Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

350. fundur 20. ágúst 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Þjóðarsáttmáli um læsi

1507048

Framlögð gögn vegna "Þjóðarsáttmála um læsi"
Miðvikudaginn 26. ágúst verður undirritaður þjóðarsáttmáli um læsi við athöfn í Safnahúsi Borgarbyggðar. Með sáttmálanum skuldbinda sveitarfélög og ríki sig til að vinna að eflingu læsis.

2.Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi - fundarboð

1508024

Framlagt bréf Lögreglustjórans á Vesturlandi varðandi Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi,
Framlagt bréf Lögreglustjórans á Vesturlandi varðandi Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi. Boðað er til fundar 14. september n.k. hér í Borgarnesi. Sveitarstjóri er fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

3.Kveldúlfsgata 28, íb. 01-0201- kauptilboð

1508027

Kauptilboð í íbúð á Kveldúlfsgötu 28 lagt fram.
Kauptilboð í íbúð 201 á Kveldúlfsgötu 28 lagt fram. Byggðarráð samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi.

4.Sauðamessa 2015

1508020

Framlögð umsókn Hlédísar Sveinsdóttur um styrk vegna Sauðamessu 2015
Framlögð umsókn Hlédísar Sveinsdóttur um styrk vegna Sauðamessu 2015. Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 150.000.- kr. Færist af 05-710-4912.

5.Umsókn um styrk

1506030

Framlögð beiðni Fornbílafjelags Borgarfjarðar um styrk til viðhalds gömlu fjárréttarinnar í Brákarey. Erindi vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.Skólaakstur - Laugargerði

1508034

Framlagt minnisblað frá Inga Tryggvasyni varðandi skólaaksturssamninga við Laugargerðisskóla.
Samningar um skólaakstur við Laugargerðisskóla eru lausir. Samþykkt að heimila sviðsstjóra að semja um skólaakstur til eins árs en stefna að útboði fyrir næsta skólaár. Aðrir samningar um skólaakstur eru lausir næsta vor. Framlagt minnisblað frá Inga Tryggvasyni varðandi skólaaksturssamninga við Laugargerðisskóla.

7.Afsögn trúnaðarstarfa

1506044

Bréf Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri lagt fram en þar segir hann sig frá þeim trúnaðarstörfum fyrir Borgarbyggð sem hann hefur verið kjörinn til.
Bréf Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri lagt fram en þar segir hann sig frá þeim trúnaðarstörfum fyrir Borgarbyggð sem hann hefur verið kjörinn til, þ.e. aðalmaður í kjörstjórn Kleppjárnsreykjakjördeildar og varamaður í fulltrúaráði EBÍ. Byggðarráð þakkar Bjarna vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins á liðnum árum. Byggðarráð samþykkir að Bergur Þorgeirsson taki sæti í kjörstjórn Kleppjárnsreykjakjördeildar og varamanns í fulltrúaráð EBÍ.

8.Viðtalstímar sveitarstjórnar 2015 - 2016

1508033

Framlögð tillaga um viðtalstíma sveitarstjórnarmanna
Framlögð tillaga um viðtalstíma sveitarstjórnarmanna. Byggðarráð samþykkir að auglýsa viðtalstímana.

9.Ályktun frá starfsmönnum GBF

1508036

Framlögð ályktun og undirskriftarlisti frá starfsmönnum Grunnskóla Borgarfjarðar.
Framlögð ályktun og undirskriftarlisti frá starfsmönnum Grunnskóla Borgarfjarðar varðandi breytingar á tilhögun fræðslumála.

10.Erindi v. aðstöðu í Sveinatungu

1508028

Framlagt erindi Fjallskilanefndar Suður - Dala varðandi aðstöðu í Sveinatungulandi.
Framlagt erindi Fjallskilanefndar Suður - Dala varðandi aðstöðu í Sveinatungulandi. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afréttarnefndar Þverárréttar.

11.Samningur um landleigu undir Oddsstaðarétt

1405138

Framlagður samningur um landleigu undir Oddstaðarétt ásamt athugasemdum sem borist hafa. Samþykkt að fela fjallskilanefnd Oddstaðaréttar að vinna að gerð samnings á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

12.Rauðsgilsrétt - erindi

1504116

Byggðarráð hafði óskað eftir umsögn fjallskilanefndar Borgarbyggðar um erindi þar sem óskað er eftir að Rauðsgilsrétt verði lögð niður. Fjallskilanefnd Borgarbyggðar tekur undir álit fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar um að réttin verði áfram á þessum stað. Samþykkt að láta kostnaðarmeta nauðsynlegar endurbætur.

13.Varnargirðing Arnarvatn - Langjökull.

1506049

Vísað til byggðaráðs af sveitarstjórn
Nokkur óvissa hefur ríkt um fjármagn til viðhalds á varnargirðingum m.a. til að viðhalda girðingu frá Arnarvatni Stóra í Langjökul. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla hefur verið svæði laust við riðu. Viðbótarfjármagn fékkst í sumar til að viðhalda framangreindri varnarlínu. Byggðaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að fjármagn til viðhalds sauðfjárveikivarnargirðinga verði áfram tryggt þannig að hægt verði að sinna viðhaldi að vori.

14.Önnur mál

1506037

Liðnum um eitt bæjarmerki vísað af sveitarstjórn til byggðaráðs.
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að tekið verði upp bæjarnúmer fyrir sveitarfélagið svo merkja megi ómerkinga að hausti. Erindinu vísað til afgreiðslu Umhverfis - og skipulagssviðs.

15.Beiðni um niðurfellingu fjallskila

1508042

Framlögð beiðni eigenda Hæls í Flókadal um að jörðin verði undanskilin fjallskilum.
Framlögð beiðni eigenda Hæls í Flókadal um að jörðin verði undanskilin fjallskilum. Erindinu vísað til afréttarnefndar Rauðsgilsréttar til umsagnar.

16.Fjallskilasamþykkt nr. 683/2015

1507046

Ný fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélagið o. fl. lögð fram.
Ný fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélagið o. fl. lögð fram.

Fundi slitið - kl. 10:00.