Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

375. fundur 04. maí 2016 kl. 09:00 - 10:00 í Hótel Húsafelli
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri
Dagskrá

1.Árberg 4 og 4a

1605001

Framlagt tilboð í Árberg 4 og 4a.
Lagt fram tilboð í húsin að Árbergi 4 og Árbergi 4a.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við tilboðsgjafa og gera gagntilboð.

2.Ferðaþjónusta í Borgarfirði

1604098

Nýr eigandi Fljótstungu kemur á fundinn og kynnir hugmyndir sínar varðandi ferðaþjónustu í kring um Fljótstungu og Víðgemli.
Stefán Stefánsson eigandi Fljótstungu kom á fundinn og kynnti hugmyndir sínar varðandi ferðaþjónustu í kring um Fljótstungu og Víðgemli.
Einnig sátu Ólafur Sveinsson frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Bergþór Kristleifsson og Unnar Bergþórsson frá Húsafelli fundinn meðan að þessi liður var ræddur.

3.Fundargerð 229. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

1604094

Framlögð fundargerð 229. fundar stjórnar OR
Lögð fram fundargerð 229. fundar stjórnar OR.

4.Saga jarðvangur

1604084

Framhald frá síðasta fundi.
Rætt um málefni Saga jarðvangs. Lagt fram erindi varðandi framlag sveitarfélagsins til verkefnisins.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

Fylgiskjal: Erindi frá Saga Jarðvangi.

5.Gervigrasvellir - viðhald

1605002

Framlögð tilboð í gervigras
Lögð fram tilboð í hreinsun og endurnýjun yfirlags á gervigrasvöllum í sveitarfélaginu.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2017.
Samþykkt að fela verkefnisstjóra á umhverfis- og skipulagssviði að gera áætlun um viðhald á völlunum.

Fylgiskjal: Minnisblað verkefnisstjóra

6.Hagræðing í rekstri Borgarbyggðar

1502112

Framlagt svar fjármálastjóra vegna fyrirspurnar Guðveigar Eyglóardóttur.
Lagt fram yfirlit um stöðu framkvæmda á hugmyndum vinnuhópa um hagræðingaraðgerða sem lagðar voru fram í janúar s.l.
Rætt um stöðuna og sveitarstjóra falið að vinna áfram að þeim verkefnum sem þar koma fram. Ákveðið að taka stöðuna á málunum í júní n.k.

Fylgiskjal: Yfirlit um stöðu.

7.Upplýsingamál

1603003

Þessu máli var frestað á 372. fundi byggðarráðs.
Lögð fram drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum sveitarstjórnar og nefnda Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti reglurnar.

Fylgiskjal: Reglur um birtingu gagna.

8.Samráðshópur um framtíðarhúsnæði leikskólans Hnoðrabóls

1603014

Framlagðar fundargerðir samráðshóps nr. 3 og 4.
Lagðar fram fundargerðir nr. 3 og 4 frá fundum samráðshóps um framtíðarhúsnæði leikskólans Hnoðrabóls.

9.Samráðshópur um skólahald á Hvanneyri

1603013

Framlagðar fundargerðir samráðshóps nr. 4, 5 og 6.
Lagðar fram fundargerði nr. 4, 5 oog 6 frá fundum samráðshóps um skólahald á Hvanneyri.

10.Vinnuhópur um nýtingu Hjálmakletts

1603087

Framlagðar fundargerðir vinnuhóps um nýtingu Hjálmakletts nr. 3 og 4.
Lagðar fram fundargerðir nr. 3 og 4 frá fundum vinnuhóps um nýtingu Hjálmakletts.

Fundi slitið - kl. 10:00.