Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

362. fundur 03. desember 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki.

1507010

Viðauki við fjárhagsáætlun 2015 lagður fram.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kom á fundinn og fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2015. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

2.Fjárhagsáætlun 2016

1511030

Fjárhagsáætlun 2016 - 2019
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið. Samþykkt að verðlagsbreytingar í fjárhagsáætlun 2016 verði 3,2% í samræmi við þjóðhagsspá og gjaldskrár taki sömu breytingum. Byggðarráð samþykkir að vísa fjögurra ára áætlun með áorðnum breytingum til sveitarstjórnar.
Rætt um starfsmannamál, trúnaðarmál.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur varðandi endurgreiðslu á víkjandi láni sem veitt var fyrirtækinu í tengslum við Planið.

3.Reglubundinn eigendafundur OR 26. nóvember 2015 - fundarboð

1511027

Arðgreiðslustefna Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram til samþykktar.
Arðgreiðslustefna Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram. Byggðarráð samþykkir arðgreiðslustefnuna.

4.Skýrsla starfshóps mmr. um samstarf háskóla

1512005

Framlögð lokaskýrsla starfshóps mennat - og menningarmálaráðuneytis um samstarf háskóla í Norðvesturkjördæmi.
Framlögð lokaskýrsla starfshóps mennta - og menningarmálaráðuneytis um samstarf háskóla í Norðvesturkjördæmi.

5.Ályktun frá aðalfundi Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis

1512001

Framlögð ályktun Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis
Framlögð ályktun Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis frá fundi 24.nóvember 2015.
Sveitarstjóri lagði fram svör við fyrirspurn RFK á síðasta sveitarstjórnarfundi.

6.Hraunklif 2- niðurfelling lóðar, umsókn

1511028

Framlagt bréf Birgis Haukssonar þar sem sótt er um niðurfellingu sumarhúsalóðar.
Framlagt bréf Birgis Haukssonar þar sem sótt er um niðurfellingu sumarhúsalóða á Reit 1 í landi Hreðavatns.
Byggðarráð samþykkir að allar óbyggðar lóðir í deiliskipulagi Reits 1 í landi Hreðavatns verði felldar niður.

7.164. fundur í Safnahúsi

1511127

Framlögð fundargerð 164. fundar Safnahúss Borgarfjarðar.
Framlögð fundargerð 164. fundar Safnahúss Borgarfjarðar.

8.Skátafélagið í Borgarnesi - umsókn um styrk

1512008

Framlögð beiðni Skátafélags Borgarness um styrk til starfsemi sinnar.
Framlögð beiðni Skátafélags Borgarness um styrk til starfsemi sinnar. Samþykkt að styrkja félagið um 250 þús. Gert er ráð fyrir styrknum á fjárhagsáætlun 2016 undir liðnum íþrótta og æskulýðsmál. GJ vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla við aðila máls.

9.Framkvæmdir við kirkjugarð í Reykholti.

1512009

Framlögð beiðni um fjárframlag til framkvæmda við kirkjugarð í Reykholti.
Framlögð beiðni um fjárframlag til framkvæmda við kirkjugarð í Reykholti. Samþykkt að veita 500 þús. kr. til endurbóta á kirkjugarði á fjárhagsáætlun 2016.

10.Fundargerð 832. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga

1511126

Fundargerð 832. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.
Fundargerð 832. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.

11.Fundargerðir 221. og 222. funda stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

1511099

Framlagðar fundargerðir 221. og 222. fundar Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagðar fundargerðir 221. og 222. fundar Orkuveitu Reykjavíkur.

12.Hækkun gjaldskrár - janúar 2016

1511102

Framlögð gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands.
Framlögð gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands.

Fundi slitið - kl. 10:00.