabóls tímabundið fyrir næsta haust. Sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við leikskólastjóra.