Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

365. fundur 21. janúar 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Finnbogi Leifsson varamaður
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður stýrði fundi.

1.Hagræðing í rekstri Borgarbyggðar

1502112

Framlagt minnisblað byggt á skýrslum um hagræðingu í rekstri Borgarbyggðar.
Framlagðar tillögur að framkvæmd hugmynda vinnuhópa um hagræðingu í rekstri byggt á skýrslum þeirra. Sveitarstjóri kynnti hugmyndirnar og þá vinnu sem fara þarf í, í kjölfar þessara skýrslna. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að verklagi.

2.Fjarskipti og tölvumál

1512048

Gestur A. Grjetarsson kemur á fundinn og fer yfir framkomin tilboð í netþjónustu.
Gestur A. Grjetarsson mætti á fundinn og kynnti hagræðingarmöguleika í netþjónustu. Byggðarráð samþykkti að óska eftir útfærðri tillögu og aðgerðaráætlun fyrir næsta fund.

3.Fornbílafjelag áframleiga húsnæðis (gúanós)

1512046

Ingi Tryggvason kemur á fundinn og fer yfir álitamál varðandi beiðni félagsins um framleigu húsnæðis.
Ingi Tryggvason og Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna komu á fundinn og fóru yfir mál varðandi beiðni Fornbílafjelags Borgarfjarðar um framleigu húsnæðis. Byggðarráð felur Inga Tryggvasyni að gera minnisblað um stöðu sveitarfélagsins í ljósi samnings við Fornbílafjelagið og reglur Borgarbyggðar um útleigu fasteigna í Brákarey.

4.Grunnskólamál

1512080

Máli vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn. Framlagðar umsagnir skólaráða skólanna.
Framlagðar umsagnir skólaráða GB, GBF og foreldraráðs leikskólans Andabæjar varðandi tillögu fræðslunefndar um skólastarf á Hvanneyri. Byggðarráð þakkar framkomnar umsagnir og samþykkir að vísa þeim til fræðslunefndar.

5.Ósk um samþykki fyrir sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri

1601031

Framlögð umsókn Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis um heimild til að stofna sjálfstæðan skóla á Hvanneyri.
Framlögð umsókn Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis um heimild til að stofna sjálfstæðan skóla á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi:
Fræðslunefnd hefur lagt fram tillögu um að samrekinn leik- og grunnskóli á Hvanneyri verði fyrir nemendur frá 18 mánaða aldri til loka þriðja bekkjar í Andabæ og að skólaakstur verði að Kleppjárnsreykjum. Þessi tillaga er nú til umfjöllunar í byggðaráði og fræðslunefnd og liggja fyrir umsagnir skóla - og foreldraráða.
Tillaga um sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri þar sem m.a. er gert er ráð fyrir fjölgun bekkjardeilda upp í 7. bekk og framlagi Borgarbyggðar til reksturs í samræmi við 3. mgr. 43. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 er ekki í samræmi við fyrirliggjandi tillögu um samrekinn leik - og grunnskóla. Byggðaráð samþykkir að hafna framkominni beiðni Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis um heimild til að stofna sjálfstæðan skóla á Hvanneyri. Er það gert með vísan til 1. mgr. 43. gr laga um grunnskóla nr. 91/2008.

6.Til umsagnar 263. mál frá nefndasviði Alþingis, tekjustofnar sveitarfélaga

1511052

Framlögð umsögn Sókn lögmannsstofu varðandi réttarstöðu Borgarbyggðar í kjölfar fyrirhugaðra breytinga á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs.
Framlögð umsögn Sókn lögmannsstofu varðandi réttarstöðu Borgarbyggðar í tengslum við frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og afturvirkni þeirra. Sveitarstjóra falið að fylgja eftir áliti Sókn lögmannsstofu og kynna það fyrir Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Skv. álitinu kann Borgarbyggð að eiga lögvarða kröfu um framlög úr Jöfnunarsjóði m.v. gildandi reglur á árinu 2014, 2015 og e.t.v. 2016

7.166. fundur í Safnahúsi Borgarfjarðar

1601029

Fundargerð 166. fundar í Safnahúsi Borgarfjarðar lögð fram.
Fundargerð 166. fundar í Safnahúsi Borgarfjarðar lögð fram.

8.Fráveita Kjartansgötu 21 og 23, erindi

1601037

Framlagt bréf Gunnars Kristjánssonar varðandi fráveitu við Kjartansgötu 21 og 23.
Framlagt bréf Gunnars Kristjánssonar varðandi fráveitu við Kjartansgötu 21 og 23. Erindinu vísað til Umhverfissviðs til úrvinnslu.

9.Vinabæjarmót 2016 - erindi

1601040

Framlagt bréf Borgarfjarðardeildar Norræna félagsins varðandi Vinabæjarmót 2016.
Framlagt bréf Borgarfjarðardeildar Norræna félagsins varðandi Vinabæjarmót 2016. Samþykkt að vísa hugmynd um samstarf um skólaverkefni til fræðslunefndar.

10.Skýrsla Veiðimálastofnunar um Norðurá fyrir 2015

1601034

Framlögð skýrsla Veiðimálastofnunar um Norðurá 2016.
Framlögð skýrsla Veiðimálastofnunar um Norðurá 2016.

11.Samgönguáætlun Vesturlands - skipun fulltrúa í vinnuhóp

1601035

Framlagt bréf SSV þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Borgarbyggð í vinnuhóp um samgönguáætlun Vesturlands.
Framlagt bréf SSV þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Borgarbyggð í vinnuhóp um samgönguáætlun Vesturlands. Byggðarráð samþykkir að tilnefna Björn Bjarka Þorsteinsson til setu í vinnuhópnum.

Fundi slitið - kl. 10:00.