Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

377. fundur 26. maí 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fundur nr. 145 - stjórn Faxaflóahafna

1605059

Framlö-gð fundargerð 145. fundar Faxaflóahafna sf.
Framlögð fundargerð 145. fundar Faxaflóahafna sf.

Fylgiskjal: Fundargerð 145.

2.Heilbrigðisnefnd Vesturlands- fundargerð nr 135.

1605086

Framlögð fundargerð 135. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands
Framlögð fundargerð 135. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Fylgiskjal: Fundargerð 135.

3.Málefni fatlaðra

1605068

Framlagt erindisbréf fyrir vinnuhóp um málefni fatlaðra
Framlagt erindisbréf fyrir vinnuhóp um málefni fatlaðra. Byggðarráð samþykkir að Hulda Hrönn Sigurðardóttir taki sæti í vinnuhópnum.

Fylgiskjal: Erindisbréf um málefni fatlaðra.

4.Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála

1605055

Lögð fram frekari sundurliðun á styrkjum til íþrótta- og æskulýðsmála
Lögð fram frekari sundurliðun á styrkjum til íþrótta- og æskulýðsmála í framhaldi af síðasta fundi.

Fylgiskjal: Sundurliðun styrkja

5.Unglingalandsmót 2016

1308010

Rætt um kostnaðaráætlun ULM 2016. Á fundinn koma starfsmenn sem eru að vinna að undirbúningi
Kostnaðaráætlun ULM 2016. Á fundinn komu starfsmenn sem eru að vinna að undirbúningi, þeir Anna Magnea Hreinsdóttir, Ingunn Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Tryggvadóttir og Kristján Finnur Kristjánsson. Farið var yfir það sem gert hefur verið og hvað er eftir af þeim verkefnum er snúa beint að sveitarfélaginu.

6.Útblástur skipa og landtengingar - minnisblað

1605060

Framlagt minnisblað Faxaflóahafna sf um úrblástur skipa og landtengingar.
Framlagt minnisblað Faxaflóahafna sf um úrblástur skipa og landtengingar.

Fylgiskjal: Minnisblað Faxaflóahafna sf.

7.Byggingarnefnd GB - fundargerð 24.5.2016

1605102

Framlögð fundargerð frá fundi byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 24.5.2016
Framlögð fundargerð frá fundi byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 24.5.2016.
Sveitarstjórn fundaði með hönnuði og byggingarnefnd þar sem áhersla var lögð á að viðbygging innihéldi fyrst og fremst fjölnota matsal og einnig endurbætur á núverandi húsnæði, einkum verkgreinastofu, heimilisfræðistofu og aðstöðu starfsmanna. Í sumar er stefnt að því að vinna hefjist við viðhald og endurbætur á lögnum.

Fylgiskjal: Fundargerð 24.5.2016.

8.Menningarstefna Borgarbyggðar - endurskoðun 2016

1605101

Guðrún Jónsdóttir forstöðukona Safnahúss mætir á fundinn
Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss mætti á fundinn. Hún fór yfir menningarstefnu Borgarbyggðar, sérstaklega þá þætti sem þarfnast endurskoðunar. Byggðarráð þakkaði Guðrúnu hennar innlegg.

9.Endurskoðun á samningi um refaveiðar 2014-2016

1605100

Framlagður endurskoðaður samningur um refaveiðar 2014-2016.
Framlagður endurskoðaður samningur um refaveiðar 2014-2016. Vísað til Umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.

Fylgiskjal: Samningur um refaveiðar

10.Stöðvunarkrafa v. Borgarbraut 57 - 59.

1605099

Framlögð tilkynning Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála um stöðvunarbeiðni framkvæmda við Borgarbraut 57 - 59.
Framlögð tilkynning Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála um stöðvunarbeiðni framkvæmda við Borgarbraut 57 - 59. Lulu Munk Andersen kom á fundinn og kynnti þau gögn er tengjast málinu.

Fylgiskjal: Bréf úrskurðarnefndar.

11.Bréf vegna bókunar

1605069

Rætt um bréf vegna bókunar á fundi sveitarstjórnar. Trúnaðarmál.
Lagt fram bréf vegna bókunar á fundi sveitarstjórnar. Trúnaðarmál.

Geirlaug lagði fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að fulltrúar í sveitarstjórn, ráðum og nefndum hafi ávallt í heiðri reglur um trúnað samanber 7. grein í siðareglum Borgarbyggðar en þar segir: "Kjörnum fulltrúum ber að virða trúnað um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og gæta ber trúnaðar um. Þagnarskyldan helst þó látið sé af starfi. Kjörnum fulltrúum ber jafnframt að virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Borgarbyggðar, sem og um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um enda byggi hann á lögmætum og málefnalegum rökum."
Við undirrituð lítum það alvarlegum augum að trúnaður skuli hafa verið brotinn gagnvart byggðaráði, fulltrúum í sveitarstjórn, lóðarhöfum og öðrum fundarmönnum vegna umræðu um uppbyggingu á Borgarbraut 57-59 með bókun fulltrúa framsóknarflokksins á sveitarstjórnarfundi 11. maí s.l.þar sem vísað er í samtöl á fundum þar sem fundarmenn töldu trúnað ríkja. Brot á siðareglum og ákvæðum þeirra eru ámælisverð og í þessu tilviki má leiða líkum að því að umrædd bókun sé sett fram í þeim eina tilgangi að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa og ákvarðana þeirra í þágu samfélagsins.

Geirlaug Jóhannsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

12.Plastpokalaus Borgarbyggð.

1605008

Lögð fram drög að erindisbréf fyrir vinnuhóp
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp sem ætlað er að vinna að framgangi hugmynda um "Plastpokalausa Borgarbyggð". Skipað verður í vinnuhópinn á næsta fundi byggðarráðs.

13.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði

1401099

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp sem ætlað er að vinna að stefnu varðandi þjónustu við ferðamenn. Samþykkt að skipa vinnuhópinn á næsta fundi byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:00.