Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

363. fundur 17. desember 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fundargerð frá 121 fundi stjórnar SSV

1512041

Fundargerð 121. fundar stjórnar SSV lögð fram.
Fundargerð 121. fundar stjórnar SSV lögð fram.

2.Fundur nr. 139 - Fundargerð

1512043

Fundargerð 139. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. lögð fram.
Fundargerð 139. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. lögð fram.

3.Hagræðing í rekstri Borgarbyggðar

1502112

Framlagðar skýrslur hagræðingarhópa á sviði umhverfis - og skipulagsmála og fjölskyldu- menningar - íþrótta og tómstundamála.
Framlagðar skýrslur hagræðingarhópa á sviði umhverfis - og skipulagsmála og fjölskyldu- menningar - íþrótta og tómstundamála. Helgi Haukur Hauksson og Jónína Erna Arnardóttir formenn hagræðingarhópanna kynntu skýrslurnar. Byggðarráð þakkar formönnum kynninguna og vinnuhópunum góða vinnu. Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðsstjórum að vinna tillögur að næstu skrefum.

4.NPA samningar

1509024

Framlagt minnisblað félagsmálastjóra um NPA samning.
Framlagt minnisblað félagsmálastjóra um NPA samning. Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið. Rætt um kostnaðarhækkun vegna launahækkana. Kynntu þær hækkun sérstakra framlaga Jöfnunarsjóðs vegna NPA úr 20% í 25% vegna ársins 2016.

5.Stjórnsýslukæra - úrskurður

1512036

Framlagður úrskurður innanríkisráðuneytis í stjórnsýslukæru Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis á hendur Borgarbyggð.
Framlagður úrskurður innanríkisráðuneytis í stjórnsýslukæru Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis á hendur Borgarbyggð. Ráðuneytið vísar kærunni frá.

6.Fasteignagjöld - beiðni um lækkun

1511066

Lögð fram beiðni Halldísar Gunnarsdóttur um endurreikning fasteignagjalda fimm ár aftur í tímann.
Lögð fram beiðni íbúa um endurreikning fasteignagjalda vegna breyttrar skráningar fasteignamats, fimm ár aftur í tímann. Erindið samþykkt.

7.Íþróttamaður Borgarbyggðar 2015 - valnefnd

1512049

Framlagður póstur frá UMSB þar sem beðið er um tilnefningu fulltrúa í valnefnd skv. reglugerð þar um.
Framlagður póstur frá UMSB þar sem beðið er um tilnefningu fulltrúa í valnefnd skv. reglugerð þar um. Samþykkt að tilnefna Írisi Grönfeld fulltrúa Borgarbyggðar í valnefndinni.

8.Fjarskipti og tölvumál

1512048

Kynnt staða viðræðna við fjarskiptafyrirtæki.
Gestur J. Grjetarsson umsjónarmaður tölvumála og Helga Margrét Friðriksdóttir innheimtufulltrúi sátu fundinn undir þessum lið. Kynntu þau stöðu vinnu við endurskoðun á fjarskipta - og tölvumálum með það að markmiði að tryggja rekstraröryggi og aukna hagkvæmni. Samþykkt að endursemja við Símann um far - og borðsímaþjónustu. Samningurinn gerir ráð fyrir að kostnaður lækki um 2 millj. á ársgrunni.

9.Gjaldskrá akstursþjónustu 2016.

1512050

Framlögð leiðrétting á gjaldskrá akstursþjónustu 2016.
Framlögð leiðrétting á gjaldskrá akstursþjónustu 2016. Byggðarráð samþykkir leiðréttingu á gjaldskrá ferðaþjónustu þannig að gjald fyrir hverja ferð verði 210 kr. og 125 kr. með afsláttarmiða.

10.Átak til atvinnuuppbyggingar

1512011

Framlagt bréf Kjartans Ragnarssonar varðandi hugmyndir að sýningum er lúta að sögu þjóðveldisins.
Framlagt bréf Kjartans Ragnarssonar varðandi hugmyndir að sýningum er lúta að sögu þjóðveldisins. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara og fulltrúa SSV.

11.Til umsagnar 263. mál frá nefndasviði Alþingis, tekjustofnar sveitarfélaga

1511052

Máli vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn 10.12.
Byggðarráð Borgarbyggðar mælir ekki með því við Alþingi að frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga 263. mál, verði samþykkt.

Ljóst er, ef af verður, munu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fá stóran hluta þess framlags sem rennur til Jöfnunarsjóðs vegna bankaskattsins. Það hefur í för með sér að sveitarfélög á landsbyggðinni munu fá minna en ef að framlagið færi í hefðbundinn farveg úthlutunar Jöfnunarsjóðs.

Byggðarráð áréttar að hlutverk Jöfnunarsjóðs er að jafna fjárhagslega stöðu sveitarfélaga.

12.Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2016.

1512047

Framlögð tillaga að tekjumörkum vegna afsláttar af fasteignaskatti elli - og örorkulífeyrisþega á áriu 2016.
Framlögð tillaga að tekjumörkum vegna afsláttar af fasteignaskatti elli - og örorkulífeyrisþega á áriu 2016. Byggðarráð samþykkir tillöguna.

13.Veiðiskýrsla 2015

1512015

Framlögð skýrsla Veiðifélags Norðurár um veiði árið 2015.
Framlögð skýrsla Veiðifélags Norðurár um veiði árið 2015.

14.Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2014

1507042

Framlagt bréf EFS dags. 2.12.2015.
Framlagt bréf EFS dags. 2.12.2015. Í bréfinu kemur fram að ekki er óskað eftir frekari upplýsingum vegna ársins 2014 og útkomuspár 2015. Í bréfinu er hvatt til áframhaldandi aðhalds í rekstri og nauðsyn þess að jafnvægisreglu verði náð.

15.Fornbílafjelag áframleiga húsnæðis (gúanós)

1512046

Framlögð beiðni Fornbílafjelags Borgarfjarðar um heimild til að framleigja hluta af húsnæði því er það hefur til afnota hjá Borgarbyggð.
Framlögð beiðni Fornbílafjelags Borgarfjarðar um heimild til að framleigja hluta af húsnæði því er það hefur til afnota hjá Borgarbyggð. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og er sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.

16.Endurskoðun á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um málefni fatlaðra

1512042

Framlagt bréf SSV um endurskoðun á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um málefni fatlaðra.
Framlagt bréf SSV um endurskoðun á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um málefni fatlaðra. Byggðarráð lýsir yfir vilja til að vinna að endurskoðun samnings.

17.Fundargerðir 223. og 224. funda stjórnar OR.

1512052

Fundargerðir 223. og 224. funda stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lagðar fram.
Fundargerðir 223. og 224. funda stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lagðar fram.
Næsti reglulegi fundur byggðarráðs verður haldinn 7. janúar 2016. Jónína Erna Arnardóttir tók sæti Björns Bjarka Þorsteinssonar kl. 10.

Fundi slitið - kl. 10:00.