Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

383. fundur 21. júlí 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Húsmæðraskólinn á Varmalandi - söluferli

1510040

lagður fram samningur um aðilaskipti á kaupsamningi.
Lögð fram yfirlýsing um aðilaskipti að kaupsamningi um Húsmæðraskólann á Varmalandi. Lava hótel Varmaland ehf verður kaupandi að fasteigninni.
Fyrir liggja upplýsingar frá Byggðastofnun um að þessi breyting sé að kröfu stofnunarinnar.
Byggðarráð samþykkti aðilaskiptin.

2.Kveldúlfsgata, viðhald 2015

1503003

Framlögð gögn vegna malbikunar Kveldúlfsgötu
Lögð fram gögn vegna kostnaðar við malbikun á Kveldúlfsgötu í Borgarnesi.
Samþykkt að semja við Borgarverk ehf um framkvæmdina.
Athuga þarf með að nýta það efni sem fellur til við framkvæmdina.

3.Ljósleiðari í Borgarbyggð

1602023

Lagt fram minnisblað varðandi lagningu ljósleiðara
Lagt fram minnisblað varðandi lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla tilboða í hönnun ljósleiðaranets um sveitarfélagið.

4.Reykholtshátíð - ósk um styrk

1607033

Framlögð ósk um styrk vegna Reykholtshátíðar.
Lögð fram beiðni um styrk til Reykholtshátíðar sem haldin verður 22. - 24. júlí n.k.
Samþykkt að styrkja hátíðina um kr. 100.000

5.Ritun sögu Borgarness

1403057

Framlögð fundargerð ritnefndar um sögu Borgarness frá 15. júní 2016.
Lögð fram fundargerð ritnefndar um Sögu Borgarness frá 15. júlí s.l.

6.Saga jarðvangur

1604084

Framlögð gögn vegna stofnunar Saga jarðvangs, stofnsamþykkt og gjaldskrá.
Lögð fram gögn vegna stofnunar Saga jarðvangs, stofnsamþykkt og gjaldskrá.

7.Samanburður við fjárhagsáætlun 2016

1604088

Lagt fram yfirlit um frávik rekstrar frá fjárhagsáætlun janúar - maí 2016
Lagt fram yfirlit um frávik rekstrar frá fjárhagsáætlun janúar - maí 2016.
Þegar tekið hefur verið tillit til þeirra liða sem skekkja heildarmyndina er kostnaður um 22 millj undir áætlun. Launahækkanir og starfsmat hafa umtalsverð áhrif á niðurstöðuna. Byggðarráð óskar eftir frekari skýringum á frávikum á einstökum liðum í rekstrinum.
Samþykkt var að láta gera milliuppgjör sem miðast við hálft ár.

Guðveig lagði fram svohljóðandi bókun:
"Yfirlit um frávik frá fjárhagsáætlun janúar ? maí 2016 gefur vísbendingar um að bæta þurfi eftirfylgni með samþykktri fjárhagsáætlun. Í yfirliti kemur fram að frávik frá áætluðum launakostnaði nemi á fyrstu fimm mánuðum ársins 38 mill kr. Undirrituð leggur áherslu á mikilvægi þess að íbúar sem tekið hafa á sig auknar skattaálögur finni fyrir því að unnið sé að fullri alvöru að varanlegri hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Sala eigna og eignarhluta leysir ekki fjárhagsvanda sveitarfélagsins til lengri tíma en e.t.v. yfirstandandi kjörtímabils."

8.Samningur um "Leiðtoginn í mér"

1310061

Framlagður endurnýjaður samningur um "Leiðtoginn í mér"
Á fundinn mætti Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskydusviðs.
Lagður fram endurnýjaður samningur um "Leiðtoginn í mér".
Byggðarráð samþykkti samninginn.

9.Samningur um gatnagerðagjöld af Egilsholti 1 - stækkun

1507028

Framlögð beiðni Kaupfélags Borgarfjarðar um endurútreikning á gatnagerðargjöldum vegna Egilsholts 1.
Lögð fram beiðni Kaupfélags Borgfirðinga varðandi gatnagerðargjöld af viðbyggingu við Egilsholt 1.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að ræða við framkvæmdastjóra KB um gjöldin og gera samkomulag um greiðsludreifingu gjaldanna.

10.Sumarhátíð Bifrestinga - beiðni um stuðning.

1607035

Framlagt bréf Sjéntilmannaklúbbsins Bifrastar þar sem farið er fram á styrk vegna sumarhátíðar Bifrestinga.
Lagt fram bréf Sjentilmannaklúbbsins á Bifröst þar sem farið er fram á styrk vegna sumarhátíðar Bifrestinga.
Samþykkt að hafna beiðninni.

11.Umboð til handa Pakta lögmönnum

1607034

Framlögð tvö umboð til handa Pacta lögmönnum.
Lögð fram tvö umboð til handa Pacta lögmönnum til að annast samkipti við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að leggja fram athugasemdir við kærur, taka við skjölum og kvitta fyrir mótttöku þeirra, afla gagna hjá stjórnvöldum og einkaaðila og annast allan almennan rekstur mála sem tengjast breytinga á deiliskipulagi og útgáfu byggingarleyfa vegna Borgarbrautar 57-59.
Byggðarráð samþykkti umboðið.

12.Siðareglur Slökkviliðs Borgarbyggðar

1607031

Framlögð drög að siðareglum fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar.
Lögð voru fram drög að siðareglum fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar.
Afgreiðslu frestað.

13.Unglingalandsmót UMFÍ 2016

1309108

Umræður um ULM 2016
Rætt um undirbúning fyrir unglingalansmót UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.
Samþykkt var að heimila að haldin verði flugeldasýning á sunnudagskvöld á landi sveitarfélagsins við Kárastaðaflugvöll.

14.Framtíð þráðlauss netkerfis á sunnanverðu Snæfellsnesi

1606086

Framlagt erindi Hringiðunnar varðandi þráðlaust net á sunnanverðu Snæfellsnesi. Framhald frá síðasta fundi.
Lagt fram erindi Hringiðunnar varðandi þráðlaust net á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Kostnaður við verkefnið er kr. 800 þús á árinu 2016 og 1 millj sem skiptist á árin 2017 og 2018.
Byggðarráð samþykkti erindið og mun kostnaður færast á liðinn framlag til atvinnumála.

15.Bréf v. erinda ÞMÁ Egilsgötu 4.

1606097

Svohljóðandi bókun var samþykkt:
"Byggðaráði Borgarbyggðar hefur borist bréf frá Umboðsmanni Alþingis dags. 21. júní 2016 í tengslum við kvartanir Þorsteins Mána Árnasonar, Egilsgötu 4 í Borgarbyggð sem lúta að töfum á svörum Borgarbyggðar við erindum hans. Í bréfi Umboðsmanns Alþingis er farið er yfir ýmis atriði sem varða framkvæmd stjórnsýslu hjá Borgarbyggð. Umboðsmaður Alþingis kemur í bréfinu með ábendingar um nokkur atriði sem betur megi fara í framkvæmd stjórnsýslu sveitarfélagsins. Það á við um rétt þess sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvald að fá skriflegt svar, að málshraðaregla stjórnsýsluréttar sé virt og að meðferð mála af hálfu stjórnsýslunnar skuli þess gætt að hún sé skilvirk, eins einföld og kostur er, ákvarðanir skulu teknar eins fljótt og kostur er og meðferð mála verði ekki úr hófi kostnaðarsöm eða íþyngjandi fyrir þá borgara sem í hlut eiga.
Byggðaráð Borgarbyggðar tekur ábendingar Umboðsmanns Alþingis alvarlega og mun leitast við að færa til betri vegar þau atriði innan stjórnsýslu sveitarfélagsins sem Umboðsmaður Alþingis bendir á í bréfi sínu að megi betur fara.
Í því sambandi skal lögð sérstök áhersla á eftirfarandi atriði:
1.
Yfirfara þarf verkferla við móttöku og skráningu erinda og tryggja að unnið sé eftir þeim.
2.
Yfirfara þarf reglur um tímamörk um viðbrögð við erindum og tryggja að þau séu virt.
3.
Yfirfara þarf starfsreglur um skilvirkni ákvarðanatöku m.a. með hliðsjón af misjafnri stöðu einstakra íbúa og stjórnsýslu sveitarfélagsins skv. ábendingum umboðsmanns Alþingis.
4.
Yfirfara þarf með öllum hlutaðeigandi þær reglur sem innanríkisráðuneytið hefur gefið út um ritun fundargerða.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að leggja drög að aðgerðaáætlun í þessu skyni. Aðgerðaáætlunin verði kynnt fyrir byggðaráði þegar hún sé fullmótuð.

16.Erindi vegna skipulagsmála í Hlöðutúni og Arnarholti

1606105

Lagt fram minnisblað vegn amálsins.
Sveitarstjóri fór yfir þau efnisatriði sem hann hefur kynnt sér í samskiptum Brynjólfs Guðmundssonar í Hlöðutúni og Borgarbyggðar vegna ákvörðunar Umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar um færslu byggingarreits í óskiptu landi Arnarholts og Hlöðutúns, meðferð málsins innan stjórnsýslu Borgarbyggðar og annað sem hann hefur kynnt sér varðandi efnisatriði málsins.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að hafa samband við Brynjólf Guðmundsson í Hlöðutúni um málið og koma á fundi með honum og fulltrúum byggðaráðs þar sem frekari málsatvik og þróun málsins verði yfirfarin. Einnig er rétt að hafa samband við þar til bærar stofnanir til leiðsagnar um framhald málsins.

Guðveig vék af fundi.

17.Beiðni um flýtingu Oddstaðaréttar 2016

1606092

Framlögð umsögn Afréttarnefndar Borgarbyggðar um erindið.
Á fundinn mætti Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri á umhverfis- og skipulagssviði og sat fundinn meðan liðir nr. 17 og 18 voru ræddir.
Lögð var fram beiðni um að Oddstaðarétt verði flýtt um eina viku í haust.
Málið var tekið fyrir í fjallskilanefnd Borgarbyggðar miðvikudaginn 20. júlí s.l. og þar var samþykkt með 2 atkv gegn 1 og hjásetu 3 fundarmanna að verða við beiðninni.
Í fjallskilareglugerð er kveðið á um á hvaða dögum skuli réttað en heimilt að breyta þeim við sérstakar aðstæður.
Byggðarráð telur slíkar aðstæður ekki til staðar nú og hafnar því beiðni um að Oddstaðarétt verði flýtt.

18.Sorphirða í Borgarbyggð

1509139

Á fundinn kemur Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnastjóri á umhverfissviði.
Hrafnhildur fór yfir stöðu sorpmála í sveitarfélaginu og ræddi þær kvartanir sem borist hafa vegna sorphirðunnar.
Ákveðið var að taka upp viðræður við forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins um úrbætur á sorphirðunni o.fl.
Byggðarráð áréttar að rekstraraðilar bera ábyrgð á söfnun, frágangi og flutningi á úrgangi frá fyrirtækjum sínum.

19.Borgarbraut 57 - 59, kæra vegna útgáfu byggingarleyfis, 92/2016

1607024

Framlagt bréf Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála vaegna framkominnar kæru vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir Borgarbraut 57 - 59.
Lagt var fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkominnar kæru vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir Borgarbraut 57 - 59.

20.Borgarbraut 57 - 59, Kæra vegna byggingarleyfis 93/2016

1607021

Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála vegna framkominnar kæri vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir Borgarbraut 57 - 59.
Lagt var fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkominnar kæru vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir Borgarbraut 57 - 59.

21.Egilsgata 6 - útgáfa byggingarleyfis, kæra

1607023

Framlagt bréf Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála vegna framkominnar kæru vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir Egilsgötu 6.
Lagt var fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkominnar kæru vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir Egilsgötu 6.

22.Kæra í máli vegna grenndarkynningar á breyttri notkun húss 102/2016

1607037

Framlagt bréf Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála varðandi framkominnar kæru vegna grenndarkynningar.
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi framkominnar kæru vegna grendarkynningar á rekstri gistihúss að Egilsgötu 6.

Lagt var fram svar byggðarráðs við erindi Þorsteins Mána

23.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

1607039

Framlagður viðauki við fjárhagsáætlun 2016
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2016.
Rekstrarniðurstaða er A og B hluta 225.777 þús. Efnahagsreikningur er 6.864.694 þús og áætlað handbært fé í árslok verður 408 millj. Veltufé frá rekstri verður 320 millj.
Byggðarráð samþykkti viðaukann.

24.Bréf Ikan frá 04. júlí

1607011

Lagt fram svar byggðarráðs við erindi Ikan ehf frá 04.07. 2016.
Sveitarstjóra falið að afgreiða erindið.

Fundi slitið - kl. 10:00.