Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

353. fundur 17. september 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun

1503065

Framlagt minnisblað fjármálastjóra v. frávika frá fjárhagsáætlun.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra v. frávika frá fjárhagsáætlun.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - undirbúningur

1508079

Framlögð tillaga um skiptingu tekna niður á málaflokka.
Framlögð tillaga um skiptingu tekna ársins 2016 niður á málaflokka. Byggðarráð samþykkir að heimila fjármálasviði að vinna skv. fyrirliggjandi skiptingu með áorðnum breytingum.

3.F.h. íbúa við Túngötu - mótmæli

1509022

Framlagður undirskriftalisti íbúa við Túngötu þar sem mótmælt er sölu skólahúss á Hvanneyri.
Framlagður undirskriftalisti íbúa við Túngötu þar sem mótmælt er fyrirhugaðri sölu skólahúss á Hvanneyri.

4.Varmaland - húsnæðismál GBf.

1509066

Framlögð gögn v. fyrirhugaðra breytinga á húsnæði GBf á Varmalandi
Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna kom á fundinn og fór yfir fyrirhugaðar breytingar á skólahúsnæði á Varmalandi sem nauðsynlegar eru vegna fyrirhugaðrar sölu á Húsmæðraskólanum. Samþykkt að heimila umsjónarmanni fasteigna að undirbúa framkvæmdir í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun. Kostnaði verði mætt með tekjum af sölu fasteigna.

5.Skammtímasamningur um skólamál

1509054

Framlögð drög Skorradalshrepps að skammtímasamningi um skólahald.
Framlagt uppkast frá Skorradalshreppi að skammtímasamningi um skólahald.
Sveitarstjóra falið að funda með oddvita Skorradalshrepps um stöðu málsins. Skýrt þarf að koma fram í því samtali að óréttlætanlegt er fyrir íbúa í Borgarbyggð að Skorradalshreppur greiði lægra gjald pr.nemenda í Grunnskóla Borgarfjarðar en skattgreiðendur í Borgarbyggð. Mikilvægt er að lending fáist í málið fyrir 01.11.2015.

6.NPA samningar

1509024

Framlögð gögn vegna NPA samninga.
Framlögð gögn vegna NPA samninga. Samþykkt að hækka tímagjald vegna NPA samnings í kr. 3.090 á klst. Hækkunin gildir frá 1. september 2015. Komi ekki til hækkun á framlagi ríkisins til verkefnisins getur sveitarfélagið ekki samþykkt frekari hækkun á yfirstandandi fjárhagsári.

7.Gunnlaugsgata 17 - söluferli

1509055

Framlagt tilboð í Kveldúlfsgötu 17.
Framlagt tilboð í Gunnlaugsgötu 17 að upphæð 5,6 millj. Byggðarráð samþykkir framkomið kauptilboð.

8.Króksland í Norðurárdal - girðingar

1407013

Framlagt bréf Bjarna S. Ásgeirssonar hrl. v. afréttargirðingar á Króki ásamt niðurstöðu nefndar um girðingarmál.
Framlagt bréf Bjarna S. Ásgeirssonar hrl. v. afréttargirðingar á Króki ásamt niðurstöðu nefndar um girðingarmál. Sveitarstjóra falið að upplýsa bréfritara um afstöðu sveitarfélagsins til þessa máls sbr. afgreiðslu máls nr. 1509059.

9.Krókur - afréttarmál

1509059

Framlagt lögfræðiálit frá LEX v. Krókslands.
Framlagt lögfræðiálit frá LEX lögmannsstofu v. Krókslands. Samþykkt að fela sveitarstjóra að semja við LEX lögmannsstofu um að undirbúa málsókn á grundvelli hefðar.

10.Styrktarsamkoma í Hjálmakletti - þakkir

1509044

Framlagt þakkarbréf frá heimilis - og starfsfólki í Brákarhlíð.
Framlagt þakkarbréf frá heimilis - og starfsfólki í Brákarhlíð fyrir afnot af Hjálmakletti.

11.Starfsleyfistillaga fyrir Útungun í Múlakoti

1509035

Starfsleyfistillaga fyrir útungun í Múlakoti lögð fram.
Starfsleyfistillaga fyrir útungun í Múlakoti lögð fram. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið starfsleyfi verði gefið út.

12.Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi

1503031

Fundargerðir nr. 1 - 4. og áfangaskýrsla byggingarnefndar GB lagðar fram.
Fundargerðir nr. 1 - 4 og áfangaskýrsla byggingarnefndar GB lagðar fram. Helgi Haukur Hauksson tekur sæti Guðveigar Eyglóardóttur í nefndinni.

13.Þjóðahátið Vesturlands 2015

1509057

Framlögð beiðni Félags nýrra Íslendinga um styrk.
Framlögð beiðni Félags nýrra Íslendinga um styrk. Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið með afnotum af Hjálmakletti.

14.Ritun sögu Borgarness

1403057

Framlagt minnisblað vegna ritunar sögu Borgarness á árinu 2016.
Framlagt minnisblað vegna ritunar sögu Borgarness á árinu 2016. Samþykkt að vísa minnisblaðinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2016. Guðveig vék af fundi undir þessum lið.

15.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2016 - Bifröst

1509069

Framlagt bréf frá Íbúaráði Háskólans á Bifröst varðandi fjárhagsáætlun 2016
Framlagt bréf frá Íbúaráði Háskólans á Bifröst varðandi fjárhagsáætlun 2016. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.

16.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2015

1509011

Framlögð tilkynning um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.
Framlögð tilkynning um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

17.Fundur með sveitarstjórnum haustið 2015

1509067

Framlagt bréf Alþingis varðandi viðtalstíma Fjárlaganefndar.
Framlagt bréf Alþingis varðandi viðtalstíma Fjárlaganefndar. Gert er ráð fyrir viðtalstíma 9. október.

18.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015

1509049

Framlagt fundarboð v. ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Framlagt fundarboð v. ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sveitarstjóri mun sækja þann fund.

19.Haustþing SSV 2015 - fundarboð

1509076

Framlagt fundarboð á haustfund SSV
Framlagt fundarboð á haustfund SSV 7. október.

20.Skipulagsdagurinn 17. september

1509068

Framlögð gögn v. Skipulagsdags 2015
Framlögð gögn v. Skipulagsdags 2015.

21.159. fundur í Safnahúsi

1509063

Fundaggerð 159. fundar í Safnahúsi Borgarfjarðar lögð fram.
Fundargerð 159. fundar í Safnahúsi Borgarfjarðar lögð fram.

22.Fundargerð frá 119 fundi stjórnar SSV

1509064

Fundargerð 119. fundar stjórnar SSV framlögð
Fundargerð 119. fundar stjórnar SSV framlögð.

Fundi slitið - kl. 10:00.