Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

342. fundur 07. maí 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Ályktun um umhverfismál í sveitum

1505004

Lögð fram ályktun frá Búnaðarsamtökum Vesturlands þar sem skorað er á sveitarfélög á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands að tryggja greiðan aðgang að timbur- og járnagámum og einnig að huga að förgun á lífrænum úrgangi og spilliefnum.
Borgarbyggð stendur fyrir umhverfisátaki í dreifbýli í byrjun júní. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að vera í sambandi við bréfritara vegna átaksins.
Ályktuninni vísað til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.

2.Sumarbúðir í sumar - umsókn um styrk

1505006

Lögð fram umsókn frá Margréti Jónsdóttur Njarðvík um aðstöðu í grunnskólum Borgarbyggðar og aðgang að tómstundaaðstöðu endurgjaldslaust sumarið 2015 vegna sumarbúða Mundo.
Sveitarstjóra falið að ræða við Margréti.

3.Ósk um afnot af húsnæði

1504098

Rætt um ósk Sögufélags Borgarfjarðar um afnot af húsnæði í eigu Borgarbyggðar, sem tekið var fyrir á 341. fundi byggðarráðs.
Samþykkt að Sögufélagið fái afnot af skrifstofuherbergi í húsnæði Slökkviliðs Borgarfjarðar í eitt ár. Umsjónarmanni eigna falið að ganga frá samningi við félagið.

4.Kveldúlfsgata 2b

1502044

Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður eigna kom á fundinn og kynnti stöðu málsins.
Byggðarráð samþykkir breytingu á lóðinni samkvæmt teikningu. Í lóðarleigusamningi verður gert ráð fyrir lágmarksfjarlægð milli bygginga í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar, sbr. gr. 9.7.5.

5.Framkvæmdir við félagsheimilið Lyngbrekku

1505013

Kristján Finnur kynnti stöðu framkvæmda við Félagsheimilið Lyngbrekku.

6.Húsnæði þjónustumiðstöðvar UMSB

1309109

Kolfinna kynnti ákvæði um rekstur þjónustumiðstöðvar í samningi UMSB og Borgarbyggðar.
Samþykkt að ganga frá samningi við UMSB um þjónustumiðstöð að Skallagrímsgötu 7a.

7.Aðalfundur Háskólans á Bifröst 10. apríl

1503034

Fundinum var frestað til 7. maí.
Fulltrúar Borgarbyggðar í stjórn Háskólans á Bifröst verða Matthías Páll Imsland, aðalmaður, og Björn Bjarki Þorsteinsson, varamaður.

8.Aðalfundur Faxaflóahafna sf.

1505002

Lagt fram fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sf sem fram fer í Reykjavík föstudaginn 29. maí næstkomandi.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sf sem fram fer í Reykjavík föstudaginn 29. maí næstkomandi.
Fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundinum verður Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri.

9.Borgarbraut 57-59

1505012

Sigursteinn Sigurðsson og Snorri Hjartarson koma á fundinn og kynna hugmyndir að skipulagi á lóðunum að Borgarbraut 57 og 59
Á fundinn komu Snorri Hjartarson, Jóhannes Stefánsson og Sigursteinn Sigurðsson og kynntu hugmyndir að skipulagi á lóðunum að Borgarbraut 57 og 59.

10.Ályktun frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis

1505010

Bréf frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis lagt fram. Fulltrúar íbúasamtakanna koma á fundinn klukkan 10:00.
Lögð fram ályktun frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis. Í ályktuninni kemur meðal annars fram: "Íbúar Hvanneyrar og nágrennis telja mikilvægt að viðhalda grunnstoðunum til þess að efla íbúaþróun á svæðinu. Svo áframhaldandi íbúafjölgun verði á svæðinu teljum við mjög mikilvægt að grunnskóli sé á Hvanneyri. Skólinn er forsenda þess að fólk komi í sveitafélagið og velji Hvanneyri sem framtíðarheimili."
Borgar Páll Bragason, Sólrún Halla Bjarnadóttir, Álfheiður Sverrisdóttir, Sigurður Guðmundsson, Birgitta Sigþórsdóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir fulltrúar frá íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis komu á fundinn og lögðu fram undirskriftalista frá íbúum á starfssvæði Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem skorað er á sveitarstjórn að halda starfsemi grunnskóla áfram á öllum stöðvum í núverandi mynd.

11.696. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1504119

Velferðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál.
Velferðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál.
Lagt fram.
Samþykkt að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn miðvikudaginn 20. maí klukkan 16:00.

Fundi slitið - kl. 10:00.