Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Leikskólinn Hnoðraból - húsnæðismál
1410045
Lagðir fram undirskriftarlistar frá hagsmunaaðilum og foreldrafélagi.
2.Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda
1503005
Sjá Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um
tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
http://borgarbyggd.is/Files/Skra_0042874.pdf
tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
http://borgarbyggd.is/Files/Skra_0042874.pdf
Lögð fram beiðni Skógræktarfélags Borgarfjarðar um niðurfellingu fasteignagjalda af Daníelslundi (fasteigninni "233-5498 Svignaskarðsl. skógræ 200881"). Fasteignin er í eigu Eflingar stéttarfélags en Skógræktarfélagið er greiðandi. Upphæð fasteignaskatts er 9.947 kr.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni þar sem hún samræmist ekki reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Sigríður Júlía vék af fundi á meðan þessi liður var ræddur vegna tengsla við aðila málsins.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni þar sem hún samræmist ekki reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Sigríður Júlía vék af fundi á meðan þessi liður var ræddur vegna tengsla við aðila málsins.
3.Starfshópur um ávinning af sameiningu háskóla
1503010
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram bréf frá menntamálaráðherra þar sem fram kemur að Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri hefur verið skipuð í starfshóp til að skoða fjárhagslegan og faglegan ávinning af sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Háskólans á Bifröst.
4.Brú yfir boðaföllin - Arnarvatnsheiði
1503009
Sveitarstjóri kynnir stöðu málsins.
Sveitarstjóri kynnti stefnumótunarverkefnið "Brú yfir boðaföllin". Markmið með verkefninu er að undirbúa markvissa stefnumótun Arnarvatnsheiðar í samstarfi við þá aðila sem hagsmuna hafa að gæta. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Borgarbyggð, Snorri Jóhannesson og Arinbjörn Jóhannsson. Vaxtarsamningur Norðurlands Vestra hefur veitt styrk til verkefnisins.
Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri er fulltrúi Borgarbyggðar í vinnuhópi um verkefnið.
Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri er fulltrúi Borgarbyggðar í vinnuhópi um verkefnið.
5.Hagræðing í rekstri Borgarbyggðar
1502112
Sveitarstjóri kynnir stöðu málsins.
Lögð fram tillaga um vinnu við greiningu á hagræðingarmöguleikum í rekstri Borgarbyggðar. Vinnunni verður skipt í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er gert ráð fyrir tveimur starfshópum, um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir sveitarfélagsins. Hóparnir skili tillögum fyrir sveitarstjórnarfund í apríl. Seinni hluti vinnu við greiningu á hagræðingarmöguleikum hefjist í ágúst og nái til annarra þátta í rekstri sveitarfélagsins en að framan greinir.
Byggðarráð samþykkir að Guðveig Eyglóardóttir, Finnbogi Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Geirlaug Jóhannsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði í vinnuhópi um rekstur og skipulag fræðslumála.
Í vinnuhópi um eignir sveitarfélagsins verði Helgi Haukur Hauksson, Jónína Erna Arnardóttir, Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Magnús Smári Snorrason og Ragnar Frank Kristjánsson.
Með hópunum starfi sveitarstjóri og sviðsstjóri fjölskyldu- og fjármálasviðs.
Byggðarráð samþykkir að Guðveig Eyglóardóttir, Finnbogi Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Geirlaug Jóhannsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði í vinnuhópi um rekstur og skipulag fræðslumála.
Í vinnuhópi um eignir sveitarfélagsins verði Helgi Haukur Hauksson, Jónína Erna Arnardóttir, Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Magnús Smári Snorrason og Ragnar Frank Kristjánsson.
Með hópunum starfi sveitarstjóri og sviðsstjóri fjölskyldu- og fjármálasviðs.
6.Málefni fatlaðra
1309081
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri koma á fundinn og kynna minnisblað um kostnað vegna málefna fatlaðra á árinu 2014.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri komu á fundinn og kynntu minnisblað um kostnað vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2014. Samkvæmt samantektinni er kostnaður Borgarbyggðar vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2013 og 2014 meiri en sem nemur framlögum ríkisins til málaflokksins. Niðurstöðurnar verða kynntar á stjórnarfundi hjá SSV.
7.Grundartangi Þróunarfélag ehf.
1503016
Lagt fram?
Þarf að fara vel yfir og koma athugasemdum á framfæri. Ef til vill þarf að ljúka því á næsta fundi?
Þarf að fara vel yfir og koma athugasemdum á framfæri. Ef til vill þarf að ljúka því á næsta fundi?
Lögð fram drög að samþykktum fyrir Grundartanga Þróunarfélag ehf. Sveitarstjóra falið að ræða við samstarfsaðila um málið.
8.Útboð á rekstri tjaldsvæða
1411092
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs kemur á fundinn og kynnir niðurstöður útboðs.
Á fundinn kom Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og kynnti niðurstöður tilboða í rekstur tjaldsvæðanna í Borgarnesi og á Varmalandi 2015-2020.
Forstöðumanni falið að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Landamerki ehf.
Forstöðumanni falið að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Landamerki ehf.
9.Innleiðing sorphirðu í dreifbýli
1406072
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs kynnir minnisblað um málið.
Jökull Helgason kynnti minnisblað um stöðu mála varðandi innleiðingu nýs fyrirkomulags við sorphirðu í dreifbýli Borgarbyggðar. Innleiðing nýs sorphirðufyrirkomulags hefur á heildina litið gengið ágætlega fyrir sig. Grenndarstöðvum hefur verið fækkað í áföngum. Gert er ráð fyrir því að á endanum verði þrír móttökustaðir fyrir sorp í sveitarfélaginu, einn í Borgarnesi og tveir í dreifbýli. Koma þarf upp sorpílátum við stærri sumarhúsahverfi, þar sem eru 20 bústaðir eða fleiri.
10.Opinber birting skýrslna um magn og ráðstöfun úrgangs
1502120
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem vakin er athygli á skýrslugjöf sem 19.gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs mælir fyrir um.
11.Ungt fólk og lýðræði 2015
1502031
Lagt fram til kynningar.
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2015 sem fram fer í Stykkishólmi dagana 25.-27. mars. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
12.Úthlutun og uppgjör framlaga 2014
1503002
Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði um úthlutun og uppgjör framlaga 2014. Heildargreiðslur til Borgarbyggðar á árinu 2014 eru kr. 737.672.487,-
Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði með endanlegu uppgjöri framlaga á árinu 2014. Heildargreiðslur til Borgarbyggðar á árinu 2014 eru kr. 737.672.487,-
13.Bann við sýningum kvikmynda í skólum án samninga
1502118
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem vakin er athygli skóla og sveitarfélaga á að kvikmyndasýningar í kennslustundum eru óheimilar nema fyrir liggi leyfi rétthafa, framleiðenda eða dreifingaraðila.
14.Ritun sögu Borgarness - ráðningarsamningur
1503015
Ráðningarsamningur við Egil Lind Hansson lagður fram til kynningar.
Lagður fram samningur við Heiðar Lind Hansson um að ljúka við ritun sögu Borgarness.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
Guðveig Eyglóardóttir vék af fundi á meðan þessi liður var afgreiddur vegna tengsla við aðila málsins.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
Guðveig Eyglóardóttir vék af fundi á meðan þessi liður var afgreiddur vegna tengsla við aðila málsins.
15.Aðalfundur Veiðifélags Álftár 2015
1503014
Tilnefna fulltrúa Borgarbyggðar á aðalfundinn.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Álftár 2015.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
16.Aðalfundarboð 2015 - SSV
1503012
Fulltrúar á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (kosið til eins árs):
Aðalmenn:
Helgi Haukur Hauksson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Magnús Smári Snorrason, Ragnar Frank Kristjánsson
Varamenn:
Guðveig Anna Eyglóardóttir Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Jónína Erna Arnardóttir, Geirlaug Jóhannsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir
Aðalmenn:
Helgi Haukur Hauksson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Magnús Smári Snorrason, Ragnar Frank Kristjánsson
Varamenn:
Guðveig Anna Eyglóardóttir Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Jónína Erna Arnardóttir, Geirlaug Jóhannsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir
Lagt fram fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2015.
Helgi Haukur Hauksson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Magnús Smári Snorrason og Ragnar Frank Kristjánsson eru fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum. Til vara eru Guðveig Anna Eyglóardóttir, Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Jónína Erna Arnardóttir, Geirlaug Jóhannsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.
Helgi Haukur Hauksson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Magnús Smári Snorrason og Ragnar Frank Kristjánsson eru fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum. Til vara eru Guðveig Anna Eyglóardóttir, Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Jónína Erna Arnardóttir, Geirlaug Jóhannsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.
17.Aðalfundarboð 2015 - Spölur
1503011
Tilnefna fulltrúa Borgarbyggðar á aðalfundinn.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Spalar 2015.
Samþykkt að Kolfinna Jóhannesdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að Kolfinna Jóhannesdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
18.Umsagnarbeiðnir frá sýslumanni
1503004
Fela þarf stjórnsýslufulltrúa umboð til að afgreiða umsagnarbeiðnir frá sýslumanni.
Byggðarráð felur Ásthildi Magnúsdóttur stjórnsýslufulltrúa umboð til að veita umsagnir til sýslumanns fyrir hönd sveitarfélagsins.
19.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis
1502129
Velferðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar 338. mál um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.
Lagt fram.
Lagt fram.
20.Fundargerðir stjórnar SSV
1502122
Fundargerð 114. fundar stjórnar SSV lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Byggðarráð leggur áherslu á að sem fyrst verði fundin verði lausn vegna fyrirséðrar fjölgunar barna á svæðinu næsta haust.
Erindunum að öðru leyti vísað til vinnu starfshóps um rekstur og skipulag fræðslumála sem mun skila tillögum fyrir fund sveitarstjórnar í apríl.