Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fasteignamat 2016
1506071
Tilkynning Þjóðskrár Íslands um hækkun fasteignamats fyrir árið 2016 lagt fram.
Framlögð tilkynning Þjóðskrár um hækkun fasteignamats 2016. Meðalhækkun í Borgarbyggð er 1,4%.
2.Fjarskiptamál í Borgarbyggð
1410027
Framlagður tölvupóstur frá SSV varðandi fjarskiptamál
Fjarskipti vestast í sveitarfélaginu eru að ýmsu leyti óviðunandi. Verið er að vinna að lausn í samstarfi við Vodafone. Sveitarfélagið hefur fengið styrk úr sóknaráætlun í gegn um SSV að upphæð 1 milljón til uppsetningar 4G sendis á Rauðukúlu.
3.N4 á Vesturlandi
1506076
Framlagt erindi frá SSV um hugsanlegt samstarf við sjónvarpsstöðina N4.
Framlagt erindi frá SSV þar sem leitað er eftir áhuga á samstarfi við fjölmiðlafyrirtækið N4 um samstarf um gerð efnis frá Vesturlandi til sýningar í sjónvarpi. Byggðaráð tekur jákvætt í að Borgarbyggð taki þátt í samstarfinu. Rætt um mögulega aðkomu héraðsfréttamiðla að verkefninu.
4.Greiðslur byggingarleyfis og gatnagerðargjalda
1507009
Drög að samkomulagi um greiðslu gatnagerðargjalda vegna B 57 og B 59 o. fl.
Jóhannes Stefánsson frá SÓ húsbyggingum mætti á fundinn varðandi útreikninga og álagningu gatnagerðargjalda vegna Borgarbrautar 57 og 59. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og vinna áfram að samningum.
5.Kveldúlfsgata 2b - kaupsamningur
1507017
Kaupsamningur v. Kveldúlfsgötu 2b lagður fram.
Kaupsamningur við GG hús ehf vegna Kveldúlfsgötu 2b lagður fram. Byggðarráð staðfestir samninginn.
6.Lántaka 2015
1507018
Framlagt minnisblað vegna lántöku 2015.
Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjármálasviðs og fjármálastjóra varðandi lántökur 2015. Heimild er fyrir lántöku upp á 90 millj. í fjárhagsáætlun 2015. Lántakan verður notuð til að fjármagna yfirdráttarlán.
7.Arðgreiðsla 2015
1506067
Framlagt bréf Faxaflóahafna sf. varðandi arðgreiðslur árið 2015.
Framlagt bréf Spalar ehf um arðgreiðslur ársins 2015.
8.Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki.
1507010
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2015 lögð fram.
Framlögð tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015. Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögunni. Byggðaráð samþykkir viðaukann eins og hann liggur fyrir.
Til að bregðast við aukinni aðsókn að sundlaugum á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum samþykkir byggðarráð að heimila forstöðumanni íþróttamiðstöðva að ráða viðbótarstarfsmenn í júlí. Auknar tekjur mæta auknum kostnaði.
Til að bregðast við aukinni aðsókn að sundlaugum á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum samþykkir byggðarráð að heimila forstöðumanni íþróttamiðstöðva að ráða viðbótarstarfsmenn í júlí. Auknar tekjur mæta auknum kostnaði.
9.Starfshópur um ávinning af sameiningu háskóla
1503010
Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu vinnu vinnuhópsins
Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu vinnuhóps um samstarf og/eða sameiningu þriggja háskóla.
10.Umsögn sambandsins um þrjú erindi sem varða undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða
1507019
Framlagt - Umsögn sambandsins um þrjú erindi sem varða undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða
Framlögð umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um þrjú erindi sem varða undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða.
11.Iceland Water International - heimsókn í Borgarnes
1507020
Framlögð gögn vegna heimsóknar fulltrúa I.W.I.
Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaða heimsókn fulltrúa Iceland Water International í Borgarbyggð í næstu viku. Geirlaug vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla við aðila máls.
12.Húsaleigusamningur
1507007
Framlagður húsaleigusamningur við Sögufélag Borgarfjarðar.
Framlagður húsaleigusamningur við Sögufélag Borgarfjarðar.Byggðarráð staðfestir samninginn.
13.Almennur fundur 1.6.2015 - fundargerð
1507021
Framlögð fundargerð frá almennum fundi Upprekstrarnefndar Þverárhlíðar.
Framlögð fundargerð frá almennum fundi Upprekstrarnefndar Þverárhlíðar. Byggðarráð tekur undir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að kanna möguleika á málsókn.
14.Fyrirhuguð breyting leita og rétta haustið 2015
1506033
Tillaga um breytingu leita og rétta frá afréttarnefnd BSN og afréttarnefnd Álftaneshrepps lögð fram
Tillaga um breytingu leita og rétta frá afréttarnefnd BSN og afréttarnefnd Álftaneshrepps lögð fram. Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
15.Flýting rétta haustið 2015
1507023
Framlögð tillaga Fjallskilanefndar Oddstaðaréttar um flýtingu rétta.
Framlögð tillaga Fjallskilanefndar Oddstaðaréttar um flýtingu rétta. Byggðaráð samþykkir að vísa tillögunni til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
16.Tímasetning leita haustið 2015
1507004
Framlögð tillaga um breytingu á göngum og réttum.
Framlögð tillaga Afréttarnefndar Hraunhrepps um breytingu á göngum og réttum. Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
17.Fundargerðir 216. og 217. funda stjórnar OR
1506070
Fundargerðir stjórnar OR frá fundum 216 og 217 lagðar fram.
Fundargerðir stjórnar OR frá fundum 216 og 217 lagðar fram.
18.Fundargerð 117. stjórnarfundar SSV
1506066
Fundargerð 117. fundar stjórnar SSV lögð fram.
Fundargerð 117. fundar stjórnar SSV lögð fram.
Fundi slitið - kl. 10:00.