Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

354. fundur 24. september 2015 kl. 15:00 - 16:00 Hilton Reykjavík Nordica
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Magnús Smári Snorrason varamaður
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2016 - undirbúningur

1508079

Fyrir liggja tillögur sem unnið er eftir á sviði fræðslumála og er varða eignasölu. Rætt um vinnu sveitarstjórnar við greiningu á hagræðingarmöguleikum í rekstri í öðrum málaflokkum. Samþykkt að undirbúa stofnun vinnuhópa sem í eigi sæti sveitarstjórnarfulltrúar, sviðsstjórar, forstöðumenn og fulltrúar fagnefnda.

2.Starfsmannamál

1505033

Framlagt minnisblað sveitarstjóra varðandi hagræðingu í launamálum.
Framlagt minnisblað sveitarstjóra varðandi hagræðingu í launamálum.
Niðurstaðan er að sparnaður vegna heildarlauna með yfirvinnu og launatengdum gjöldum á ársgrunni er í samræmi við markmið sveitarstjórnar.

3.Skólastefna Borgarbyggðar

1505019

Framlögð fyrirspurn um form og kostnað við lýðfræðikönnun og svar við fyrirspurn.
Framlögð fyrirspurn um form og kostnað við lýðfræðikönnun og svar við fyrirspurn. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við SSV um gerð íbúaspár fyrir Borgarbyggð. Kostnaður færist á fræðslumál.

4.Könnun á netþörf til sveita

1509092

Framlögð áætlun um könnun á netþörf til sveita.
Framlögð áætlun um könnun á netþörf til sveita. Sveitarstjóri kynnti undirbúningsvinnu í tengslum við könnun á netþörf til sveita. Í könnunni er spurt eftir viðhorfi fólks til lagningar ljósleiðara og viðhorfi íbúa til þátttöku í greiðslu kostnaðar. Könnunin nær til lögbýla og sumarhúsaeigenda. Kostnaður færist af sameiginlegum kostnaði - lið 4332.

5.Beiðni um "frítt í sund"

1509087

Framlögð beiðni Félags eldri borgara í Borgarnesi um að félagar fái frítt í sund einn dag í viku.
Framlögð beiðni Félags eldri borgara í Borgarnesi um að félagar fái frítt í sund einn dag í viku.
Samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2016.

6.Skólaakstur foreldra

1509008

Framlagt minnisblað sveitarstjóra varðandi skólaakstur foreldra.
Framlagt minnisblað sveitarstjóra varðandi skólaakstur foreldra. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum.

7.Áskorun um tafarlausar úrbætur

1509082

Bréf Bjarna Þorsteinssonar um umferðaröryggismál lagt fram.
Bréf Bjarna Þorsteinssonar um umferðaröryggismál lagt fram. Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur móts við leikskólann Klettaborg. Sveitarstjóri greindi frá fyrirhuguðum fundi með vegagerðinni í Borgarnesi um umferðaröryggismál.

8.Drög frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar

1509081

Drög frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar lögð fram.
Drög frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar lögð fram.

9.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 8. og 9. október

1509077

Framlagt fundarboð á Landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga 8. og 9. okt.
Framlagt fundarboð á Landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga 8. og 9. okt.

10.Minnisblað vegna fjárhagsáætlana fyrir árin 2016-2019

1509079

Framlögð minnisblöð Sambands ísl. sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlunar 2016.
Framlögð minnisblöð Sambands ísl. sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlunar 2016.

11.Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

1509084

Framlögð tilkynning um tímabundna verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Framlögð tilkynning um tímabundna verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

12.Umhverfisþing 2015 - boðsbréf

1509080

Framlagt boðsbréf á Umhverfisþing 2015
Framlagt boðsbréf á Umhverfisþing 2015.

13.Fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

1509085

Fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.
Fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.

Fundi slitið - kl. 16:00.