Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

384. fundur 04. ágúst 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Áhættumat stofnana og verndaráætlanir hafna

1607043

Erindi GG ráðgjöf ehf um áhættumat stofnana og verndaráætlanir hafna
Erindi GG ráðgjöf ehf um áhættumat stofnana og verndaráætlanir hafna lagt fram.

2.Björgun fólks úr fjölbýlishúsinu að Borgarbraut 57, og 59 - erindi

1607124

Framlagt bréf slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar varðandi framkvæmdir á lóð Borgarbrautar 57 og 59.
Framlagt bréf slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar varðandi framkvæmdir á lóð Borgarbrautar 57 og 59. Í því kemur fram að slökkviliðið hefur ekki yfir að ráða tækjum til björgunar úr háhýsum. Erindinu vísað til umsagnar sframkvæmda - og skipuagssviðs.

3.Bókagjöf og þakkarbréf

1607142

Framlagt þakkarbréf frá Landbúnaðarsafni íslands ásamt tveimur bókum "Konur breyttu búháttum" sem safnið færir Borgarbyggð að gjöf.
Framlagt þakkarbréf frá Landbúnaðarsafni íslands ásamt tveimur bókum "Konur breyttu búháttum" sem safnið færir Borgarbyggð að gjöf. Byggðarráð þakkar gjöfina.

4.Ljósleiðari í Borgarbyggð

1602023

Rætt um ljósleiðaramál.
Á fundinn kom Karl Hálfdánarson frá fyrirtækinu Radíóver. Hann kynnti drög að kostnaðarútreikningum vegna lagningu ljósleiðara um Borgarbyggð í heild sinni. Einnig lagði hann fram útreikninga fyrir lagningu ljósleiðara frá Stóra Kroppi að Reykholti vegna fyrirhugaðrar vinnu Rarik á þeirri leið. Byggðarráð samþykkir að halda áfram vinnu við undirbúning málsins.

5.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundur 25.7.2016.

1607126

Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 25.7.2016
Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 25.7.2016.

6.Endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Lækjarkot ehf - reikningur fyrir tjóni

1607122

Framlagt bréf frá Trausta Eiríkssyni f.h. Lækjarkots ehf. vegna dráttar á útgáfu rekstrarleyfis.
Framlagt bréf frá Trausta Eiríkssyni f.h. Lækjarkots ehf. vegna dráttar á útgáfu rekstrarleyfis.

Byggðarráði Borgarbyggðar hefur borist erindi dagsett 14. júlí 2016 frá Trausta Eiríkssyni 101046-2739 f.h. Lækjarkots ehf 500209-0970 310 Borgarbyggð.
Í erindinu eru m.a. gerðar fjárkröfur á hendur Borgarbyggðar sökum meints taps Lækjarkots ehf vegna samskipta Lækjarkots ehf við skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar vegna útgáfu rekstrarleyfis til Lækjarkots ehf að reka gististað í flokki IV. Lagður er fram reikningur þar að lútandi að fjárhæð 7.440.000 krónur.
Byggðarráð Borgarbyggðar hafnar greiðsluskyldu í þessu sambandi.

Byggðarráð Borgarbyggðar felur Umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd að afla nánari upplýsinga um húsnæði, sem getur fallið undir skilgreininguna hjólhýsi eða áþekk hús, hvað varðar skráningarskyldu til fasteignamats, skipulagsskyldu og annað sem málið kann að varða.
Einnig felur byggðarráð forstöðumanni umhverfis - og skipulagssviðs að ræða við Trausta Eiríksson f.h. Lækjarkots ehf um þau efnisatriði sem fram koma í bréfi hans dags. 14. júlí 2016.

7.Fjallskil

1607085

Erindi sem vísað var til byggðarráðs varðandi fjallskil.
Erindi varðandi fjallskil sem vísað var til byggðarráðs. Byggðarráð heimilar beiðni Þorkels Þórðarsonar um að gera fjallsskil í Kolbeinsstaðahreppi með vísun til 7. greinar fjallskilareglugerðar.

8.Stofnun lóðar úr landi Signýjarstaða

1607047

Beiðni landeigenda á Signýjarstöðum í Hálsasveit um stofnun lóðar úr landi jarðarinnar
Beiðni landeigenda á Signýjarstöðum í Hálsasveit um stofnun lóðar úr landi jarðarinnar. Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.

9.Hótel Sól og Grunnskólinn á Hvanneyri

1607143

Framlögð beiðni KK Hótel ehf um möguleika á leigu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri.
Framlögð fyrirspurn KK Hótel ehf um möguleika á leigu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri. næsta sumar. Byggðarráð þakkar fyrir erindið en að svo stöddu eru ekki forsendur til útleigu.

10.Arnarklettur 20 - 24, erindi v. lóð

1607144

Framlagt bréf íbúa við Arnklett 20 - 24 varðandi frágang og framkvæmd á gangstétt og innkeyrslu
Framlagt bréf íbúa við Arnklett 20 - 24 varðandi frágang og framkvæmd á gangstétt og innkeyrslu. Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis - og skipulagssviði að vinna úr erindinu.

11.Bréf dags. 10. júlí 2016

1607020

Framlagt bréf frá IKAN ehf til skipulags - og byggingarfulltrúa
Framlagt bréf frá IKAN ehf til skipulags - og byggingarfulltrúa. Erindið er til úrvinnslu hjá skipulsgs - og byggingarfulltrúa.

12.Tónlistarskólinn og Óðal - viðhald

1607147

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi viðhaldsmál Tónlistarskóla og Óðals.
Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi brýnar viðhaldsframkvæmdir í Tónlistarskóla og Óðals. Umsjónarmaður fsteigna sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð felur umsjónarmanni fasteigna að gera nánari kostnaðar - og framkvæmdaráætlun og leggja fyrir næsta funda byggðarráðs.

13.Unglingalandsmót 2016

1308010

Að afloknu unglingalandsmóti
Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju sinni með vel heppnað Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi dagana 28. ? 31. júlí sl. Samstarf Borgarbyggðar við UMFÍ og UMSB við undirbúning og framkvæmd mótsins var eins gott og hugsast gat. Ungmennafélagshreyfingunni eru því færðar þakkir fyrir gott og ánægjulegt samstarf við þetta stóra verkefni. Starfsmönnum Borgarbyggðar og þeim gríðarlega fjölda sjálfboðaliða úr héraðinu sem komu að framkvæmd mótsins á einn eða annan hátt skulu einnig færðar sérstakar þakkir. Án þess metnaðar og dugnaðar sem einkenndi aðkomu heimafólks væri ógerlegt að standa fyrir viðburði sem þessum. Öll umgengni og nærvera gesta á meðan á mótinu stóð var síðan til fyrirmyndar. Lögreglan lýsti yfir sérstakri ánægju sinni með góð samskipti við mótsgesti. Að lokum má nefna að frágangur á tjaldstæði að mótinu afloknu var einstaklega góður og var hann í samræmi við þann anda sem ríkti meðal mótsgesta alla helgina.

14.Nýsköpun - hugmynd að nýrri framkvæmd

1608003

Kjartan Ragnarsson kemur á fundinn og kynnir hugmynd að nýrri framkvæmd.
Kjartan Ragnarsson kom á fundinn og kynnti frumhugmynd að nýrri starfsemi á svæði Faxaflóahafna í Brákarey. Byggðarráð þakkar Kjartani kynninguna.

15.Múlakot 2 - stofnun lóðar, Múlakot 3

1604099

FRamlögð umsókn um stofnun lóðar, Múlakot 3, úr landi Múlakots 2.
Framlögð umsókn um stofnun lóðar, Múlakot 3, úr landi Múlakots 2. Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.

16.Beiðni um flýtingu Oddstaðaréttar 2016

1606092

Framlagt bréf frá Hestbúinu varðandi afgreiðslu byggðarráðs á erindi um flýtingu Oddstaðaréttaar.
Framlagt bréf frá Hestbúinu varðandi afgreiðslu byggðarráðs á erindi um flýtingu Oddstaðaréttar. Ragnhildur Jónsdóttir ritari fjallskilanefndar Oddstaðaréttar mætti á fundinn. Hún fór yfir ástæður þess að ósk barst frá fjallskilanefnd Oddstaðaréttar um að flýta Oddstaðarétt. Meginátæður þess að æskilegt er talið að flýta réttum er að gróður fellur snemma á afrétti í haust sökum hagstæðs veðurfars í vor. Einnig er það fjárhagslegur ávinningur sauðfjáreigenda að geta lagt sláturfé minn til slátrunar meðan sumarverð er í boði. Í ljósi framkominna upplýsinga og þess að um er að ræða vilja mikils meirihluta fjáreigenda a svæðinu og breyting dagsetningar hefur ekki áhrif á önnur fjallskilasvæði telur byggðarráð rétt að breyta afstöðu sinni og heimila umbeðna flýtingu Oddstaðaréttar.

Fundi slitið - kl. 10:00.