Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.100 ára kosningaréttur kvenna - erindi
1408079
Með tilvísun til jafnræðis gagnvart starfsmönnum mun Borgarbyggð ekki loka stofnunum sínum þann 19. júní.
2.Aðalfundarboð 2015
1505051
Framlagt fundarboð á aðalfund LímtréVírnet.
Byggðaráð samþykkir að Eiríkur Ólafsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundin LímtréVírnet hf.
3.Ályktun vegna aðalskipulags 2010-2022 v. Hamars
1505061
Framlagt bréf Skógræktarfélags Borgarfjarðar varðandi fyrirhugaðar breytingar aðalskipulags í landi Hamars
Erindi framlagt og vísað til Umhverfis - skipulags og landbúnaðarnefndar.
4.Frá 128. fundi sveitarstjórnar - stofnun starfshóps um atvinnumál.
1505074
Bókun sem vísað var til byggðaráðs á 128 fundi sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir að hefja undirbúning að stofnun vinnuhóps og felur sveitarstjóra að undirbúa næstu skref.
5.Hátíðarhöld 17. júní - undirbúningur
1505075
Undirbúningur hátíðarhalda 17. júní.
Sveitarstjóri sagði frá undirbúningi 17. júní hátíðarhalda.
6.Ályktun frá íbúafundi 25. maí 2015
1505079
Framlögð ályktun frá íbúafundi í Logalandi 25.5.2015
Ályktun frá íbúafundi í Logalandi 25. maí lögð fram.
7.Skólamál
1505076
Skólamál -
Þar sem skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi hefur sagt lausu starfi sínu af persónulegum ástæðum og aðstoðarskólastjóri hefur verið ráðinn skólastjóri í Snæfellsbæ er samþykkt að hefja ráðningarferil nýrra skólastjórnenda. Byggðaráð óskar fráfarandi stjórnendum velfarnaðar í framtíðinni og þakkar þeirra störf.
8.Eldriborgararáð
1407022
Fundargerð fundar 22.5.2015 lögð fram.
Fundargerð Eldriborgararáðs frá 22. maí lögð fram. Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa ráðsins til fundar.
9.Endurbætur á Kveldúlfsgötu - bréf
1505072
Framlagt bréf frá Guðsteini Einarssyni og Pétri Geirssyni varðandi endurbætur á Kveldúlfsgötu.
Guðrún Hilmisdóttir sviðsstjóri kemur á fundinn og fór yfir stöðu fyrirhugaðra framkvæmda við Kveldúlfsgötu. Framlagt bréf frá Guðsteini Einarssyni og Pétri Geirssyni vegna framkvæmda við Kveldúlfsgötu þar sem þeir mæla því mót að einvörðungu verið unnið í gangstéttum og lögnum undir þeim. Byggðaráð þakkar bréfriturum bréfið en áréttar þá framkvæmdaáætlun sem unnið er eftir.
10.Starfsmannamál
1505033
Fyrir liggur að þjónustufulltrúi á Umhverfis- og framkvæmdasviði er að hætta störfum. Sviðsstjóri óskar heimildar til að auglýsa eftir þjónustufulltrúa í fullt starf. Byggðaráð samþykkir beiðnina.
Fundi slitið - kl. 10:00.