Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

368. fundur 25. febrúar 2016 kl. 08:15 - 15:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Smári Snorrason varamaður
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Dalsmynni, fjallskilagjöld - kæra

1510029

Lögð fram kæra á álögð fjallskilagjöld
Lögð fram kæra á álögð fjallskilagjöld á landverð jarðarinnar Dalsmynni í Norðurárdal.
Samþykkt að fela verkefnastjóra að taka saman upplýsingar og lögfræðingi að svara erindinu.

2.Rauðsgilsrétt - fjármál

1602018

Framlögð fundargerð fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar sem vísað var til byggðarráðs á 136. fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn vísaði til byggðarráðs erindi sem tekið var fyrir á fundi fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar varðandi landleigu og uslagjald vegna Rauðsgilsréttar.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna að málinu.

3.Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um niðurskurð í skólum landsins

1602040

Framlögð ályktun Heimilis og skóla varðandi niðurskurð í skólum.
Lögð fram ályktun stjórnar Heimilis og skóla um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins.

4.Beiðni um leiðréttingu fasteignagjalda af Skúlagötu 19A

1508052

Framlögð beiðni Finns Torfa Hjörleifssonar um endurútreikning fasteignagjalda vegna Skúlagötu 19A.
Lögð fram beiðni um endurútreikning fasteignagjalda á árinu 2015 vegna Skúlagötu 19a þar sem að mat fasteignarinnar var breytt við gerð skiptayfirlýsingar.
Samþykkt að verða við beiðninni.

5.Breyting á úthlutunarreglum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða

1601044

Framlagt bréf Ferðamálastofu er varðar breytingar á úthlutunarreglum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
Lagt fram bréf Ferðamálastofu dags. 18.01."16 varðandi breytingu á starfsreglum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða varaðandi úthlutun styrkja úr sjóðnum.
Borgarbyggð á þrjár umsóknir um styrk inni í sjóðnum og hefur þeim verið breytt í samræmi við starfsreglurnar.

6.Húsmæðraskólinn á Varmalandi - söluferli

1510040

Lagður fram samningur um sölu á Húsmæðraskólanum á Varmalandi.
Lagður fram kaupsamningur um sölu á Húsmæðraskólanum á Varmalandi til Iceland incoming ferðir ehf.
Byggðarráð samþykkti samninginn.

7.Starf sveitarstjóra

1602063

Samþykkt hefur verið að auglýsa starf sveitarstjóra.
Rætt um auglýsingu eftir sveitarstjóra til starfa fyrir Borgarbyggð.
Leitað hefur verið upplýsinga um verð og verklag hjá sex ráðningarstofum varðandi vinnu við ráðningu.
Í ljósi niðurstöðu þeirra var samþykkt að fela fjármálastjóra að semja við Hagvang að sjá um ráðningarferlið.

8.Brúin til framtíðar

1602062

Rætt um verkefnið brúin til framtíðar og áframhaldandi vinnu við það.
Rætt um verkefnið Brúin til framtíðar sem hófst á síðasta ári.
Samþykkt að fela fjármálastjóra að ganga til samninga við KPMG ehf um framhald á því verkefni og fleiri fjármálaleg viðfangsefni fyrir sveitarfélagið.

9.Ljósleiðari í Borgarbyggð

1602023

Lögð fram svör sem bárust við auglýsingu frá Borgarbyggð um lagningu ljósleiðara.
Fyrir nokkru auglýsti Borgarbyggð eftir aðilum til að leggja ljósleiðara í Borgarbyggð. Þrír aðilar sýndu því áhuga að byggja og e.t.v. reka ljósleiðaranet í sveitarfélaginu.
Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Gestur Grétarsson tölvuumsjónarmaður hjá Borgarbyggð mættu á fundinn.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eru að fara af stað með könnun á áhuga notenda í dreifbýli fyrir að fá ljósleiðara. Málið verður rætt á ný þegar niðurstaða úr þeirri könnun liggur fyrir.

10.Eigendastefna Faxaflóahafna

1511047

Beiðni Reykjavíkurborgar um að gerða verði eigendastefna fyrir Faxaflóahafnir og óskað eftir tilnefningu Borgarbyggðar í eigendanefnd.
Lögð fram beiðni Reykjavíkurborgar um að gerð verði eigendastefna fyrir Faxaflóahafnir sf og óskað eftir tilnefningu í eigendanefnd. Borgarbyggð og Skorradalshreppur eiga sameiginlega að tilnefna fulltrúa.
Byggðarráð samþykkti að Sigrún Þormar verði fulltrúi í eigendanefndinni.

11.Þjónustusamningar við Skorradalshrepp

1509056

Rætt um þjónustusamninga við Skorradalshrepp
Rætt um þjónustusamninga við Skorradalshrepp.
Samþykkt að fela forseta sveitarstjórnar og fjármálastjóra að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

12.Fjölgun þjónustuíbúða

1601068

Sveitarstjórn vísaði tillögu velferðarnefndar til byggðarráðs
Sveitarstjórn vísaði til byggðarráðs tillögu velferðarnefndar um fjölgun þjónustuíbúða í Borgarbyggð.
Afgreiðslu frestað og fjármálastjóra falið að afla frekari upplýsinga.

13.Fræðsluferð á vegum SSV

1602061

Minnisblað framkvæmdastjóra SSV um fyrirhugaða fræðsluferð sveitarstjórnarmanna og embættismanna af Vesturlandi
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi fyrirhugaða fræðsluferð sveitarstjórnarmanna og embættismanna af Vesturlandi.
Byggðarráð gerir ekki ráð fyrir að fulltrúar frá Borgarbyggð taki þátt í ferðinni.

14.Sala hlutafjár

1602031

Sala hlutafjár í Vélabæ ehf
Borgarbyggð hefur boðið stjórn Vélabæjar ehf að kaupa hlut sveitarfélagsins í félaginu. Lagt var fram svar stjórnarinnar þar sem samþykkt er að kaupa hlutinn.
Samþykkt að taka tilboði stjórnarinnar.

15.Málefni Landbúnaðarháskólans

1602064

Fjallað verður um málefni Landbúnaðarháskólans á Búnaðarþingi í næstu viku.
Samþykkt að fela fjármálastjóra að senda starfsmanni Búnaðarþings skýrslu sem unnin var á vegum sveitarfélagsins um Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem málefni landbúnaðarháskóla verða til umfjöllunar á þinginu.

16.Fundargerð stjórnar SSV nr. 122

1602050

Fundargerð 122. fundar stjórnar SSV ásamt tölvupósti frá framkvæmdastjóra
Lögð fram fundargerð frá 122. fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Einnig var lagt fram boð á fund sem haldinn verður 2. mars n.k. um samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi um málefni fatlaðra.
Formanni velferðarnefndar, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálastjóra var falið að mæta á fundinn.

17.Safnahús - fundargerð 168. fundar

1602057

Fundargerð 168. starfsmannafundar í Safnahúsi Borgarfjaðrar
Lögð fram fundargerð starfsmannafundar í Safnahúsinu sem haldinn var 18.02."16.

18.Félagsfundur 20.1.2016 - fundargerð

1602022

Fundargerð félagsfundar Veiðifélags Norðurár lögð fram.
Lögð fram fundargerð félagsfundar í Veiðifélagi Norðurár sem haldinn var 20.01."16

19.Til umsagnar 14. mál frá nefndasviði Alþingis

1602024

Til umsagnar 14. mál frá nefndasviði Alþingis
Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns skuldara.

20.Tillaga til umsagnar frá Alþingi - fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn

1602060

Tillaga til þingsályktunar um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn - óskað eftir umsögn.
Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

21.Tillaga til umsagnar frá Alþingi - uppbygging áningarstaða

1602058

Tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu áningastaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi - beiðni um umsögn.
Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um þingsályktun um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.

22.Tillaga til umsagnar frá Alþingi - uppbygging ferðamannastaða

1602059

Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða) - beiðni um umsögn.
Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða).

23.Jöfnunarsjóður - tekjur v. bankaskatts

1602009

Rætt um erindi Borgarbyggðar til Jöfnunarsjóðs varðandi framlag vegna bankaskatts
Rætt um erindi Borgarbyggðar til Jöfnunarsjóðs varðandi framlag vegna bankaskatts.
Samþykkt að vinna áfram að málinu.

24.Skipan vinnuhópa

1602065

Rætt um skipan vinnuhópa um almenningssamgöngur, Hjálmaklett og byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi.
Rætt um skipan vinnuhópa sem eru að störfum.
Tilkynnt verður um fulltrúa í vinnuhópunum á næsta fundi byggðarráðs.

25.Atvinnumál

1602066

Rætt um atvinnumál. Fulltrúi frá fyrirtækinu Aurora mætir á fundinn til viðræðna um húsnæði við Vallarás í Borgarnesi
Rætt um atvinnumál.
Á fundinn mætti Gunnar Gunnarsson frá Aurora Seafood ehf til viðræðna.

Fundi slitið - kl. 15:00.