Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

366. fundur 28. janúar 2016 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun

1503065

Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri fer yfir frávik frá fjárhagsáætlun 2015.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kom á fundinn og fór yfir frávik frá fjárhagsáætlun 2015. Almennt hefur stjórnendum tekist vel að halda stofnunum innan fjárhagsáætlunar og lýsir byggðarráð yfir ánægju með það.

2.Vinnuhópur um nýtingu Hjálmakletts.

1601060

Framlögð gögn er tengjast stofnun vinnuhóps um nýtingu Hjálmakletts.
Framlögð gögn er tengjast stofnun vinnuhóps um nýtingu Hjálmakletts. Sveitarstjórn skipar 3 fulltrúa í vinnuhópinn skv. erindisbréfi. Byggðarráð tilnefnir Helga Hauk Hauksson, Jónínu Ernu Arnardóttur og Ragnar Frank kristjánsson til setu í vinnuhópnum.

3.Fornbílafjelag áframleiga húsnæðis (gúanós)

1512046

Framlagt álit Inga Tryggvasonar varðandi framleigu Fornbílafjelags Borgarfjarðar á húsnæði í Brákarey.
Framlagt álit Inga Tryggvasonar varðandi framleigu Fornbílafjelags Borgarfjarðar á húsnæði í Brákarey. Framleiga húsnæðis í eigu Borgarbyggðar í Brákarey er háð reglum um útleigu húsnæðis og fellur þessi beiðni ekki þar undir. Byggðarráð samþykkir því að hafna erindi Fornbílafjelags Borgarfjarðar.

4.Fjarskipti og tölvumál

1512048

Framlögð sundurliðuð tilboð í netþjónustu við stofnanir Borgarbyggðar ásamt aðgerðaráætlun um innleiðingu.
Gestur A. Grjetarsson tölvuumsjónarmaður kom á fundinn og fór yfir, og útskýrði, þau tilboð sem liggja fyrir í netþjónustu. Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við Símafélagið enda mætir þeirra tilboð best þörfum sveitarfélagsins.

5.Ljósleiðaramál í dreifbýli

1601061

Undirbúningur vegna ljósleiðarakerfis í dreifbýli Borgarbyggðar.
Sveitarstjóri, ásamt tölvuumsjónarmanni, fóru yfir þær leiðir sem færar eru þegar farið verður að undirbúa ljósleiðaravæðingu í dreifbýlinu. Byggðarráð felur þeim að halda fram að vinna að undirbúningi.

6.Grunnskólamál

1512080

Framlögð tillaga fræðslunefndar um skólahald á Hvanneyri að fenginni umsögn skóla - og foreldraráða.
Framlögð tillaga fræðslunefndar um skólahald á Hvanneyri að fenginni umsögn skóla - og foreldraráða.
"Fræðslunefnd leggur til að í Andabæ verði frá haustinu 2016 samrekinn leik- og grunnskóli fyrir börn 18 mánaða til loka þriðja bekkjar. Frá hausti 2017 verði 12 mánaða börnum boðin skólavist í Andabæ. Skólaakstur verði frá Hvanneyri að Kleppjárnsreykjum."
Byggðarráð leggur áherslu á að lokið verði við gerð skólanámskrár hið allra fyrsta í samvinnu við hagsmunaaðila þar sem byggt verði á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.

7.Umsóknir um styrk til réttindanáms veturinn 2015-2016

1512058

Framlögð umsókn um styrk vegna náms.
Framlögð umsókn um styrk vegna náms.
Byggðarráð samþykkir framlagða beiðni með tilvísun í reglur Borgarbyggðar um styrki til starfsmanna í skólum Borgarbyggðar. Reglurnar gilda m.a. fyrir starfsmenn sem stunda grunnnám í fjarnámi á háskólastigi til leikskóla-, grunnskóla-, íþrótta- eða tónlistarkennaraprófs samhliða starfi eða öðru námi sem fellur undir uppeldis og menntamál.
.

8.Húsmæðraskólinn á Varmalandi - söluferli

1510040

Staða söluferlis Húsmæðraskólans á Varmalandi.
Benedikt Kristinsson kaupandi Húsmæðraskólans á Varmalandi kom á fundinn og fór yfir áætlanir í tengslum við kaupin. Byggðarráð leggur áherslu á að gengið verði frá kaupsamningi fyrir 6. febrúar.

9.Póstdreifing í dreifbýli

1601064

Ákvörðun Póstsins ohf um fækkun póstferða.
Ákvörðun Póstsins ohf um fækkun póstferða.
Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir áhyggjum af boðuðum breytingum á póstdreifingu í dreifbýli. Fyrirhuguð breyting mun leiða til þjónustuskerðingar við íbúa og fyrirtæki í dreifbýli.

10.Fundargerd_381_Hafnasamband Íslands

1601057

Fundargerð 381. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram.
Fundargerð 381. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram.

Fundi slitið - kl. 10:00.