Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

369. fundur 03. mars 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Styrktarsjóður EBÍ 2016

1602068

Bréf EBÍ varðandi Styrktarsjóð EBÍ 2016
Bréf EBÍ varðandi Styrktarsjóð EBÍ 2016. Byggðarráð samþykkir að fela starfandi sveitarstjóra að kynna erindið fyrir forstöðumönnum.

Fylgiskjal: Bréf EBÍ 2016

2.Ársreikningur Faxaflóahafna 2015

1602078

Lagður fram ársreikningur Faxaflóahafna 2015 ásamt greinargerð hafnarstjóra
Lagður fram ársreikningur Faxaflóahafna 2015 ásamt greinargerð hafnarstjóra. Byggðarráð samþykkir að hvetja Faxaflóahafnir til þess að veita fjármunum til fegrunar á hafnarsvæði Borgarneshafnar.

Fylgiskjal: Ársreikningur Faxaflóahafna 2015.

3.Ársskýrsla Safnahúss 2015

1602074

Lögð fram ársskýrsla Safnahúss 2015
Lögð fram ársskýrsla Safnahúss 2015. Byggðarráð þakkar starfsfólki vandaða skýrslu og það mikilvæga starf sem þar er unnið á sviði menningar og lista. 10800 gestir komu í Safnahúsið og var það 6,3% aukning milli ára.

Fylgiskjal: Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar 2015.

4.Beiðni um afnot af Hjálmakletti

1603001

Beiðni Tónlistarfélags Borgarfjarðar um endurgjaldslaus afnot af Hjálmakletti vegna afmælistónleika
Lögð fram beiðni Tónlistarfélags Borgarfjarðar um endurgjaldslaus afnot af Hjálmakletti vegna afmælistónleika vegna 50 ára afmælis félagsins. Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið um því sem svarar húsaleigunni þar sem tónleikarnir eru opnir öllum endurgjaldslaust.

Fylgiskjal: Erindi Tónlistarfélags Borgarbyggðar.

5.Stjórn Handverkssjóðs félags iðnaðarmanna

1602069

Beiðni um tilnefningu í stjórn Handverkssjóðs félags iðnaðarmanna í Borgarnesi. Einn aðalmann og einn varamann.
Beiðni um tilnefningu í stjórn Handverkssjóðs félags iðnaðarmanna í Borgarnesi. Einn aðalmann og einn varamann.
Byggðarráð tilnefnir Ragnar Frank Kristjánsson sem aðalmann og Jónínu Ernu Arnardóttir sem varamann.

6.Fjölgun þjónustuíbúða

1601068

Minnisblað félagsmálastjóra varðandi fjölgun þjónustuíbúða.
Framlagt minnisblað félagsmálastjóra varðandi fjölgun þjónustuíbúða. Byggðarráð tekur undir afgreiðslu velferðarnefndar og samþykkir að vinna að fjölgun þjónustuíbúða fyrir aldraða í Borgarnesi en selja aðra eign á móti.
GE situr hjá við afgreiðslu málsins.

Fylgiskjal: Minnisblað félagsmálastjóra.

7.Jafnréttisáætlun

1409192

Sveitarstjórn samþykkti að vísa málinu til byggðarráðs
Sveitarstjórn samþykkti að vísa Jafnréttisáætlun til byggðarráðs á 136. fundi sínum. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þar sem beðið er álits Jafnréttisstofu.

Fylgiskjal: Drög að jafnréttisáætlun.

8.Erindi vegna fasteignagjalda o.fl.

1602071

Beiðni Hvítárbakka ehf um lækkun fasteignagjalda o.fl.
Beiðni Hvítárbakka ehf um lækkun fasteignagjalda, úrbætur í vega- og vatnsmálum. Byggðarráð samþykkir að fela fjármálasviði að endurskoða álagningu fasteignagjalda 2016 m.t.t. þess að hluti húsnæðisins er notaður sem íbúðarhúsnæði. Jafnframt er samþykkt að vinna áfram að endurskoðun álagningar á íbúðarhúsnæði sem notað er undir atvinnurekstur.
Varðandi úrbætur í vega - og vatnsmálum er bréfriturum bent á að beina erindi til Vegagerðar ríkisins og Orkuveitu Reykjavíkur.

9.Kæra álagningar fráveitugjalds

1602077

Bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru á gjaldskrá fráveitugjalds og álagningu fráveitugjalds 2016
Bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru sem beint er að Orkuveitu Reykjavíkur á gjaldskrá fráveitugjalds og álagningu fráveitugjalds 2016.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að taka saman þau gögn sem til eru og innifela samskipti vegna óska Borgarbyggðar um að sama gjaldskrá gildi á öllu svæði Orkuveitu Reykjavíkur.

Fylgiskjal: Bréf Úrskurðarnefndar og afrit kæru.

10.Brúin til framtíðar

1602062

Lagður fram samningur við KPMG um Brúin til framtíðar og fleiri fjármálaleg verkefni.
Lagður fram samningur við KPMG um "Brúin til framtíðar" og fleiri fjármálaleg verkefni. Byggðarráð samþykkir samninginn.

Fylgiskjal:
Brúin til framtíðar
Samningur við KPMG

11.Skipan vinnuhópa

1602065

Rætt um skipan í vinnuhópa
Nýskipan í vinnuhópa sem starfandi eru.
Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi: Pálmi Þór Sævarsson form., Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Sigursteinn Sigurðsson.
Vinnuhópur um almenningssamgöngur: Lilja Björg Ágústsdóttir form, Ragnar Frank Kristjánsson og Auður H Ingólfsdóttir.
Vinnuhópur um nýtingu Hjálmakletts: Jónína Erna Arnardóttir form, Ragnar Frank Kristjánsson og Rúnar Gíslason.
Byggðarráð samþykkir að fundargerðir verði lagðar fram í byggðarráði eftir hvern fund nefndarfund.

Fylgiskjöl:
Erindisbréf Bygginganefndar Grunnskólans í Borgarnesi
Erindisbréf Vinnuhóps um Hjálmaklett
Erindisbréf Vinnuhóps um almenningssamgöngur

12.Þjónustusamningar við Skorradalshrepp

1509056

Lagðir fram þjónustusamningar við Skorradalshrepp
Lagðir fram þjónustusamningar við Skorradalshrepp sem gilda frá 1.1.2016. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samninga.

Fylgiskjöl:
Yfirsamningur 2016
Grunnskóli 2016
Leikskóli 2016
Tónlistarskóli 2016
Félagsþjónusta 2016
Safnamál 2016
Brunavarnir 2016

13.Fjármál

1603002

Rætt um fjárhagsstöðu Borgarbyggðar
Rætt um fjárhagsstöðu Borgarbyggðar. Uppgjörsvinna gengur vel og er stefnt að því að ársreikningur verði tilbúinn til endurskoðunar um miðjan mars.
Samþykkt að fela starfandi sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við meðeigendur í OR um þátttöku í verðmati á fyrirtækinu.
GE óskar eftir upplýsingum um útistandandi kröfur fyrirtækja og stofnana við Borgarbyggð.

14.Starfsmannamál

1603005

Rætt um starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál og greiningu á þörfum um endurmenntun fyrir starfsfólk Borgarbyggðar sem unnin var af Símenntunarmið Vesturlands. Starfandi sveitarstjóra falið að taka málið upp á forstöðumannafundi.

Fundarskjal: Fræðsluáætlun

15.Ungmennaráð

1603004

Rætt um ungmennaráð
Rætt um ungmennaráð. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að setja í gang vinnu við endurskoðun á erindisbréfi ungmennaráðs Borgarbyggðar í samvinnu við hagsmunaaðila. Stefnt verði að fundi með ungmennaráði í apríl.

Fylgiskjal:
Erindisbréf ungmennaráðs.

16.Upplýsingamál

1603003

Rætt um upplýsingamál
Rætt um upplýsingamál. Vinna að nýrri heimasíðu er að komast á lokastig. Stefnt er að opnun 1. apríl. Samþykkt var að framvegis verði fylgiskjöl og innsend erindi sem tekin eru á dagskrá byggðarráðs birt með fundargerð nema um sé að ræða trúnaðarupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar.

17.Fundargerð 226. fundar stjórar Orkuveitu Reykjavíkur

1602067

Fundargerð 226. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
Fundargerð 226. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð 226. fundar stjórnar OR.

18.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

1603008

Fundarboð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður í Reykjavík 8. apríl n.k.
Fundarboð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður í Reykjavík 8. apríl n.k. lagt fram. BBÞ, GJ og GE eru fulltrúar Borgarbyggðar á landsþinginu.

Fundi slitið - kl. 10:00.