Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Aðalfundur Háskólans á Bifröst 2016
1604085
Framlögð erindi vegna boðaðs aðalfundar Háskólans á Bifröst ses.
2.Aðalfundur Faxaflóahafna sf 2016
1604066
Framlagt fundarboð aðalfundar Faxaflóahafna sf.
Framlagt fundarboð aðalfundar Faxaflóahafna sf. Byggðarráð samþykkir að Magnús Smári Snorrason verði aðalmaður í stjórn. Varamaður komi frá Skorradalshreppi.
Fylgiskjal: Fundarboð.
Fylgiskjal: Fundarboð.
3.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2016
1604064
Framlagt fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf.
Framlagt fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf.
Fylgiskjal: Fundarboð.
Fylgiskjal: Fundarboð.
4.Aðalfundur MB 2016
1604087
Framlagt fundarboð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar.
Framlagt fundarboð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar. Byggðarráð samþykkir að Vilhjálmur Egilsson taki sæti í stjórn MB. Fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundinum verður Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri.
5.Arðgreiðsla f. Sorpurðun Vesturlands hf
1604065
Framlögð tilkynning Sorpurðunar Vesturlands um arðgreiðslu fyrir árið 2015.
Framlögð tilkynning Sorpurðunar Vesturlands um arðgreiðslu fyrir árið 2015. Í hlut Borgarbyggðar koma 1.044.972.-
Fylgiskjal: Bréf Sorpurðunar Vesturlands.
Fylgiskjal: Bréf Sorpurðunar Vesturlands.
6.Félagsfundur Veiðifélags Norðurár 21. mars 2016
1603055
Fundargerð félagsfundar í Veiðifélagi Norðurár 21.mars 2016 lögð fram.
Fundargerð félagsfundar í Veiðifélagi Norðurár 21.mars 2016 lögð fram.
7.Rekstrarstyrkur vegna starfsemi Golfklúbbs Borgarness
1603098
Fulltrúar Golfklúbbs Borgarness mæta til fundar til að fylgja eftir erindi.
Fulltrúar Golfklúbbs Borgarness, Ingvi Árnason, Jóhannes Ármannsson og Sigurður Ólafsson mæta til fundar til að fylgja eftir erindi um rekstrarstyrk og fleiri atriði. Byggðarráð þakkar þeim kynninguna. Byggðarráð óskar eftir minnisblaði frá fjármálastjóra um styrki til íþrótta - og æskulýðsstarfs.
8.Frá nefndasviði Alþingis - 449. mál til umsagnar
1604078
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
Framlögð til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis tillöga til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
9.Frá nefndasviði Alþingis - 728. mál til umsagnar, lög um útlendinga
1604076
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál.
Framlagt til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál.
10.Hjálmaklettur - fyrirtækjakynning Rotary
1604081
Framlögð beiðni Rotaryklúbbs Borgarness varðandi niðurfellingu á leigu f. Hjálmaklett
Framlögð beiðni Rotaryklúbbs Borgarness varðandi niðurfellingu á leigu f. Hjálmaklett í tenglum við fyrirtækjakynningu grunnskólanna. Byggðarráð samþykkir erindið.
Fylgiskjal: Erindi Rotaryklúbbs Borgarness
Fylgiskjal: Erindi Rotaryklúbbs Borgarness
11.N4 á Vesturlandi
1506076
Framlögð drög að samningi við N4 ehf vegna þáttagerðar.
Framlögð drög að samningi við N4 ehf vegna þáttagerðar. Byggðarráð samþykkir samninginn og felur fjármálastjóra að undirrita hann.
Fylgiskjal:
Fylgiskjal:
12.Saga jarðvangur
1604084
Kynning á starfi Saga jarðvangs
Edda Arinbjarnar, Kristján Sigurðsson og Þórður Kristleifsson komu til fundarins og kynntu verkefnið "Saga jarðvangur" í tengslum við umsókn um viðurkenningu UNESCO á jarðvangnum. Byggðarráð þakkar góða og fróðlega kynningu.
13.Borgarbraut 57 - 59 - samningur
1604093
Framlagður samningur við Hús & Lóðir ehf um Borgarbraut 57 - 59.
Framlagður samningur við Hús &Lóðir ehf sem er lóðarhafi að Borgarbraut 57 - 59.
Byggðarráð samþykkir samninginn, GE situr hjá.
Guðveig lagði fram svohljóðandi bókun:
"Undirrituð lýsir yfir ánægju með fyrirhuguð byggingaráform á Borgarbraut 57-59 en gerir þó eftirfarandi athugasemdir við samning þann sem meirihluti sveitarstjórnar hefur undirritað eftir úthlutun lóðar.
Í fyrirliggjandi samningi Borgarbyggðar við Hús og Lóðir ehf. Laufási, varðandi byggingaráform á lóðinni Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi er kveðið á um að Borgarbyggð skuldbindi sig til að kaupa eða leigja tvær íbúðir í húsinu þegar þær verða fullbúnar. Ekki er kveðið á um kaupverð og eða leiguverð og eða nánari tímasetningu t.d. hvað varðar leigutíma. Gera má ráð fyrir að þarna sé um að ræða tugmilljóna króna skuldbindingu á næstu árum sem mun hafa áhrif á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Ekki kemur fram hvernig gert sé ráð fyrir að fjármagna fyrirhuguð kaup þannig að ekki sé vikið frá markmiðum um fjárhag sveitarfélagsins, hvort gert sé ráð fyrir að fresta byggingaframkvæmdum við skólahúsnæði sveitarfélagsins, taka lán og eða nýta söluhagnað eigna.
Þá kemur einnig fram að Borgarbyggð muni kanna með að sveitarfélagið flytji starfsemi á sínum vegum í þjónustuhluta hússins. Ekki er tilgreint nánar hvaða starfsemi þarna gæti verið um að ræða. Það vekur athygli að á sama tíma er í gangi vinna vinnuhóps á vegum byggðaráðs um betri nýtingu Hjálmakletts sem er í eigu Borgarbyggðar. Ekki kemur fram hvort Borgarbyggð sé með þessu að skuldbinda sig til að kaupa eða leigja húsnæði né heldur hvaða upphæðir gæti verið um að ræða. Ef um verulega starfsemi yrði að ræða þá gætu slík kaup numið tugum milljóna króna og þessi áform haft veruleg áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.
Framangreindar skuldbindingar á fjárhag sveitarfélagsins eru óásættanlegar, ógagnsæjar og ganga gegn jafnræði íbúa sveitarfélagsins. Undirrituð telur að vilji meirihluti Borgarbyggðar kaupa íbúðir og eða húsnæði undir þjónustu sveitarfélagsins þá skuli það auglýst opinberlega fyrirfram þannig að allir hafi jöfn tækifæri til að bjóða í verkefnin.
Í samningnum kemur ennfremur fram að ef upp kemur mengun í jarðvegi á framangreindri lóð þá muni Borgarbyggð skuldbinda sig til að bera kostnað af förgun á menguðum jarðvegi.
Til að takast á við erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins hefur þurft að fara í íþyngjandi aðgerðir eins og að hækka skatta verulega og hagræða í rekstri. Lögð hefur verið áhersla á að söluhagnaður eigna fari í að bæta sjóðsstöðu og greiða niður skuldir. Fyrir liggja brýnar framkvæmdir við skólahúsnæði og verulega skortir á fjármagn m.a. í viðhald gatna og gangstétta. Undirrituð telur framangreindar skuldbindingar við Hús og lóðir ógagnsæjar og óásættanlegt með öllu að skuldbinda sveitarfélagið með þessum hætti."
Fylgiskjal: Samningur.
Byggðarráð samþykkir samninginn, GE situr hjá.
Guðveig lagði fram svohljóðandi bókun:
"Undirrituð lýsir yfir ánægju með fyrirhuguð byggingaráform á Borgarbraut 57-59 en gerir þó eftirfarandi athugasemdir við samning þann sem meirihluti sveitarstjórnar hefur undirritað eftir úthlutun lóðar.
Í fyrirliggjandi samningi Borgarbyggðar við Hús og Lóðir ehf. Laufási, varðandi byggingaráform á lóðinni Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi er kveðið á um að Borgarbyggð skuldbindi sig til að kaupa eða leigja tvær íbúðir í húsinu þegar þær verða fullbúnar. Ekki er kveðið á um kaupverð og eða leiguverð og eða nánari tímasetningu t.d. hvað varðar leigutíma. Gera má ráð fyrir að þarna sé um að ræða tugmilljóna króna skuldbindingu á næstu árum sem mun hafa áhrif á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Ekki kemur fram hvernig gert sé ráð fyrir að fjármagna fyrirhuguð kaup þannig að ekki sé vikið frá markmiðum um fjárhag sveitarfélagsins, hvort gert sé ráð fyrir að fresta byggingaframkvæmdum við skólahúsnæði sveitarfélagsins, taka lán og eða nýta söluhagnað eigna.
Þá kemur einnig fram að Borgarbyggð muni kanna með að sveitarfélagið flytji starfsemi á sínum vegum í þjónustuhluta hússins. Ekki er tilgreint nánar hvaða starfsemi þarna gæti verið um að ræða. Það vekur athygli að á sama tíma er í gangi vinna vinnuhóps á vegum byggðaráðs um betri nýtingu Hjálmakletts sem er í eigu Borgarbyggðar. Ekki kemur fram hvort Borgarbyggð sé með þessu að skuldbinda sig til að kaupa eða leigja húsnæði né heldur hvaða upphæðir gæti verið um að ræða. Ef um verulega starfsemi yrði að ræða þá gætu slík kaup numið tugum milljóna króna og þessi áform haft veruleg áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.
Framangreindar skuldbindingar á fjárhag sveitarfélagsins eru óásættanlegar, ógagnsæjar og ganga gegn jafnræði íbúa sveitarfélagsins. Undirrituð telur að vilji meirihluti Borgarbyggðar kaupa íbúðir og eða húsnæði undir þjónustu sveitarfélagsins þá skuli það auglýst opinberlega fyrirfram þannig að allir hafi jöfn tækifæri til að bjóða í verkefnin.
Í samningnum kemur ennfremur fram að ef upp kemur mengun í jarðvegi á framangreindri lóð þá muni Borgarbyggð skuldbinda sig til að bera kostnað af förgun á menguðum jarðvegi.
Til að takast á við erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins hefur þurft að fara í íþyngjandi aðgerðir eins og að hækka skatta verulega og hagræða í rekstri. Lögð hefur verið áhersla á að söluhagnaður eigna fari í að bæta sjóðsstöðu og greiða niður skuldir. Fyrir liggja brýnar framkvæmdir við skólahúsnæði og verulega skortir á fjármagn m.a. í viðhald gatna og gangstétta. Undirrituð telur framangreindar skuldbindingar við Hús og lóðir ógagnsæjar og óásættanlegt með öllu að skuldbinda sveitarfélagið með þessum hætti."
Fylgiskjal: Samningur.
14.Samanburður við fjárhagsáætlun 2016
1604088
Lagður fram samanburður á rauntölum og fjárhagsáætlun fyrir jan-mars 2016
Lagður fram samanburður á rauntölum og fjárhagsáætlun fyrir jan-mars 2016. Fjármálastjóri fór yfir stöðuna fyrstu þrjá mánuði ársins. Nettórekstrarkostnaður er heldur minni er áætlun gerði ráð fyrir.
Fylgiskjal: Yfirlit
Fylgiskjal: Yfirlit
15.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar
1604086
Samningur á milli Vesturlandsstofu og Borgarbyggðar um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar lagður fram.
Samningur á milli Vesturlandsstofu og Borgarbyggðar um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar lagður fram.
Byggðarráð samþykkir samninginn enda er hann í samræmi við fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir samninginn enda er hann í samræmi við fjárhagsáætlun.
16.Bréf v. athugasemda við stjórnsýslu
1604083
Framlagt bréf Þorsteins Mána Árnasonar, ásamt fylgigögnum, vegna Egilsgötu 4 og 6.
Framlagt bréf Þorsteins Mána Árnasonar, ásamt fylgigögnum, vegna Egilsgötu 4 og 6. Byggðaráð samþykkir að afla frekari upplýsinga og fá sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs og byggingarfulltrúa á næsta fund byggðarráðs. Jafnframt samþykkir byggðarráð að bjóða bréfritara á fund byggðarráðs.
17.Til umsagnar 638. mál frá nefndasviði Alþingis - samgönguáætlun
1604075
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
Framlögð beiðni Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
18.Utankjörfundaratkvæðagreiðsla - viljayfirlýsing
1604067
Framlögð viljayfirlýsing Sambands ísl. sveitarfélaga og Sýslumannafélags Íslands um utankjörfundaratkvæðagreislur.
Framlögð viljayfirlýsing Sambands ísl. sveitarfélaga og Sýslumannafélags Íslands um utankjörfundaratkvæðagreiðslur.
Fylgiskjal: Viljayfirlýsing
Fylgiskjal: Viljayfirlýsing
19.Ísland ljóstengt 2016
1603073
Framlagður samningur vegna styrks vegna ljósleiðara.
Framlagður samningur vegna styrks vegna ljósleiðara. Byggðarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að gera samkomulag við þá sem standa að ljósleiðaravæðingu í Bæjarsveit.
Fylgiskjal: Samningur
Fylgiskjal: Samningur
20.Starfshópur um húsnæðismál leikskólans Hnoðrabóls
1603090
Framlagt erindi frá vinnuhópi um húsnæðismál Hnoðrabóls.
Framlagt erindi frá vinnuhópi um húsnæðismál Hnoðrabóls. Byggðarráð samþykkir að vísa beiðni um fjárveitingu til gerðar næstu fjárhagsáætlunar. Byggðarráð samþykkir að koma á fót byggingarnefnd sem vinnur með arkitekti að hönnun leikskólahúsnæðis og kostnaðaráætlun á Kleppjárnsreykjum og felur sveitarstjóra að vinna drög að erindisbréfi. Horft verði til sölu á íbúðarhúsnæði á Kleppjárnsreykjum og núverandi leikskólahúsnæði vegna fjármögnunar verksins. GE situr hjá.
Guðveig lagði fram svohljóðandi bókun.
"Fyrir liggur beiðni vinnuhóps um viðbótarfjármagn til húsnæðis leikskólans Hnoðrabóls sem nemur 40 mkr. Þessi beiðni er til viðbótar þeim 40 mkr. sem þegar eru á fjárhagsáætlun og er því verið að gera ráð fyrir fjárfestingu sem nemur alls 80 mkr. Miðað við fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun ársins 2017 þá er gert ráð fyrir um 200 mkr fjárfestingu á því ári í samræmi við Brúnna til framtíðar. Ef samþykkt verður að auka fjárfestingu um 40 mkr. a næsta ári þá liggur fyrir að taka þarf ákvörðun um að falla frá öðrum fjárfestingum á því ári.
Nýlega var ráðist í endurbætur á efri hæð í húsnæði gamla barnaskólans á Varmalandi fyrir um 20 mkr. í tengslum við flutninga á skólahaldi í Húsmæðraskólanum yfir í barnaskólann. Fram hefur komið að áhugi er fyrir því að halda áfram framkvæmdum og endurbótum á húsnæði skólans auk þess sem skólalóð á Varmalandi þarfnast lagfæringar.
Fyrir liggur mannfjöldaspá fyrir Borgarbyggð til ársins 2025 unnin af Vífli Karlssyni og viðhorfskönnun Rúnars Gíslasonar nemenda við Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar um viðhorf foreldra og fyrrum nemenda til m.a. bekkjarstærðar og stærðar skóla. Undirrituð telur í ljósi þess að horfið hefur verið frá samþykkt sveitarstjórnar frá júní 2015 og í ljósi þess hvert stefnir í vinnu vinnuhópa að mikilvægt sé staldra við og móta skýrari stefnu um framtíðaruppbyggingu skólahúsnæðis þar sem byggt verði á fyrirliggjandi gögnum um lýðfræðilega þróun og hagkvæmni í nýtingu framtíðarskólahúsnæðis."
Fylgiskjal: Erindi vinnuhóps.
Guðveig lagði fram svohljóðandi bókun.
"Fyrir liggur beiðni vinnuhóps um viðbótarfjármagn til húsnæðis leikskólans Hnoðrabóls sem nemur 40 mkr. Þessi beiðni er til viðbótar þeim 40 mkr. sem þegar eru á fjárhagsáætlun og er því verið að gera ráð fyrir fjárfestingu sem nemur alls 80 mkr. Miðað við fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun ársins 2017 þá er gert ráð fyrir um 200 mkr fjárfestingu á því ári í samræmi við Brúnna til framtíðar. Ef samþykkt verður að auka fjárfestingu um 40 mkr. a næsta ári þá liggur fyrir að taka þarf ákvörðun um að falla frá öðrum fjárfestingum á því ári.
Nýlega var ráðist í endurbætur á efri hæð í húsnæði gamla barnaskólans á Varmalandi fyrir um 20 mkr. í tengslum við flutninga á skólahaldi í Húsmæðraskólanum yfir í barnaskólann. Fram hefur komið að áhugi er fyrir því að halda áfram framkvæmdum og endurbótum á húsnæði skólans auk þess sem skólalóð á Varmalandi þarfnast lagfæringar.
Fyrir liggur mannfjöldaspá fyrir Borgarbyggð til ársins 2025 unnin af Vífli Karlssyni og viðhorfskönnun Rúnars Gíslasonar nemenda við Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar um viðhorf foreldra og fyrrum nemenda til m.a. bekkjarstærðar og stærðar skóla. Undirrituð telur í ljósi þess að horfið hefur verið frá samþykkt sveitarstjórnar frá júní 2015 og í ljósi þess hvert stefnir í vinnu vinnuhópa að mikilvægt sé staldra við og móta skýrari stefnu um framtíðaruppbyggingu skólahúsnæðis þar sem byggt verði á fyrirliggjandi gögnum um lýðfræðilega þróun og hagkvæmni í nýtingu framtíðarskólahúsnæðis."
Fylgiskjal: Erindi vinnuhóps.
21.Plan-B, listahátíð
1603088
Framlögð styrkbeiðni v. listahátíðarinnar Plan-B ásamt kostnaðaráætlun.
Framlögð styrkbeiðni v. listahátíðarinnar Plan-B ásamt kostnaðaráætlun. Byggðarráð samþykkir að styrkur til þessa verkefnis verði í formi afnota af húsnæði í eigu sveitarfélagsins skv. nánari útlistun.
22.Uppsögn á stöðu aðstoðarskólastjóra
1604090
Framlagt uppsagnarbréf Hilmars Arasonar aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi.
Framlagt uppsagnarbréf Hilmars Arasonar aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi. Byggðarráð þakkar Hilmari vel unnin störf undanfarna áratugi í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
23.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2015
1604069
Framlagður ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2015
Framlagður ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2015
Fundi slitið - kl. 10:00.
Til setu í fulltrúaráði tilnefnir byggðarráð Þórunni Unni Birgisdóttur og Bjarka Þór Grönfeldt til vara.