Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

359. fundur 05. nóvember 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Vinabæjamót í Borgarbyggð 2017

1510071

Páll S. Brynjarsson kemur á fundinn.
Páll S. Brynjarsson formaður Borgarfjarðardeildar Norræna félagsins kom á fundinn og sagði frá vinabæjarsamskiptum liðinna ára en það kemur í hlut Borgarbyggðar að halda vinabæjarmót árið 2017.

2.Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi

1503031

Helgi Haukur Hauksson form. byggingarnefndar kemur á fundinn.
Helgi Haukur Hauksson form. byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi mætti á fundinn. Fór hann yfir stöðuna á vinnu nefndarinnar en ljóst er að brýnt er að hefja vinnu við hönnun skólans. Það er tillaga nefndarinnar að gengið verði til samninga við Einar Ingimarsson og Zeppelin arkitekta um hönnun. Byggðarráð samþykkir að heimila nefndinni að ganga til samninga við þessa hönnuði.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - undirbúningur

1508079

Framlögð gögn: Drög að fjárfestingaáætlun, drög að viðhaldsáætlun, tillaga að gjaldskrám og álagningu gjalda.
Aldís Arna Tryggvadóttir sviðsstjóri og Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri komu á fundinn og fóru yfir tillögur að gjaldskrám og álagningarprósentum af tekjustofnum.
Guðrún Hilmisdóttir sviðsstjóri og Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður eignasjóðs komu á fundinn og fóru yfir drög að fjárfestinga - og viðhaldsáætlun ársins 2016.

4.Úthlutanir úr Jöfnunarsjóði

1510099

Framlagðar skrár yfir úthlutanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2016.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri fór yfir úthlutanir Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2015 og áætlun fyrir 2016.

5.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2016

1511007

Fjárhagsáætlun 2016 fyrir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ásamt greiðsluálætlun lögð fram.
Fjárhagsáætlun 2016 fyrir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ásamt greiðsluáætlun lögð fram. Byggðarráð vísar áætlunni til fjárhagsáætlunar 2016.

6.Forkaupsréttur hlutafjár - bréf

1510101

Framlagt bréf Límtré Vírnet hf . þar sem Borgarbyggð er boðið að neyta forkaupsréttar að hlutabréfum í félaginu
Framlagt bréf Límtré Vírnet hf. þar sem Borgarbyggð er boðið að neyta forkaupsréttar að hlutabréfum í félaginu. Byggðarráð samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar.

7.Beiðni um lögbýlisrétt fyrir Ártún - umsögn

1510100

Framlögð beiðni eigenda Ártúns í Reykholtsdal um að heimilt verði að gera eignina að lögbýli.
Framlögð beiðni eigenda Ártúns í Reykholtsdal um að heimilt verði að gera eignina að lögbýli. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við að Ártún verði gert að lögbýli.

8.Heimildarmynd - Páll í Húsafelli, umsókn um styrk

1511014

Framlögð umsókn um styrk vegna gerðar heimildarmyndar um listamanninn Pál á Húsafelli
Framlögð umsókn um styrk frá Páli Steingrímsyni kvikmyndargerðarmanni vegna gerðar heimildarmyndar um listamanninn Pál á Húsafelli. Byggðarráð samþykkir að veita kr. 300.000. - til verkefnisins og er upphæðin færð á liðinn "styrkir til menningarmála".

9.Fundargerð 220. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

1510090

Fundargerð 220. fundar OR lögð fram.
Fundargerð 220. fundar OR lögð fram.

10.Fundargerð 378. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

1510091

Fundargerð 378. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram.
Fundargerð 378. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram.

11.Fundargerðir 129. og 130. fundar stjórnar Heilbr.eftirl. Vesturlands.

1511008

Fundargerðir 129. og 130. fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands lagðar fram.
Fundargerðir 129. og 130. fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 10:00.