Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

371. fundur 31. mars 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Litla-Gröf - fyrirspurn til byggðarráðs Borgarbyggðar vegna sorphirðugáma

1603068

Framlögð fyrirspurn eigenda Litlu-Grafar varðandi sorpgáma.
Framlögð fyrirspurn eigenda Litlu-Grafar varðandi sorpgáma. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu Umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar jafnframt því að gera drög að samræmdum reglum um staðsetningu gáma á einkalöndum.

2.Leigusamningur um land við Kvía

1603075

Samningur við eigendur Kvía um leigu á landi fyrir Þverárréttarupprekstur
Samningur við eigendur Kvía um leigu á landi fyrir Þverárréttarupprekstur lagður fram. Byggðarráð samþykkir samninginn. Landleiga greiðist af upprekstrarfélagi Þverárréttaruppreksturs.

Fylgiskjal: Leigusamningur.

3.Mýraeldahátíð 2016

1603077

Beiðni Búnaðarfélags Mýramanna um styrk til Mýraeldahátíðar 2016
Beiðni Búnaðarfélags Mýramanna um styrk til Mýraeldahátíðar 2016 lögð fram. Byggðarráð samþykkir að styrkja hátíðina um kr. 150 þús.

Fylgiskjal: Bréf Búnaðarfélags Mýramanna.

4.Ritun sögu Borgarness

1403057

Beiðni ritnefndar um aukið framlag
Beiðni ritnefndar um aukið framlag til ritunar Sögu Borgarness vegna eftirvinnslu lagt fram. Byggðarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 700.000.-. Byggðarráð telur rétt að sagan verði gefin út í einu bindi líkt og upphaflegar áætlanir gera ráð fyrir.
Guðveig Eyglóardóttir vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla við aðila máls.

Fylgiskjal: Kostnaðaráætlun

5.Nordjobb sumarstörf 2016

1603016

Erindi verkefnastjóra Nordjobb um að Borgarbyggð ráði tvo Nordjobbara til starfa sumarið 2016.
Erindi verkefnastjóra Nordjobb um að Borgarbyggð ráði tvo Nordjobbara til starfa sumarið 2016 lagt fram. Byggðarráð samþykkir að fela starfandi sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindið.

Fylgiskjal: Bréf Nordjobb.

6.Umferðaröryggismál

1603071

Rætt um umferðaröryggismál s.s. undirgöng við Klettaborg, gangbraut fyrir neðan KB og Húsasmiðju
Rætt um umferðaröryggismál s.s. undirgöng við Klettaborg, gangbraut fyrir neðan KB og Húsasmiðju. Búið er að funda með Vegagerðinni um aðkomu að framkvæmdinni. Byggðarráð samþykkir að óska eftir aðkomu Vegagerðar að frumhönnun og kostnaðarmati framkvæmdanna.

7.Ungmennaráð

1603004

Drög að endurskoðuðu erindisbréfi fyrir ungmennaráð
Drög að endurskoðuðu erindisbréfi fyrir ungmennaráð lagt fram. Anna Magnea Hreinsdóttir situr fundinn undir þessum lið. Samþykkt að sveitarstjórn fundi með ungmennaráði 26. april. Ennfremur er óskað eftir umsögn fræðslunefndar um erindisbréfið.

Ragnar Frank Kristjánsson víkur af fundi kl. 9:25.

Fylgiskjal: Drög að erindisbréfi ungmennaráðs.

8.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

1603081

Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga
Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga. Byggðarráð samþykkir að Eiríkur Olafsson verði fulltrúi Borgarbyggðr á fundinum.

Fylgiskjal:
Fundarboð

9.Aðalfundur 2016

1603041

Framlagt fundarboð á aðalfund Langár
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár. Byggðarráð samþykkir að Einar Ole Pedersen og Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum.

Fylgiskjal:
Fundarboð.

10.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur

1603069

Fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga
Fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga lögð fram. Björn Bjarki Þorsteinsson verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

Fylgiskjal:
Fundarboð

11.Aðalfundur SSV og tengdra stofnana 2016

1603056

Framlagt fundarboð á aðalfund SSV og tengdra stofnana
Framlagt fundarboð á aðalfund SSV og tengdra stofnana. Fulltrúar Borgarbyggðar á fundi SSV eru Björn Bjarki Þorsteinsson, Magnús Smári Snorrason, Helgi Haukur Hauksson, Ragnar Frank Kristjánsson og Hulda Hrönn Sigurðardóttir.

Fylgiskjal:
Fundarboð.

12.Lokun gufubaðs

1603079

Fulltrúar gufubaðsklúbbsins óska eftir viðræðum við byggðarráð vegna ákvörðunar um að loka gufubaðinu í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
Til fundar komu Jakob Skúlason og Sigurgeir Erlendsson til viðræðna um þá ákvörðun að loka gufubaðinu í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi, ennfremur sátu fundinn Ingunn Alexandersdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir. Byggðarráð þakkar þeim komuna.

13.Sumarlist í Hjálmakletti

1603080

Beiðni Signýjar Óskarsdóttur og Michael Bird um starfsemi í Hjálmakletti í sumar.
Beiðni Signýjar Óskarsdóttur og Michael Bird um sumarlist í Hjálmakletti í sumar lögð fram. Mættu þær á fundinn og kynntu erindið og þær hygmyndir sem að baki liggja. Byggðrráð tekur jákvætt í erindið og þakkar þeim komuna. Samþykkir ennfremur að kynna erindið fyrir vinnuhóp um nýtingu Hjálmakletts og stjórnendur MB.

Fylgiskjal:
Erindi v. Hjálmaklett.

14.14. fundur ritnefndar um sögu Borgarness

1603051

14. fundur ritnefndar um sögu Borgarness, fundargerð.
Fundargerð 14. fundar ritnefndar um sögu Borgarness lögð fram.

Fylgiskjal:
Fundargerð 14. fundar.

15.170. fundur í Safnahúsi

1603053

Fundargerð 170. fundar í Safnahúsi framlögð.
Fundargerð 170. fundar í Safnahúsi framlögð.

Fylgiskjal:
Fundargerð 170. fundar.

16.Frá nefndasviði Alþingis - 247. mál til umsagnar

1603060

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.
Umsagnarbeiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál lögð fram.

17.Fundargerð 837. fundar stjórnar sambandsins

1603076

Fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga framlögð
Fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga framlögð.

Fylgiskjal:
Fundargerð 837. fundar.

18.Fundargerðir nr. 227 og 228 stjórnar OR

1603070

Fundargerðir 227. og 228. funda stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur framlagðar.
Fundargerðir 227. og 228. funda stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur framlagðar.

Fylgiskjöl:
Fundargerð 227
Fundargerð 228

19.Til umsagnar 242. mál frá nefndasviði Alþingis

1603065

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um eflingu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, 242. mál.
Umsagnarbeiðni Velferðarnefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um eflingu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, 242. mál, lögð fram.

20.Starfshópur um framtíðarskipan skólamála á Hvanneyri

1603089

Fundargerðir 1. og 2. fundar samráðshóps um framtíðarskipan skólamála á Hvanneyri
Fundargerðir 1. og 2. fundar samráðshóps um framtíðarskipan skólamála á Hvanneyri lagðar fram.

Fylgiskjöl:
Fundargerð 1
Fundargerð 2

21.Starfshópur um húsnæðismál leikskólans Hnoðrabóls

1603090

Fundargerðir 1. og 2. fundar samráðshóps um framtíðarhúsnæði leikskólans Hnoðrabóls
Fundargerðir 1. og 2. fundar samráðshóps um framtíðarhúsnæði leikskólans Hnoðrabóls lagðar fram.

Fylgiskjöl:
Fundargerð 1
Fundargerð 2

Fundi slitið - kl. 10:00.