Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

341. fundur 30. apríl 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Ásthildur Magnúsdóttir
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Samningar um ráðgjafaþjónustu

1504101

Lagður fram samningur við ráðgjafasvið KPMG um ráðgjöf ráðgjafasvið KPMG um ráðgjöf með það að markmiði að skapa stefnu í fjármálum sveitarfélagsins til framtíðar.
Sveitarstjóri kynnti drög að samningum um ráðgjöf á sviði fjármála og fræðslumála.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við KPMG um ráðgjöf á sviði fjármála og StarfsGæði um ráðgjöf á sviði fræðslumála og jafnframt að sækja um styrk í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna verkefnisins.

2.Syðri-Hraundalur - kauptilboð

1504092

Kauptilboð i Syðri Hraundal lagt fram.
Lagt fram kauptilboð í Syðri-Hraundal.
Samþykkt að taka tilboðinu.

3.Varmaland, hús 2 - kauptilboð

1504090

Lagt fram kauptilboð í hús 2 á Varmalandi.
Lagt fram kauptilboð í einbýlishús 2 á Varmalandi.
Samþykkt að taka tilboðinu.

4.Varmaland, einbýlishús 1

1504113

Lagt fram minnisblað frá umsjónarmanni fasteigna um hugsanlega sölu á einbýlishúsi 1 á Varmalandi.
Lagt fram minnisblað frá umsjónarmanni fasteigna um einbýlishús 1 á Varmalandi.
Samþykkt að fela umsjónarmanni að auglýsa húsið til sölu og að stofnuð verði lóð um húsið.

5.Skipting Stafholtsveggja II - umsókn

1504056

Umsókn frá Gjáholt ehf um skiptingu Stafholtsveggja II
Lögð fram umsókn frá Gjáholt ehf. um skiptingu lóðarinnar Stafholtsveggja II.
Byggðarráð samþykkir að lóðinni verði skipt.

6.Verklagsreglur um styrki til kaupa og notkun á farsímum fyrir starfsmenn Borgarbyggðar

1504097

Lögð fram drög að verklagsreglum um kaup og notkun starfsmanna Borgarbyggðar á símum.
Lögð fram drög að verklagsreglum um kaup og notkun starfsmanna Borgarbyggðar á símum.
Byggðarráð samþykkir verklagsreglurnar.

7.Húsnæði þjónustumiðstöðvar UMSB

1309109

Lagt fram erindi frá UMSB þar sem óskað er eftir því afnotum af Skallagrímsgötu 7 vegna þjónustumiðstöðvar UMSB.
Pálmi Blængsson framkvæmdastjóri UMSB og Sigurður Guðmundsson tómstundastjóri UMSB komu á fundinn til viðræðna um starfsemi UMSB og nýtingu húsnæðis þjónustumiðstöðvar að Skallagrímsgötu 7a sem og nýtingu félagsmiðstöðvarinnar Óðals og þess búnaðar sem þar er.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8.Áskorun frá formannafundi Skallagríms

1504036

Lagt fram svar forstöðumanns íþróttamannvirkja vegna áskorunar frá formannafundi UMSB sem lögð var fram á síðasta fundi byggðarráðs.
Lagt fram svarbréf forstöðumanns íþróttamannvirkja vegna áskorunar frá formannafundi Skallagríms sem lögð var fram á síðasta fundi byggðarráðs.
Samþykkt að byggðarráð ásamt sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs fari í skoðunarferð í Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.

9.Ungmennaráð

1504094

Sveitarstjórn Borgarbyggðar skipar ungmennaráð að fengnum tilnefningum:
Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi tilnefnir 1 fulltrúa og 1 til vara, nemendafélög Varmalandsdeildar og Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar tilnefna 1 aðila hvert og annan til vara. Nemendafélag Laugagerðisskóla tilnefnir einn fulltrúa og annan til vara (skulu vera búsettir í Borgarbyggð). Húsráð Mímis ungmennahúss og Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar tilnefna 1 aðila hvert og annan til vara. Kjörgengir eru þeir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru á aldrinum 15- 20 ára.
Skipunartími ráðsins er eitt ár í senn, en fulltrúar eru skipaðir á fundi sveitarstjórnar október ár hvert. Forstöðumaður Óðals er tengiliður sveitarfélagsins við ráðið, starfar með því og er því til aðstoðar.
Lagðar fram tilnefningar í Ungmennaráð Borgarbyggðar. Skipunartími ráðsins er fram í október 2015 en þá mun sveitarstjórn skipa nýtt ráð til eins árs. Tómstundastjóri UMSB er tengiliður sveitarfélagsins við ráðið, starfar með því og er því til aðstoðar og kemur í stað forstöðumanns félagsmiðstöðva.
Í ungmennaráð sem starfar frá maí til október 2015 eru skipuð:
Frá Menntaskóla Borgarfjarðar
Aðalmenn: Herdís Ásta Pálsdóttir, Ingibjörg J. Kristjánsdóttir og Helena Rós Helgadóttir
Frá Nemendafélagi GBF á Kleppjárnsreykjum
Aðalmaður: Melkorka Sól Pétursdóttir
Frá Nemendafélagi GBF á Varmalandi
Aðalmaður: Þórður Brynjarsson
Frá Laugargerðisskóla
Aðalmaður: Þórður Már Jónsson
Varamaður: Guðbrandur Tumi Gíslason
Frá Nemendafélagi Grunnskólans í Borgarnesi
Aðalmaður: Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir
Varamaður: Helena Jakobína Jónsdóttir

10.Beiðni um samstarf HVE og Borgarbyggðar í málum barna með hegðunar- og þroskavanda.

1411020

Bréf starfamanna HVE um samstarf í málefnum barna með hegðunar - og þroskavanda lagt fram.
Sjá fyrirmynd í Árborg: http://www.arborg.is/nytt-samkomulag-heilsugaeslu-selfoss-felagsthjonustu-og-skolathjonustu-arborgar/
Lagt fram bréf starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Borgarnesi um samstarf í málefnum barna með hegðunar- og þroskavanda.
Erindinu er vísað til umfjöllunar í velferðarnefnd og fræðslunefnd.

11.Beiðni um samstarf um upplýsingaskilti

1504095

Bréf Hollvinasamtaka Borgarness lagt fram
Lagt fram bréf Hollvinasamtaka Borgarness um samstarf um upplýsingaskilti.
Vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

12.Ósk um afnot af Hjálmakletti

1504051

Bréf með ósk um afnot af sal Hjálmakletts sunnudaginn 6. september 2015 vegna styrktarsamkomu fyrir Brákarhlíð.
Lagt fram bréf Margrétar Sigurþórsdóttur þar sem hún óskar eftir afnotum af sal Hjálmakletts sunnudaginn 6. september 2015 vegna styrktarsamkomu fyrir Brákarhlíð.
Samþykkt að Borgarbyggð styrki verkefnið með því að leggja til afnot af salnum án endurgjalds. Kostnaður verður færður á lið 05-810.
Bjarki Þorsteinsson vék af fundi á meðan þessi liður var afgreiddur vegna tengsla við aðila málsins.

13.Ósk um afnot af húsnæði

1504098

Lagt fram bréf Sögufélags Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir afnotum af skrifstofuherbergi í húsnæði Slökkviliðs Borgarfjarðar.
Lagt fram bréf Sögufélags Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir afnotum af skrifstofuherbergi í húsnæði Slökkviliðs Borgarfjarðar til að nýta sem geymslu fyrir bækur sem félagið hefur gefið út og önnur gögn.
Ingibjörg Daníelsdóttir og Guðmundur Brynjúlfsson frá Sögufélagi Borgarfjarðar komu á fundinn og kynntu starfsemi félagsins. Sögufélagið var stofnað árið 1963 og tilgangur þess er að stuðla að skrásetningu og útgáfu borgfirskra æviskráa. Ennfremur að vinna að ritun og útgáfu ýmissa annarra rita, t.d. Borgfirðingabók og Íbúatal Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Afgreiðslu vísað til næsta fundar.

14.Fornbílafjelag Borgarfjarðar

1502106

Von á endanlegum samningi við Fornbílafjelagið.
Lagður fram samningur við Fornbílafjelag Borgarfjarðar um leigu á Brákarbraut 25.
Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn.

15.Umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga um lagafrumvörp frá Alþingi

1504068

Framlögð drög að umsögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga um tvö lagafrumvörp frá Alþingi
Lögð fram drög að umsögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga um tvö lagafrumvörp frá Alþingi, annarsvegar um Verndarsvæði í byggð og hinsvegar um Vexti og verðtryggingu.

16.Golfklúbbur Borgarness

1504122

Sveitarstjóri kynnti aðkomu Borgarbyggðar að samkomulagi Golfklúbbs Borgarness og Arionbanka.
Samþykkt að styrkur, samkvæmt samningi við golfklúbbinn, vegna ársins 2016 verði greiddur fyrirfram sem lán á árinu 2015.

17.Samanburður við fjárhagsáætlun

1503065

Eiríkur fjármálastjóri kemur á fundinn og fer yfir rekstur málaflokka fyrstu þrjá mánuði ársins.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kom á fundinn og fór yfir rekstur málaflokka fyrstu þrjá mánuði ársins.

18.Eignarhlutur Borgarbyggðar í OR

1504096

Minnisblað um eignarhlut Borgarbyggðar í OR lagt fram.
Lagt fram minnisblað um eignarhlut Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykjavíkur.
Eiríkur Ólafsson kynnti samninga frá árinu 2005 um sameiningu Fráveitu Borgarfjarðarsveitar annarsvegar og Fráveitu Borgarbyggðar hinsvegar við Orkuveitu Reykjavíkur .

19.Fundarboð aðalfundar 2015

1504041

Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítár sem fram fór þriðjudaginn 28. apríl sl. í félagsheimilinu Valfelli. Fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum var Helgi Haukur Hauksson.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítár sem fram fór þriðjudaginn 28. apríl sl. í félagsheimilinu Valfelli. Fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum var Helgi Haukur Hauksson.

20.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár

1504099

Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðfélags Gljúfurár sem fram fer í Edduveröld fimmtudaginn 30. apríl. Fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum verður Sigurjón Jóhannsson.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðfélags Gljúfurár sem fram fer í Edduveröld fimmtudaginn 30. apríl. Fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum verður Sigurjón Jóhannsson.

21.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2015 - 12. maí

1504106

Lagt fram fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna.

22.689. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1504061

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016.
Lagt fram.

23.629. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1504060

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga til um verndarsvæði í byggð, 629. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga til um verndarsvæði í byggð, 629. mál.
Lagt fram.

24.Til umsagnar 687. mál frá nefndasviði Alþingis

1504111

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál.
Lagt fram.

25.Fundargerð_374_hafnasamband

1504048

Lögð fram fundargerð frá 374. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.
Lögð fram fundargerð frá 374. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

26.Fundargerð 214. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

1504105

Lögð fram fundargerð 214. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Lögð fram fundargerð 214. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

27.Vinnuhópur um stefnumótun í málefnum nýbúa

1502093

Lögð fram fundargerð 4. fundar vinnuhóps um stefnumótun í málefnum nýbúa.
Lögð fram fundargerð 4. fundar vinnuhóps um stefnumótun í málefnum nýbúa.
Hlé var gert á fundi klukkan 9:00 vegna leiðtogadags í Grunnskóla Borgarfjarðar. Fundur hófst að nýju klukkan 12:00 í fundarsal í Ráðhúsi Borgarbyggðar.

Fundi slitið - kl. 10:00.