Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

339. fundur 09. apríl 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Ásthildur Magnúsdóttir
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Brunavarnir í félagsheimilum

1504007

Lagt fram erindi frá umsjónarmanni fasteigna um brunavarnir í félagsheimilum.
Á fundinn kom Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna og kynnti erindi vegna brunavarna í félagsheimilum Borgarbyggðar. Samkvæmt byggingareglugerð þarf að setja brunaviðvörunarkerfi í þau hús þar sem fleiri en tíu gista en annars nægir að hafa staka reykskynjara.
Kristjáni falið að afla frekari gagna og kynna málið á næsta fundi byggðarráðs.

2.Virkjanir í Hvítá - ályktun

1504006

Lögð fram ályktun frá fundi vegna hugmynda Orkustofnunar um virkjanir í Hvítá. Óskað er eftir því að sveitarstjórn og Umhverfis-,skipulags og landbúnaðarnefnd og e.t.v.fleiri innan stjórnsýslunnar taki þetta fyrir og myndi sér skoðun á málinu.
Lögð fram ályktun frá fundi íbúa í grennd við Hvítá vegna hugmynda Orkustofnunar um virkjanir í ánni. Í ályktuninni segir meðal annars: "Fundurinn lýsir eindreginni andstöðu sinni við framkomnar hugmyndir um virkjanir í Hvítá í Borgarfirði þar sem stór hluti undirlendis flestra jarða á svæðinu fer undir vatn. Um er að ræða dýrmætt land þar sem mest af því er ræktað eða ræktanlegt, einnig er möguleiki á miklum malarnámum á svæðinu. Hvítá er höfuðá mestu laxveiðiáa landsins, ekki má taka áhættu hvað laxagengd í þær ár varðar. Bleikjustofn árinnar er verðmætur og þarf að verja hann. Fundurinn beinir því til sveitarstjórnar Borgarbyggðar og leggur á það þunga áherslu að virkjun verði ekki sett inn á aðalskipulag sveitarfélagsins."
Á fund byggðarráðs kom Stefán Gíslason formaður formaður verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar og kynnti rammaáætlun og virkjunarkosti í Borgarfirði.
Samþykkt að óska eftir því við Stefán að halda samskonar kynningu fyrir íbúa í nágrenni Hvítár.

3.Laugarhóll 2 - umsókn um stofnun lóðar.

1503104

Lögð fram umsókn um stofnun lóðarinnar Laugarhóll 3 í landi Laugarhóls 2.

Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.

4.Veiðifélag Langár - Aðalfundarboð 2015

1503106

Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Langár sem fer fram í Langárbyrgi laugardaginn 18. apríl klukkan 16.
Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Langár sem fer fram í Langárbyrgi laugardaginn 18. apríl klukkan 16.
Einar Ole Pedersen verður fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundinum og fer með bæði atkvæði sveitarfélagsins.

5.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2015

1503121

Lagt fram boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem fram fer í Salnum í Kópavogi 17. apríl nk. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.

Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

6.Boð á aðalfundi opinberra hlutafélaga í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sef.

1503118

Boð á aðalfundi opinberra hlutafélaga í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sef. lagt fram.
Lagt fram til kynningar boð á aðalfundi opinberra hlutafélaga í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sef. Orkuveita Reykjavíkur á þrjú opinber hlutafélög sem öll boða nú til aðalfunda vegna ársins 2014. Fulltrúar í sveitarstjórnum eigenda OR, stjórnarmenn félaganna sem og fulltrúar fjölmiðla hafa seturétt á fundunum. Fundirnir verða haldnir á Bæjarhálsi 1 föstudaginn 10. apríl 2015.

7.Íþrótta- og tómstundaskóli

1401087

Fræðslunefnd bókaði á 122. fundi:
2. 1401087 - Íþrótta- og tómstundaskóli
...Fræðslunefnd óskar eftir að kostnaður að fjárhæð 2,5 m.kr. vegna framkvæmda og búnaðakaupa fyrir íþrótta- og tómstundaskólann verði færður inn í viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015.
Fundargerðin var staðfest á 125. fundi sveitarstjórnar en þessum lið vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.
Hefur verið bókað á eignasjóð og annan grunnskólakostnað. Byggðarráð samþykkir að ...
Fræðslunefnd óskaði eftir því á 122. fundi að kostnaður vegna framkvæmda og búnaðarkaupa fyrir íþrótta- og tómstundaskólann yrði færður inn í viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 2,7 milljón krónur.

Byggðarráð samþykkir að kostnaður verði færður á liði vegna framkvæmda og viðhalds sem áætluð voru á árinu 2015 og að dregið verði úr öðrum framkvæmdum/viðhaldi sem því nemur.

8.Íslensk garðyrkja í 60 ár - beiðni um styrk til kvikmyndagerðar

1503119

lagt fram bréf frá Sambandi garðyrkjubænda um styrk vegna gerðar heimildagmyndar um garðyrkju á Íslandi í 60 ár.
Lagt fram bréf frá Sambandi garðyrkjubænda þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna gerðar heimildarmyndar um garðyrkju á Íslandi í 60 ár.
Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.

9.Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2014

1504016

Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja fyrir árið 2014 lagður fram. Ársreikningurinn er ekki kominn í hús þegar fundarboð þetta er gert.
Á fundinn kom Oddur Jónsson frá KPMG og lagði fram og kynnti ársreikning Borgarbyggðar fyrir árið 2014.
Aldís Arna Tryggvadóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og fjármálasviðs, Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri og Rebekka Þiðriksdóttir aðalbókari sátu fundinn á meðan þessi liður var ræddur.
Samþykkt að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

10.Skipan fulltrúa í stjórn Handverkssjóðs félags iðnaðarmanna í Borgarnesi

1504017

Lagt fram erindi frá stjórn Handverkssjóðs félags iðnaðarmanna í Borgarnesi þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Borgarbyggð í stjórnina.
Samþykkt að Ragnar Frank Kristjánsson verði fulltrúi Borgarbyggðar í stjórninni.

11.Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala - framkvæmdaáætlun og erindisbréf

1504010

Lagt fram til kynningar erindisbréf fyrir barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Lögð fram til samþykktar framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala. Skv. 9. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 skulu sveitarstjórnir marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Framkvæmdaáætlun sveitarfélags í barnaverndarmálum skal send velferðarráðuneytinu og Barnaverndarstofu.
Lagt fram erindisbréf og framkvæmdaáætlun fyrir barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Í samræmi við 9. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 samþykkir byggðarráð framlagða framkvæmdaáætlun.

12.Fundargerð 213 fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

1503098

Fundargerð 213. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram.

13.155. fundur í Safnahúsi

1503116

Fundargerð 155. fundar Safnahúss Borgarfjarðar lögð fram.
Lögð fram fundargerð 155. starfsmannafundar í Safnahúsi.

14.Fundargerð 827. fundar stjórnar sambandsins

1504004

Lögð fram fundargerð 827. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

15.Þakkir frá 93. sambandsþingi UMSB

1504002

Lagt fram bréf frá Sambandsþingi UMSB þar sem sveitarfélaginu eru færðar þakkir fyrir samstarf og stuðning á liðnu ári.

16.Íbúaskrá 1. desember 2014

1503095

Íbúaskrá 1. desember 2014 lögð fram til kynningar.

17.Spennandi ráðstefna um skólabyggingar 21. maí

1503120

Lagðar fram upplýsingar um ráðstefnu um skólabyggingar sem fram fer í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ 21. maí næstkomandi.

18.Nemendagarðar MB ehf - aðalfundarboð

1503061

Lögð fram fundargerð aðalfundar Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar.

19.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundarboð

1503059

Lögð fram fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands.
Samþykkt að næsti sveitarstjórnarfundur verði þriðjudaginn 21. apríl næstkomandi klukkan 16:00.

Fundi slitið - kl. 10:00.