Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

370. fundur 17. mars 2016 kl. 08:00 - 10:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Aðalfundarboð Spalar 2016

1603025

Framlagt fundarboð vegna aðalfundar Spalar 2016
Eiríkur Ólafsson starfandi sveitarstjóri sótti aðalfund Spalar og greindi frá því helsta sem þar kom fram.

Fylgiskjöl:
Aðalfundarboð
Ársskýrsla Spalar
Ársreikningur Spalar

2.Áskoranir til sveitarstjórnar Borgarbyggðar

1603024

Áskoranir frá Framfarafélagi Borgfirðinga frá 2. mars lagðar fram.
Áskoranir frá Framfarafélagi Borgfirðinga frá 2. mars lagðar fram. Þar er rætt um fjarskipta - og lýðræðismál.
Varðandi fjarskiptamálin kom fram að Borgarbyggð áætlar 3 millj. kr. til að hefja hönnun og lagningu ljósleiðarakerfis í Borgarbyggð. SSV er að vinna að könnun á áhuga notenda í dreifbýli á ljósleiðara skv. bókun bókun byggðarráðs 25.febrúar s.l. Til stendur að vinna upplýsinga - og lýðræðisstefnu fyrir Borgarbyggð og er að því stefnt að þeirri vinnu ljúki fyrir árslok.
Byggðarráð þakkar Framfarafélaginu bréfið.

Fylgiskjal:
Bréf Framfarafélags Borgfirðinga.

3.Erindi f. Yrkjusjóði

1603026

Framlagt erindi Yrkjusjóðs um styrk
Framlagt erindi Yrkjusjóðs um styrk. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Fylgiskjal:
Bréf Yrkjusjóðs.

4.Framkvæmdir 2016

1603049

Rætt um framkvæmdir á áætlun 2016.
Rætt um framkvæmdir á áætlun 2016.Á fundinn komu Guðrún Hilmisdóttir sviðsstjóri og Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður eignasjóðs og fóru yfir framkvæmdaáætlun ársins og stöðu framkvæmda. Stærsta framkvæmdin í ár er hönnun og framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi og endurnýjun Kveldúlfsgötu.

Fylgiskjal: Framkvæmdaáætlun 2016

5.Unglingalandsmót 2016

1308010

Rætt um undirbúning unglingalandsmóts UMFÍ.
Rætt um undirbúning unglingalandsmóts UMFÍ. Áætlaður kostnaður Borgarbyggðar v. landsmótsins er 35 millj. kr. Á fjárhagsáætlun eru 15 millj. og framlag frá ríki 20 millj. kr. Byggðarráð tilnefnir Björn Bjarka Þorsteinsson sem nýjan fulltrúa Borgarbyggðar í undirbúningsnefnd landsmótsins.

Fylgiskjöl:
Samningur við UMFÍ.
Fundargerðir

6.Samningur um leigu netalagna í Hvítá 2016

1603023

Samningur Veiðifélagsins Hvítár um leigu netalagna í Hvítá 2016 lagður fram.
Samningur Veiðifélagsins Hvítár um leigu netalagna í Hvítá 2016 lagður fram.

7.Píratar í Borgarbyggð - bréf til sveitarstjórnar

1603034

Framlagt bréf Pírata í Borgarbyggð til sveitarstjórnar.
Framlagt bréf Pírata í Borgarbyggð til sveitarstjórnar. Byggðarráð þakkar Pírötum bréfið.

Fylgiskjal: Bréf Pírata.

8.Undanþága frá skiltaleyfisgjaldi

1603048

Beiðni knattspyrnudeildar umf. Skallagríms um undanþágu frá greiðslu leyfisgjalds fyrir skilti
Beiðni knattspyrnudeildar umf. Skallagríms um undanþágu frá greiðslu leyfisgjalds fyrir skilti sem stendur í Sandvíkinni. Byggðarráð hafnar erindinu á grundvelli samþykktar um skilti.

Fylgiskjöl:
Bréf Knattspyrnudeildar.
Samþykktir Borgarbyggðar um skilti.

9.Starf sveitarstjóra

1602063

Rætt um umsóknir um starf sveitarstjóra
Rætt um umsóknir um starf sveitarstjóra. Alls bárust 26 umsóknir. Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við Gunnlaug A Júlíusson. Samþykkt að boða til aukafundar sveitarstjórnar föstudaginn 18. mars.
Byggðaráð þakkar umsækjendum um starf sveitarstjóra sýndan áhuga.

10.Upplýsingamál

1603003

Gera þarf reglur um birtingu gagna með fundargerðum - ný heimasíða - fréttabréf
Gestur A. Grjetarsson tölvuumsjónarmaður Borgarbyggðar kom á fundinn og fór yfir stöðu fjarskiptamála og framgang þeirra mála sem í vinnslu eru. Skipaður verður vinnuhópur sem vinnur með tæknimönnum að lokafrágangi nýrrar heimasíðu. Stefnt er að því að kalla saman rýnihóp áður en heimasíðan verður opnuð.
Starfandi sveitarstjóra falið að vinna uppkast að reglum um birtingu gagna með fundargerðum.

11.Atvinnumál

1602066

Reginn Grímsson frá fyrirtækinu Fíbra kemur á fundinn og ræðir atvinnumál
Regin Grímsson, Haraldur Ingvarsson, Andri Þór Gunnarsson og Helga Hinriksdóttir frá fyrirtækinu Fíbra ehf. komu á fundinn og kynntu nýsköpunarverkefni sem fyrirtækið vinnur að.

12.Frá nefndasviði Alþingis - 275. mál til umsagnar

1603017

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - tillöga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.
Frá nefndasviði Alþingis - 275. mál, tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, til umsagnar - framlagt.

13.Faxaflóahafnir - fundur nr. 143

1603047

Framlögð fundargerð 143. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf.
Framlögð fundargerð 143. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf.

Fylgiskjal: Fundargerð 143. fundar.

14.Fundargerð 835. fundar stjórnar sambandsins

1603028

Fundargerð 835. fundar stjórnar sambandsins lögð fram.
Fundargerð 835. fundar stjórnar sambandsins lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð 835. fundar.

15.Fundargerð 836. fundar stjórnar sambandsins

1603021

Fundargerð 836. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.
Fundargerð 836. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð 836. fundar

16.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands nr. 133.

1603038

Fundargerð 133. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem var haldinn 7. mars. sl. framlögð
Fundargerð 133. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem var haldinn 7. mars. sl. framlögð

Fylgiskjal: Fundargerð 133. fundar

17.Fundur nr. 142 - stjórn Faxaflóahafna

1603035

Fundargerð 142. fundar stjórnar Faxaflóahafna lögð fram.
Fundargerð 142. fundar stjórnar Faxaflóahafna lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð 142. fundar

18.Jafnrétti í sveitarfélögum - málþing 31. mars og námskeið 1. apríl

1603044

Framlagt boðsbréf v. málþing 31. mars
Framlagt boðsbréf v. málþing 31. mars. Erindi vísað til velferðarnefndar.

Fylgiskjal: Boðsbréf

19.Námsferð til Svíþjóðar 29.ágúst.

1603029

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi námsferð til Svíþjóðar ílok ágúst n.k.
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi námsferð til Svíþjóðar í lok ágúst n.k. lagt fram.

Fylgiskjal: Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga

20.Til umsagnar 352. mál frá nefndasviði Alþingis

1603031

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), 352. mál..
Til umsagnar 352. mál, frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum)frá nefndasviði Alþingis.

21.Fundur í byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi 15.3.16

1603052

Fundagerð fundar í byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi frá 15.mars lögð fram.
Fundagerð fundar í byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi frá 15.mars lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð frá 15. mars.

22.Félagsfundur 21. mars 2016

1603055

Framtagt fundarboð á félagsfund Veiðiufélags Norðurár ásamt fylgigögnum.
Framlagt fundarboð á félagsfund Veiðiufélags Norðurár ásamt fylgigögnum. Byggðarráð samþykkir að Kristján Axelsson verði fulltrúi brgarbyggðar á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:15.