Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

351. fundur 27. ágúst 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun

1503065

Eiríkur Ólafsson fer yfir reksturinn og ber saman við fjárhagsáætlun.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir fjárhagsstöðuna í lok júlí miðað við fjárhagsáætlun. Í flestum liðum er kostnaður undir áætlun en jafnframt eru tekjur nokkuð undir áætlun. Þrátt fyrir fjölgun íbúa og góða atvinnustöðu virðast útvarstekjur ekki vera í samræmi við væntingar. Rætt um áhrif starfsmats og verðbólguþróunar á niðurstöður ársuppgjörs.

2.158. fundur í Safnahúsi

1508060

Framkögð fundargerð 158. fundar í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Fundargerð 158. fundar í safnahúsi Borgarfjarðar lögð fram.

3.Frá 128. fundi sveitarstjórnar - stofnun starfshóps um atvinnumál.

1505074

Kosning fulltrúa í starfshóp um atvinnumál.
GE og BBÞ lögðu fram svohljóðandi tillögu með vísan í tillögur um stofnun vinnuhópa um atvinnu - og upplýsingarmál.
"Varðandi verkefni í tengslum við atvinnumál annarsvegar og upplýsingamál hinsvegar þá leggja undirrituð til að byggðarráð sinni þeim verkefnum. Gerð verði skýr markmiða- og verkáætlun fyrir bæði verkefnin og sveitarstjóra falið að leggja fram til umræðu á næsta fundi byggðarráðs. Samkvæmt samþykktum Borgarbyggðar eru fyrrgreind verkefni á ábyrgð byggðarráðs og því eðlilegt að umsjónin sé hjá því."
Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum. GJ situr hjá.

4.Upplýsingamál

1501049

Skipan í vinnuhóp um mótun stefnu um upplýsingar - og kynningarmál.
Vísað er til afgreiðslu máls 1505074.

5.Beiðni um leiðréttingu fasteignagjalda af Skúlagötu 19A

1508052

Lögð fram beiðni Finns Torfa Hjörleifssonar um leiðréttingu fasteignagjalda.
Lögð fram beiðni Finns Torfa Hjörleifssonar um leiðréttingu fasteignagjalda. Erindinu vísað til Umhverfis - og skipulagssviðs.

6.Umsókn um aukafjárveitingu

1508063

Framlagt bréf skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi þar sem sótt er um hækkun á stöðuhlutfalli v. stuðnings.
Framlagt bréf skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi þar sem sótt er um hækkun á stöðuhlutfalli v. stuðnings. Byggðarráð samþykkir beiðnina og færist kostnaður, 779 þús. á liðinn 04-090.

7.Uppsögn á fjarskiptasamningi

1508047

Framlagt bréf Hringiðunnar um uppsögn á samningi um fjarskipti.
Framlagt bréf Hringiðunnar um uppsögn á samningi um fjarskipti.

8.Opið bréf til sveitarstjórnar

1508061

Framlagt bréf frá foreldrafélagi Andabæjar varðandi skipan leikskólastjóra.
Bréf frá foreldrafélagi Andabæjar varðandi skipan leikskólastjóra lagt fram. Sveitarstjóri sagði frá fundi sem hann átti með fulltrúum í stjórn foreldrafélags Andabæjar.

9.Áskorun til sveitastjórna um gjaldfrjálsan grunnskóla

1508045

Framlagt bréf Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla.
Framlagt bréf Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla.

10.Evrópsk samgönguvika

1508046

Kynningargögn v. samgönguviku í sept. lögð fram.
Kynningargögn varðandi Evrópsku samgönguvikuna í sept. lögð fram. Forstöðumenn stofnana og fyrirtækja í Borgarbyggð hvattir til að nota tækifærið og huga að vistvænum samgöngum.

11.Gamla bæjartorfan á Hvanneyri - friðlýsing

1508022

Framlögð bréf varðandi friðlýsingu gömlu bæjartorfunnar á Hvanneyri.
Framlögð bréf varðandi friðlýsingu gömlu bæjartorfunnar á Hvanneyri. Byggðarráð lýsir ánægju sinni með friðlýsinguna.

12.Kjör fulltrúa í stjórn Hitaveitu Kleppjárnsreykja

1508062

Skipan fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Hitaveitu Kleppjárnsreykja.
Byggðarráð samþykkir að skipa Guðrúnu S. Hilmisdóttir í stjórn Hitaveitu Kleppjárnsreykja.

13.Þjóðarsáttmáli um læsi

1507048

Sveitarstjóri leggur fram samning tengdan þjóðarsáttmála um læsi.
Framlagður þjóðarsáttmáli um læsi, undirritaður af menntamálaráðherra, sveitarstjóra f.h. Borgarbyggðar og fulltrúa Heimilis og skóla.

Fundi slitið - kl. 10:00.