Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

379. fundur 16. júní 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Mótorsportfélag Borgarfjarðar

1502085

Frá sveitarstjórn
Þessu máli var vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn. Í ljósi þess að ekki er sátt um staðsetningu mótorkrossbrautar og ekki liggur fyrir kostnaðaráætlun vegna framkvæmda samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins.

2.Seleyri -

1604015

Frá sveitarstjórn
Þessu máli var vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn. Byggðarráð telur ekki forsendur fyrir því að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi.
Í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 kemur fram að uppbygging mannvirkja neðan 5 m. hæð yfir sjávarmáli er óheimil vegna mögulegrar flóðahættu nema hægt sé að færa sérstök efnisleg rök fyrir undanþágu. Jafnframt setja lög um lax - og silungsveiði hömlur við framkvæmdum nærri vatnsbakka nema með sérstöku leyfi Fiskistofu.

3.Aðgengismál

1505003

Frá sveitarstjórn
Þessu máli var vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn. Byggðarráð samþykkir að fela framkvæmda - og skipulagssviði að gera aðgerðaráætlun og kostnaðarmat við endurbætur á aðgengi við stofnanir sveitarfélagsins. Lögð er áhersla á að Íþróttamiðstöðin verði höfð í forgangi vegna mikillar aðsóknar. Byggðarráð þakkar LBHÍ fyrir þá vinnu sem unnin hefur verið.

4.Skotæfingasvæði - drög að deiliskipulagi, Skotfélag Vesturlands

1406134

Frá sveitarstjórn
Þessu máli var vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn. Í ljósi þess að ekki er sátt um staðsetningu skotæfingasvæðis og ekki liggur fyrir kostnaðaráætlun vegna framkvæmda samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins.

5.Vinnuhópur um nýtingu Hjálmakletts

1603087

Framlögð skýrsla vinnuhóps um nýtingu Hjálmakletts.
Jónína Erna Arnardóttir formaður vinnuhóps um nýtingu Hjálmakletts kom á fundinn og kynnti efni skýrslunnar. Byggðarráð þakkar Jónínu góða kynningu og yfirferð og hópnum fyrir vinnuna. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra, í samráði við skólameistara MB, að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir veitingaaðstöðu Hjálmakletts. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kynna efni skýrslunnar fyrir hlutaðeigandi aðilum.

6.Samráðshópur um framtíðarhúsnæði leikskólans Hnoðrabóls

1603014

Framlagt erindisbréf fyrir hönnunarhóp lei´kskólans Hnoðrabóls.
Framlagt erindisbréf fyrir hönnunarhóp leikskólans Hnoðrabóls. Anna Magnea Hreinsdóttir sat fundinn meðan þessi liður var ræddur. Byggðarráð samþykkir erindisbréfið með áorðnum breytingum.

7.Beiðni foreldra barna í 4.bekk í GBF-Hvanneyrardeild

1605010

Framlögð beiðni foreldra á Hvanneyri um fjölgun bekkjardeilda í Hvanneyrardeild
Anna Magnea Hreinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Byggðaráð samþykkir að veita undanþágu til eins árs, vegna sérstakra aðstæðna, um að næsta skólaár verði 5. bekkur í Grunnskóla Borgarfjarðar, Hvanneyrardeild til viðbótar við nemendur í 1.-4 bekk. Ekki er um kostnaðaraukningu að ræða með þessari ráðstöfun. Unnið verði að samrekstri mötuneyta leik- og grunnskóla frá og með næsta skólaári.
Áfram verði unnið að undirbúningi samrekins leik- og grunnskóla upp í 4. bekk á Hvanneyri í húsnæði Andabæjar.

8.Samgönguáætlun Vesturlands - skipun fulltrúa í vinnuhóp

1601035

3. fundargerð vinnuhóps um almenningssamgöngur framlögð
3. fundargerð vinnuhóps um almenningssamgöngur framlögð.

9.Umferðaröryggismál

1603071

Undirgöng/umferðarljós á móts við Klettaborg
Byggðarráð samþykkir að fresta þessum lið til næst fundar og óskað verður eftir því að fulltrúi Vegagerðarinnar komi á fundinn.

10.Ritnefnd um ritun sögu Borgarness - erindi

1606040

Framlögð beiðni Ritnefndar um sögu Borgarness um styrk.
Framlögð beiðni Ritnefndar um sögu Borgarness um styrk. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna um málið.

11.Kynningarbæklingur - Hótel Borgarnes

1606015

Framlögð beiðni um þáttöku í kynningarbæklingi
Framlögð beiðni um þáttöku í kynningarbæklingi. Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.

12.Sumarnámskeið fyrir börn á Hvanneyri

1606018

Framlagt erindi Silju Y Eyþórsdóttur varðandi sumarnámskeið f. börn.
Framlagt erindi Silju Y Eyþórsdóttur varðandi sumarnámskeið f. börn. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

13.Fjárhagsáætlun 2017

1606055

Starfsáætlun v. fjárhagsáætlunar 2017 lögð fram.
Tímaáætlun v. fjárhagsáætlunar 2017 og drög að tekjuáætlun lögð fram. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

14.Afgreiðsla ráðgjafarnefndar á erindi Hafnafjarðarkaupstaðar 20. maí 2016

1606005

Framlagt erindi frá Hafnarfjarðarkaupstað vegna hússjóðs Brynju.
Framlagt erindi frá Hafnarfjarðarkaupstað vegna hússjóðs Brynju. Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

15.Brákarhátíð 2016

1606027

Framlagt erindi f. skipuleggjendum Brákarhátíðar.
Framlagt erindi f. skipuleggjendum Brákarhátíðar. Byggðarráð samþykkir að styrkja hátíðina um 150 þús. kr. ásamt því að veita aðgang að Skallagrimsgarði og tækjum sveitarfélagsins. Fjárhæðin tekin af "Ýmis framlög og styrkir"

16.Eldriborgararáð

1407022

Framlögð fundargerð Eldriborgararáðs frá 6. júní s.l.

17.Forsetakosningar 2016

1605030

Framlögð gögn vegna kjörskrár til forsetakosninga og framkvæmd kosninga
Framlögð gögn vegna kjörskrár til forsetakosninga og framkvæmd kosninga.

18.Fundargerð 839. fundar stjórnar sambandsins

1606010

Framlögð fundargerð 839. fundar stjórnar sambandsins frá 27. maí sl.
Framlögð fundargerð 839. fundar stjórnar sambandsins frá 27. maí sl.

19.Fundargerð 840. fundar stjórnar sambandsins

1606042

Fundargerð 840. fundar stjórnar sambandsins framlögð
Fundargerð 840. fundar stjórnar sambandsins framlögð.

20.Fundur með Hringiðunni ehf

1606039

Internettengingar á sunnanverðu Svæfellsnesi, erindi f. Hringiðunni.
Internettengingar á sunnanverðu Snæfellsnesi, erindi f. Hringiðunni lagt fram. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.

21.Kjörskrá v. forsetakosninga 2016

1606045

Kjörskrá v. forsetakosninga 2016 lögð fram til afgreiðslu.
Kjörskrá v. forsetakosninga 2016 lögð fram til afgreiðslu. Byggðarráð staðfestir framlagða kjörskrá.

22.Ósk um samþykki eigenda OR fyrir láni frá EIB

1606035

Framlögð beiðni OR um heimild til lántöku og gögn tengd því.
Framlögð beiðni OR um heimild til lántöku og gögn tengd því. Byggðarráð samþykkir heimildina.

23.Sumartilboð frá INN

1605127

Framlagt tilboð frá ÍNN um auglýsingasamning
Framlagt tilboð frá ÍNN um auglýsingasamning. Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.

24.Unglingalandsmót 2016

1308010

Framlagt tilboð í auglýsingu í Skinfaxa og Göngum til birtingar fyrir unglingalandsmót UMFÍ.
Framlagt tilboð í auglýsingu í Skinfaxa og Göngum til birtingar fyrir unglingalandsmót UMFÍ. Byggðarráð samþykkir tilboðið að upphæð 100.000 kr. Fært undir Unglingalandsmót.

25.Umsókn um styrk til Borgarbyggðar fyrir Hvanneyrarhátíð

1606046

Framlögð beiðni vinnuhóps um Hvanneyrarhátíð um styrk.
Framlögð beiðni vinnuhóps um Hvanneyrarhátíð um styrk. Byggðarráð samþykkir að veita kr. 100.000. - í verkefnið. Tekið af liðnum "Ýmsir styrkir og framlög"

26.Til umsagnar 765. mál frá nefndasviði Alþingis

1606048

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019, 765. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019, 765. mál.

27.Steinahlíð - Umsókn um stofnun lóðar, Steinahlíð 2.

1606049

Framlögð beiðni, ásamt gögnum, um stofnun lóðar úr landi Steinahlíðar, Steinahlíð II
Framlögð beiðni, ásamt gögnum, um stofnun lóðar úr landi Steinahlíðar, Steinahlíð II. Byggðarráð samþykkir að stofna lóðina.

Fundi slitið - kl. 10:00.