Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

355. fundur 01. október 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2016 - undirbúningur

1508079

Vinna við hagræðingu í rekstri málaflokka.
Framlögð erindisbréf fyrir vinnuhópa sem stofnaðir verða um hagræðingu í rekstri málaflokka á sviði félagsþjónustu, menningarmála, æskulýðs- og íþróttamála og á sviði umhverfis- og skipulagsmála.

2.Varmaland, einbýlishús 1

1504113

Framlagt kauptilboð í einbýlishús 1 á Varmalandi
Framlagt kauptilboð í einbýlishús 1 á Varmalandi. Byggðarráð samþykkir tilboðið.

3.Erindi v.ósk um framlag árið 2016

1509106

Framlagt erindi Hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar um framlag árið 2016.
Framlagt erindi Hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar um framlag árið 2016. Byggðarráð samþykir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

4.Beiðni um þátttöku í húsgagnakaupum f. Hjálmaklett.

1509129

Framlögð beiðni skólameistara MB um þátttöku í húsgagnakaupum f. Hjálmaklett.
Framlögð beiðni skólameistara MB um þátttöku í húsgagnakaupum f. Hjálmaklett. Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

5.Kæra vegna málsmeðferðar við grenndarkynningu

1307027

Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála vegna kæru IKAN vegna Egilsgötu 6.
Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála vegna kæru IKAN vegna Egilsgötu 6. Samþykkt að vísa úrskurðinum til umhverfis-skipulags og landbúnaðarnefndar.

6.Félagsfundur 2.10.2015 - fundarboð

1509114

Framlagt fundarboð frá Veiðifélagi Álftár.
Framlagt fundarboð frá Veiðifélagi Álftár. Byggðarráð samþykkir að Einar Ole Pedersen verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

7.Samþykktir sveitarfélaga-erindi frá heilbrigðisnefnd Vesturlands

1509108

Framlögð gögn frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands
Framlögð fundargerð heilbrigðisnefndar frá 7. sept. og úrskurður vegna framsals þvingunarúrræða (v. númerslausra bíla) frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar hjá umhverfis - og skipulagssviðs.

8.ÖLL KURL TIL GRAFAR - ályktun stjórnar Heimilis og skóla

1509118

Framlögð ályktun Heimilis og skóla varðandi dekkjakurl á fótboltavöllum.
Framlögð ályktun Heimilis og skóla varðandi dekkjakurl á fótboltavöllum. Ennfremur lagt fram minnisblað frá verkefnisstjóra á umhverfis og skipulagssviði Borgarbyggðar. Byggðarráð telur fulla ástæðu til að fylgjast með umræðum og rannsóknum sem gerðar eru á notkun dekkjakurls á íþróttavöllum.

9.Sauðamessa 2015

1508020

Framlögð beiðni um heimild til að halda 16 ára ball í Hjálmakletti.
Framlögð beiðni frá framkvæmdaaðilum Sauðamessu 2015 um heimild til að halda 16 ára ball í Hjálmakletti. Með tilvísun til samþykktar sveitarstjórnar 2013 hafnar byggðarráð beiðninni.

10.Snorrastofa í Reykholti 20 ára

1509116

Framlagt boðsbréf Snorrastofu v. 20 ára afmælis.
Framlagt boðsbréf Snorrastofu v. 20 ára afmælis. Menningar- og miðaldastofnunin Snorrastofa býður til dagskrár í tilefni af 20 ára afmæli sínu, laugardaginn 3. október næstkomandi kl. 15. Byggðarráð óskar Snorrastofu til hamingju með áfangann og farsælt starf síðustu 20 ára.

11.Reiðhöllin Vindási ehf - aðalfundur 2015

1509115

Framlagt fundarboð og ársreikningur fyrir Reiðhöllina Vindási ehf.
Framlagt fundarboð og ársreikningur fyrir Reiðhöllina Vindási ehf. Byggðarráð samþykkir að Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri sæki fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.

12.Viljayfirlýsing um ljósleiðaravæðingu

1509126

Framlögð viljayfirlýsing frá Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi ljósleiðaravæðingu.
Framlögð viljayfirlýsing frá Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi ljósleiðaravæðingu. Þar kemur fram að fyrirtækið lýsir vilja sínum til að leggja ljósleiðara í öll hús í Borgarnesi og á Hvanneyri á næstu tveimur árum.
Sveitarstjóri greindi frá undirbúningsvinnu varðandi ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. Ákveðið hefur verið að gera könnun í dreifbýli til að meta umfang verkefnisins.

13.Reikningsskilaaðferð 2015.

1509130

Sveitarstjóri kynnir breytingu á reikningsskilaaðferð v. ársins 2015
Oddur Jónsson frá KPMG og Aldís Arna Tryggvadóttir sviðsstjóri komu á fundinn og fóru yfir reikningsskilaaðferðir.

Byggðarráð leggur til að reikningsskilaleg framsetning samnings milli ríkissjóðs og Borgarbyggðar um byggingu, fjármögnun og rekstur hjúkrunarheimilis verði, frá og með árinu 2015, hagað þannig að farið verði með hann sem fjármögnunarleigusamning og beitt hefðbundnum reikningsskilareglum í samræmi við það. Er það mat byggðarráðs að sú framsetning endurspegli betur efnahagsleg áhrif samningsins á samningstíma. Breyting fjárhæða sbr. fyrirliggjandi gögn færist sem tilfærslur í fjárhagsáætlun ársins 2015 ásamt innri leigu í samræmi við reikningsskilareglur sveitarfélaga.

14.Frá nefndasviði Alþingis - 10. mál til umsagnar

1509110

Framlagt til umsagnar 10. mál frá nefndasviði Alþingis
Framlagt til umsagnar 10. mál frá nefndasviði Alþingis

15.Frá nefndasviði Alþingis - 140. mál til umsagnar

1509109

Framlagt til umsagnar 140. mál frá nefndasviði Alþingis.
Framlagt til umsagnar 140. mál frá nefndasviði Alþingis.

16.Frá nefndasviði Alþingis - 16. mál til umsagnar

1509121

Framlagt til umsagnar 16. mál frá nefndasviði Alþingis
Framlagt til umsagnar 140. mál frá nefndasviði Alþingis.

17.Frá nefndasviði Alþingis - mál til umsagnar

1509097

Frá nefndasviði Alþingis, velferðarnefnd, - 35. mál til umsagnar
Frá nefndasviði Alþingis, velferðarnefnd, - 35. mál til umsagnar

18.Frá nefndasviði Alþingis - mál til umsagnar

1509105

Framlagt til umsagnar 133. mál frá nefndasviði Alþingis.
Framlagt til umsagnar 133. mál frá nefndasviði Alþingis.

19.Fundur nr. 136 - Stjórn Faxaflóahafna

1509102

Framlögð fundargerð 136. fundar stjórnar Faxaflóahafnar.
Framlögð fundargerð 136. fundar stjórnar Faxaflóahafnar.

20.Til umsagnar 101. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

1509098

Til umsagnar 101. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis
Til umsagnar 101. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

21.Til umsagnar 3. mál frá velferðarnefnd Alþingis

1509095

Til umsagnar 3. mál frá velferðarnefnd Alþingis
Til umsagnar 3. mál frá velferðarnefnd Alþingis

22.160. fundur í Safnahúsi Borgarfjarðar.

1509107

Framlögð fundargerð 160. fundar Safnahúss Borgarfjarðar.
Framlögð fundargerð 160. fundar Safnahúss Borgarfjarðar.

23.Til umsagnar 4. mál frá velferðarnefnd Alþingis

1509096

Til umsagnar 4. mál frá velferðarnefnd Alþingis
Til umsagnar 4. mál frá velferðarnefnd Alþingis

24.Fundargerð 377. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

1509117

Fundargerð 377. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands framlögð.
Fundargerð 377. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands framlögð.

Fundi slitið - kl. 10:00.