Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.150 ára afmæli Borgarness
1606069
Framlagt uppkast að erindisbréfi fyrir afmælisnefnd.
2.Hraundalsvegur - beiðni um viðhald
1608040
Framlögð beiðni Félags sumarhúsaeigenda í Syðri Hraundal, dags. 11.8. um viðhald á Hraundalsvegi.
Framlögð beiðni Félags sumarhúsaeigenda í Syðri Hraundal, dags. 11.8. um viðhald á Hraundalsvegi. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og svara bréfritara.
3.Meistaraflokkur kv. í körfuknattleik - beiðni um styrk
1608019
Framlagt bréf frá meistaraflokki Skallagríms í körfuknattleik, dags 3.8. um ferðastyrk vegna æfingaferðar.
Framlagt bréf frá meistaraflokki Skallagríms í körfuknattleik, dags 3.8. um ferðastyrk vegna æfingaferðar. (BBÞ víkur af fundi við afgreiðslu þessa erindis).
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við umsókninni.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við umsókninni.
4.Ósk um afnot á Útivistarsvæði Einkunnir vegna bogfimimóts.
1608039
Framlögð beiðni Bogveiðifélags Íslands, dags. 11.8. um afnot af Einkunnum fyrir bogfimimót síðustu helgina í ágúst.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun.
"Byggðarráð Borgarbyggðar hefur móttekið erindi Indriða R. Grétarssonar formanns Bogveiðifélags Íslands um að halda íslandsmót í Vallarbogfimi IFAA á svæði Einkunna dagana 27. og 28. ágúst n.k. dagsett 11. ágúst sl. Byggðarráð heimilar, að viðhöfðu samráði við formann Umsjónarnefndar Einkunna, Bogveiðifélagi Íslands afnot af Einkunnum undir Íslandsmót í Vallarbogfimi dagana 27. og 28. ágúst n.k. með eftirtöldum skilyrðum:
1.
Umgengni verði góð og allur frágangur að móti afloknu sé unninn af Bogveiðifélaginu. Allt efni og aðstaða sem mótinu tilheyrir verði fjarlægt strax að mótinu afloknu.
2.
Öll leyfi sem til þarf vegna mótahalds af þessum toga verða að vera til staðar.
3.
Tryggja þarf lokanir göngu- og reiðleiða vegna öryggissjónarmiða.
4.
Kynna þarf mótið sem víðast fyrir íbúum sveitarfélagsins og þær lokanir sem nauðsynlegar kunna að reynast. Mótshaldarar hafa frumkvæði að kynningarefni sem yrði deilt sem víðast á rafrænum miðlum. Hafa þarf sérstakt samband við forsvarsmenn hestamannafélagsins Skugga um að kynna lokanir á svæðinu. Gæta þarf að því hvort stórir hópar aðkominna hestamanna eigi leið um svæðið þessa helgi.
5.
Hvað tryggingar varðar þá tekur byggðarráð fram að sveitarfélagið ber ekki ábyrgð á slysum og óhöppum sem kunna að verða í tengslum við mótshaldið."
"Byggðarráð Borgarbyggðar hefur móttekið erindi Indriða R. Grétarssonar formanns Bogveiðifélags Íslands um að halda íslandsmót í Vallarbogfimi IFAA á svæði Einkunna dagana 27. og 28. ágúst n.k. dagsett 11. ágúst sl. Byggðarráð heimilar, að viðhöfðu samráði við formann Umsjónarnefndar Einkunna, Bogveiðifélagi Íslands afnot af Einkunnum undir Íslandsmót í Vallarbogfimi dagana 27. og 28. ágúst n.k. með eftirtöldum skilyrðum:
1.
Umgengni verði góð og allur frágangur að móti afloknu sé unninn af Bogveiðifélaginu. Allt efni og aðstaða sem mótinu tilheyrir verði fjarlægt strax að mótinu afloknu.
2.
Öll leyfi sem til þarf vegna mótahalds af þessum toga verða að vera til staðar.
3.
Tryggja þarf lokanir göngu- og reiðleiða vegna öryggissjónarmiða.
4.
Kynna þarf mótið sem víðast fyrir íbúum sveitarfélagsins og þær lokanir sem nauðsynlegar kunna að reynast. Mótshaldarar hafa frumkvæði að kynningarefni sem yrði deilt sem víðast á rafrænum miðlum. Hafa þarf sérstakt samband við forsvarsmenn hestamannafélagsins Skugga um að kynna lokanir á svæðinu. Gæta þarf að því hvort stórir hópar aðkominna hestamanna eigi leið um svæðið þessa helgi.
5.
Hvað tryggingar varðar þá tekur byggðarráð fram að sveitarfélagið ber ekki ábyrgð á slysum og óhöppum sem kunna að verða í tengslum við mótshaldið."
5.Úrsögn úr Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar.
1608046
Framlagður tölvupóstur frá Arna Ingvarssyni í Skarði þar sem hann segir sig frá störum í Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar.
Framlagður tölvupóstur dags. 12.8.2016 frá Arna Ingvarssyni þar sem hann segir sig frá störfum í Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar.
6.Úrsögn úr Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar
1608058
Framlagt bréf frá Ragnhildi Helgu Jónsdóttur dags. 15.8.2016 þar sem hún tilkynnir úrsögn sína úr Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar.
Framlagt bréf frá Ragnhildi Helgu Jónsdóttur dags. 15.8.2016 þar sem hún tilkynnir úrsögn sína úr Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar.
7.Ljósleiðari í Borgarbyggð
1602023
Framhald umræðna um ljósleiðara í Borgarbyggð í kjölfar kynningarfundar m. Guðmundi Danélssyni þann 15. ágúst s.l.
Framhald umræðna um ljósleiðara í Borgarbyggð í kjölfar kynningarfundar m. Guðmundi Daníelssyni þann 15. ágúst s.l. Hann hefur unnið sem ráðgjafi með nokkrum sveitarfélögum við undirbúning og framkvæmd ljósleiðaravæðingar hjá þeim. Þar má nefna Ásahrepp og Rangárþing ytra í Rangárvallasýslu. Sveitarstjóra falið að hefja viðræður við Guðmund Daníelsson m.a. um frumhönnun og kostnaðaráætlun fyrir ljósleiðaravæðingu í Borgarbyggð. Sveitarstjóra falið að vera í samskiptum við Rarik og verktaka varðandi samnýtingu við lagningu strengs milli Stóra Kropps og Reykholts.
8.Gamla skólahúsið í Borgarnesi
1608048
Framlagður tölvupóstur Guðrúnar Jónsdóttur til Minjastofnunar, dags. 9.6. og svar við honum.
Framlagður tölvupóstur Guðrúnar Jónsdóttur til Minjastofnunar, dags. 9.6. og svar við honum.
9.Umboð til handa Pakta lögmönnum
1607034
Framlagt umboð til handa Pacta lögmönnum til að annast mál er tengjast Egilsgötu 6.
Lagt fram umboð til handa Pacta lögmönnum til að annast samskipti við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að leggja fram athugasemdir við kærur, taka við skjölum og kvitta fyrir mótttöku þeirra, afla gagna hjá stjórnvöldum og einkaaðila og annast allan almennan rekstur mála sem tengjast útgáfu byggingarleyfis vegna Egilsgötu 6.
Byggðarráð samþykkti umboðið.
Byggðarráð samþykkti umboðið.
10.Framkvæmdir 2016
1603049
Guðrún Hilmisdóttir sviðsstjóri skipulags - og umhverfissviðs fer yfir stöðu framkvæmda á árinu 2016.
Guðrún Hilmisdóttir sviðsstjóri skipulags - og umhverfissviðs kom á fundinn og fór yfir stöðu framkvæmda á árinu 2016. Framkvæmdir við undirbúning malbikunarframkvæmda á Kveldúlfsgötu eru hafnar og lýkur þeirri framkvæmd á þessu ári.
11.Tónlistarskólinn og Óðal - viðhald
1607147
Laðar fram kostnaðaráætlanir vegna umbeðinna viðhaldsframkvæmda í Óðali og Tónlistarskóla.
Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessu lið. Lagði hann fram kostnaðaráætlun yfir nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir við Tónlistarskólann og Óðal.
Þar sem fyrir liggur að Tónlistarskóli Borgarfjarðar verður í núverandi húsnæði til næstu framtíðar samþykkir byggðarráð aukafjárveitingu allt að 9,5 millj. kr. til viðhalds utanhúss. Fjárveitingu er vísað er til viðauka við fjárhagsáætlun 2016. Miðað er við að farið verði í þessar framkvæmdir á þessu ári.
Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir brýnasta viðhald Óðals. Byggðarráð telur að fara þurfi í frekari skoðun á viðhaldsþörf hússins og einnig þarfagreiningu á framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvar.
Þar sem fyrir liggur að Tónlistarskóli Borgarfjarðar verður í núverandi húsnæði til næstu framtíðar samþykkir byggðarráð aukafjárveitingu allt að 9,5 millj. kr. til viðhalds utanhúss. Fjárveitingu er vísað er til viðauka við fjárhagsáætlun 2016. Miðað er við að farið verði í þessar framkvæmdir á þessu ári.
Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir brýnasta viðhald Óðals. Byggðarráð telur að fara þurfi í frekari skoðun á viðhaldsþörf hússins og einnig þarfagreiningu á framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvar.
12.Fyrirspurn 14.8.frá FSSH, Félag sumarhúsaeigenda í Syðri-Hraundal
1608043
Framlögð fyrirspurn frá Félagi sumarhúsaeigenda dags. 14.8.2016.
Framlögð fyrirspurn frá Félagi sumarhúsaeigenda í Syðri Hraundal dags. 14.8.2016. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og undirbúa svar til bréfritara.
13.Samningsgerð um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi
1608054
Afrit af bréfi, dags 16.8. til ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna samnings um notkun á höfundaréttarvörðu efni í skólastarfi lagt fram.
Afrit af bréfi, dags 16.8. til ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna samnings um notkun á höfundaréttarvörðu efni í skólastarfi lagt fram.
14.Króksland í Norðurárdal - girðingar
1407013
Framlagt bréf Gunnars Jónssonar Króki dags. 12.8.2016 er varðar fyrirhugaðar girðingarframkvæmdir í Krókslandi
Framlagt bréf Gunnars Jónssonar Króki dags. 12.8.2016 er varðar fyrirhugaðar girðingarframkvæmdir í Krókslandi. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu.
15.Almenningssamgöngur í Borgarbyggð
1408091
Framlagt minnisblað dags. 15.8.16 frá vinnuhóópi um almenningssamgöngur, lokagerð.
Framlagt minnisblað dags. 15.8.16 frá vinnuhópi um almenningssamgöngur, lokagerð. Byggðarráð þakkar góða vinnu og vísar minnisblaðinu til umfjöllunar og umsagnar í fræðslunefnd.
16.Hagræðing í rekstri Borgarbyggðar
1502112
Farið yfir stöðu á framkvæmd hugmynda vinnuhópa um hagræðingu í rekstri málaflokka 2016.
Ákveðið að fara yfir stöðuna aftur í nóvember.
Ákveðið að fara yfir stöðuna aftur í nóvember.
17.Siðareglur Slökkviliðs Borgarbyggðar
1607031
Siðareglur Slökkviliðs Borgarbyggðar lagðar fram til samþykktar.
Siðareglur Slökkviliðs Borgarbyggðar lagðar fram til samþykktar. Byggðarráð staðfestir siðareglurnar með ábendingu um smávægilegar orðalagsbreytingar.
18.Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 143
1608005F
Framlögð bókun Helga Hauks Haukssonar frá síðasta fundi sveitarstjórnar
Framlögð bókun Helga Hauks Haukssonar frá síðasta fundi sveitarstjórnar dags. 8.8.2016 sem vísað var til byggðarráðs.
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar felur sveitarstjóra að vinna kröftuglega að innheimtu þeirra fjármuna sem Borgarbyggð á hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna bankaskatts samkvæmt núgildandi lögum, í samvinnu við lögmannsstofuna Sókn sem unnið hefur að málinu fyrir Borgarbyggð."
Byggðarráð tekur undir bókun Helga Hauks Haukssonar og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir gagnvart Jöfnunarsjóði.
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar felur sveitarstjóra að vinna kröftuglega að innheimtu þeirra fjármuna sem Borgarbyggð á hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna bankaskatts samkvæmt núgildandi lögum, í samvinnu við lögmannsstofuna Sókn sem unnið hefur að málinu fyrir Borgarbyggð."
Byggðarráð tekur undir bókun Helga Hauks Haukssonar og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir gagnvart Jöfnunarsjóði.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Byggðarráð tilnefnir af sinni hálfu Björk Jóhannsdóttur, Guðveigu Eyglóardóttur og Theodór Þórðarson.