Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

386. fundur 25. ágúst 2016 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Finnbogi Leifsson varamaður
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Boðun á hafnasambandsþing sem haldið verður á Ísafirði 13.-14. október nk.

1608076

Boðun á hafnasambandsþing sem haldið verður á Ísafirði 13.-14. október nk
Framlagt boð á hafnasambandsþing sem haldið verður á Ísafirði dagana 13. ? 14. okt. N.k. Byggðarráð þakkar boðið en telur ekki þörf á að senda fulltrúa á þingið.

2.Bréf IKAN hf dags 16.8.2016

1608050

Framlagt bréf frá IKAN hf dags 16.8.2016 með athugasemdum um ritun fundargerðar byggðarráðs frá 27. júlí s.l.
Framlagt bréf frá Þorsteini Mána Árnasyni f.h. IKAN ehf frá 16. ágúst sl. þar sem kom fram ábending um ágalla í ritun fundargerðar byggðaráðs frá 27. Júlí sl. Ábendingin var réttmæt og svaraði sveitarstjóri erindinu samdægurs á þann veg með tölvupósti. Byggðarráð tók því afgreiðslu umboðs til handa lögmannstofunnar Pacta vegna mála sem tengjast útgáfu byggingarleyfis vegna Egilsgötu 6 aftur fyrir á fundi sínum þann 18. ágúst og samþykkti eftirfarandi:
”Lagt fram umboð til handa Pacta lögmönnum til að annast samskipti við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að leggja fram athugasemdir við kærur, taka við skjölum og kvitta fyrir móttöku þeirra, afla gagna hjá stjórnvöldum og einkaaðila og annast allan almennan rekstur mála sem tengjast útgáfu byggingarleyfis vegna Egilsgötu 6.“

3.Bréf til byggðarráðs dags. 22.8.2016

1608077

Framlagt bréf Þorsteins Mána Árnasonar f.h. IKAN ehf. varðandi afgreiðslu erinda er varða Egilsgötu 6.
Framlagt bréf frá Þorsteini Mána Árnasyni frá 22. ágúst 2016. Í bréfinu er gerð krafa um að byggðarráð Borgarbyggðar falli frá ákvörðun sinni þann 18. ágúst um að veita lögmannsstofunni Pacta umboð til að annast annast samskipti við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að leggja fram athugasemdir við kærur, taka við skjölum og kvitta fyrir móttöku þeirra, afla gagna hjá stjórnvöldum og einkaaðila og annast allan almennan rekstur mála sem tengjast útgáfu byggingarleyfis vegna Egilsgötu 6.
Byggðarráð hafnar fyrrgreindri körfu Þorsteins Mána Árnasonar um að falla frá að veita lögmannsstofunni Pacta umboð til að vinna á ákveðinn hátt að tilgreindum málum. Byggðarráð telur nauðsynlegt að afla sérfræðiþekkingar í málum eins og hér um ræðir sem rekin eru fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Stjórnsýsla sveitarfélags af þeirri stærð sem Borgarbyggð er býr ekki yfir nauðsynlegri sérþekkingu í öllum þeim málum sem upp kunna að koma og því er eðlilegt að leita hennar út fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins þegar þess gerist þörf.

4.Byggingarnefnd GB - fundargerð 17.8.16.

1608063

Orri Árnason arkitekt mætir á fundinn og kynnir framkomnar hugmyndir um stækkun Grunnskólans í Borgarnesi.
Til fundarins mætti Orri Árnason arkitekt og kynnti framkomnar tillögur að stækkun húsnæðis Grunnskóla Borgarness og þær breytingar sem stækkuninni fylgja. Einnig lagði hann fram fjárhagsáætlun fyrir mismunandi valkosti. Byggðarráð þakkar Orra Árnasyni arkitekt framlagðar tillögur og samþykkir að halda verkinu áfram á þeirri braut sem unnið hefur verið eftir.

5.Frá nefndasviði Alþingis - 794. mál til umsagnar

1608065

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál.Umsögn berist eigi síðar en 31. ágúst nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Framlagt til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál.

6.Fréttatilkynning frá OR | Góð afkoma á fyrri hluta ársins 2016

1608078

Framlögð fréttatilkynning frá OR vegna góðrar afkomu á fyrri hluta ársins ásamt fylgigögnum.
Lögð fram fréttatilkynning um afkomu OR á fyrri hluta ársins 2016, dags. 22. ágúst 2016, sem barst í tölvupósti frá Eiríki Hjálmarssyni upplýsingafulltrúa.
Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju sinni með góða afkomu Orkuveitu Reykjavíkur á fyrri hluta ársins 2016. Miklu máli skiptir að markvissar aðgerðir sem staðið hafa yfir í nokkur ár hafi skilað tilætluðum árangri sem getur leitt til þess að OR greiði arð til eigenda sinna og gjaldskrár taki mið af bættri afkomu.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur mótað stefnu í fjármálum sveitarfélagsins sem nefnist Brúin til framtíðar. Stefnumótunin felur meðal annars í sér sölu eigna og endurskipulagningu og niðurgreiðslu skulda. Bætt afkoma Orkuveitu Reykjavíkur eykur heildarverðmæti fyrirtækisins. Fyrir liggur að verðmæti eignarhluta Borgarbyggðar í OR nemur verulegum fjárhæðum. Eignarhluti Borgarbyggðar í OR nemur einungis 0.933% sem hefur í för með sér takmörkuð áhrif á stefnumörkun og stjórnun fyrirtækisins. Þessum eignarhluta fylgir hins vegar skuldbinding um fjárhagslega bakábyrgð eigenda OR eins og reynslan hefur sýnt.
Byggðarráð telur því eðlilegt í ljósi framangreinds að það sé tekið til umræðu innan sveitarstjórnar Borgarbyggðar hvort sveitarfélagið eigi að selja eignarhlut sinn í OR.
Mikilvægt er í því sambandi að fram fari mat á verðmæti félagsins og forsendur þess séu metnar.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla álits óháðs fagaðila á fyrirliggjandi gögnum í samráði við meðeigendur.

7.Fundargerð 386. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 16.8.

1608075

Fundargerð 386. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 16. ágúst sl. framlögð.
Fundargerð 386. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 16. ágúst sl. framlögð.

8.Minnisblað slökkviliðsstjóra varðandi vatnsveitu í Reykholtsdal.

1608073

Framlagt minnisblað slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Borgarbyggðar dags. 19.8.2016 varðandi vatnsmál í Reykholtsdal.
Framlagt minnisblað slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Borgarbyggðar dags. 19.8. 2016 um mögulegan skort á neysluvatni og vatni til slökkvistarfa í Reykholtsdal vegna fyrirsjáanlegar aukningar á vatnsnotkun vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á svæðinu. Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra frumkvæðið í þessu máli og felur Umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd að taka málið til umfjöllunar.
Skv. upplýsingum frá Veitum ohf. hefur fyrirtækið hafið nú þegar undirbúning að nauðsynlegum aðgerðum vegna framkvæmda á svæðinu.

9.Netsamband í uppsveitum Borgarfjarðar

1608070

Framlagður tölvupóstur dags. 19.8.16 frá Dagbjarti Dagbjartssyni á Hrísum v. slæms netsambands.
Framlagður tölvupóstur frá Dagbjarti Dagbjartssyni á Hrísum í Flókadal dags. 19. 8. 2016 þar sem hann kemur með margvíslegar ábendingar um lélegt netsamband í uppsveitum Borgarfjarðar. Byggðaráð þakkar Dagbjarti framkomnar ábendingar. Hér er um að ræða stórt og mikilvægt viðfangsefni sem varðar íbúa héraðsins miklu. Umræða um möguleika Borgarbyggðar á að hafa frumkvæði á lagningu ljósleiðara um héraðið er hafin. Staða málsins verður kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins þegar upplýsingar um fyrstu skref málsins liggja fyrir.

10.Stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands, drög

1608074

Framlögð, til umsagnar, drög að stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands.
Framlögð, til kynningar, drög að stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands.

11.Umsóknir um styrk til réttindanáms veturinn 2016-2017

1608053

Framlagðar umsóknir um styrk vegna réttindanáms starfsfólks skóla veturinn 2016 - 2017.
Framlagðar umsóknir um styrk vegna réttindanáms v. starfsfólks grunnskóla Borgarbyggðar. Byggðaráð samþykkir framlagðar umsóknir.

12.Undanþága frá mannfjöldaviðmiðum - Akranes og Hvalfjarðarsveit - beiðni um umsögn

1608020

Framlögð beiðni Velferðarráðuneytisins um umsögn vegna erindis Akraneskaupstaðar um undanþágu frá mannfjöldaviðmiði v. þjónustusvæðis fatlaðra og tillögu félagsmálastjóra að umsögn.
Framlagt erindi velferðarráðuneytisins dags. 3. 8. 2016 þar sem óskað er eftir áliti byggðarráðs á umsókn um undanþágu frá Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit frá mannfjöldaviðmiðunum þjónustusvæðis sbr. 4. gr. laga nr. 59/1992 vegna málefna fatlaðs fólks. Einnig er framlagt minnisblað frá Hjördísi Hjartardóttur félagsmálastjóra Borgarbyggðar dags 9. ágúst 2016 þar sem hún leggst gegn framkominni beiðni með ákveðnum rökum.
Byggðarráð leggst gegn því að umrædd undanþága verði veitt og núverandi þjónustusvæði vegna málefnis fatlaðs fólks á Vesturlandi yrði í kjölfar þess skipt upp í tvo hluta. Fyrir því eru eftirfarandi ástæður:
a)
Líkur benda til að fagleg umræða um málefni fatlaðs fólks innan svæðisins myndi veikjast.
b)
Möguleikar á að reka sameiginleg vistunarúrræði myndu veikjast.
c)
Samræming reglna og viðmiða heyrði sögunni til.
d)
Taka þyrfti upp nýtt skipulag varðandi stjórn og rekstur þjónustusvæðisins. SSV gæti ekki lengur haft málaflokkinn í sinni umsjón.
e)
Með því að minnka þjónustusvæðin myndu líkur á að rekstur þeirra yrði þyngri og meiri sveiflur í honum.

Byggðarráð telur því mikilvægt að sveitarfélög á Vesturlandi standi saman um þennan mikilvæga málaflokk og hafi hagsmuni þjónustuþega að leiðarljósi umfram annað.

13.Vegamál í Borgarbyggð - Krókurinn

1608071

Framlagður tölvupóstur dags. 18.8.2016 frá Sigríði Bjarnadóttur varðandi vegamál efst í Hvítársíðu og Hálsasveit.
Lagður fram tölvupóstur, dags. 18.ágúst 2016, frá Sigríði G. Bjarnadóttur að Hótel Húsafelli, þar sem fjallað er um slæmt ástand vega í Hvítársíðu og Hálsasveit samhliða mikilli aukningu ferðafólks um svæðið í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem þar hefur átt sér stað á undanförnum misserum. Byggðaráð tekur undir þau viðhorf sem koma fram í tölvupósti Sigríðar og mun verða við áskorun hennar um að efna til ferðar um þetta svæði ásamt ferðaþjónustuaðilum á svæðinu og öðrum þeim aðilum sem málið varðar og geta haft áhrif á framgang þess.

14.Velferðarvaktin - hvatning vegna kostnaðarþáttöku foreldra

1608031

Framlögð hvatning Velferðarvaktarinnar varðandi kostnaðarþátttöku foreldra grunnskólabarna vegna ritfangakaupa við upphaf skólaárs.
Lagt fram bréf Velferðarvaktarinnar dags. 9. ágúst 2016 þar sem kemur fram hvatning um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki. Einnig er lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 3. maí 2016 þar sem kemur fram hvatning til skólanefnda að kanna kostnað við kaup á námsgögnum og hvatt er til að þeim kostnaði sé haldið í lágmarki. Byggðaráð tekur undir það sjónarmið velferðarvaktarinnar að eðlilegt er að halda kostnaði við ritfangakaup grunnskólanemenda í lágmarki. Stór áfangi var tekinn í þessa átt á síðastliðnu starfsári þegar keyptir voru Ipadar til notkunar í grunnskólum Borgarbyggðar. Í grunnskólum Borgarbyggðar greiða foreldrar nemenda í 1.-4. bekk samræmda lága fjárhæð fyrir námsgögn. Því hefur þegar verið komið til móts við sjónarmið velferðarvaktarinnar í þessu sambandi.
Í erindi Velferðarvaktarinnar er vísað til þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur hér á landi þann 20. febrúar 2013. Lögfesting sáttmálans leggur að mati velferðarvaktarinnar sveitarfélögum á Íslandi þær skyldur á herðar að fella niður kostnaðarþátttöku foreldra grunnskólabarna í kaupum á ritföngum. Í því sambandi telur byggðarráð Borgarbyggðar rétt að árétta að í þeim tilvikum þegar ríkisstjórn Íslands staðfestir alþjóðasáttmála sem fela í sér útgjaldaaukningu fyrir sveitarfélögin í landinu þá er eðlilegt að mati byggðarráðsins að teknar séu upp viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um kostnaðaráhrif af slíkum ákvörðunum og hvernig þeim verði mætt í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.

15.Byggðaráðstefnan 2016. Sókn landsbyggða: Kemur unga fólkið? Hvar liggja tækifærin?

1608082

Framlögð dagskrá Byggðaráðstefnu á Breiðdalsvík dagana 14. - 15.september Breiðdalsvík.
Lögð er fram dagskrá byggðaráðstefnu 2016 sem haldin verður á Breiðdalsvík dagana 14. ? 15. september n.k.

16.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 22.-23. sept. 2016

1608080

Framlögð tilkynning um Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.
Framlögð tilkynning um Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Byggðarráð hvetur þá sveitarstjórnarfulltrúa sem tök hafa á að sækja Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2016 sem haldin verður á Hotel Reykjavik Nordica dagana 22. og 23. september n.k. Einnig hvetur byggðarráð sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að sækja hana.

17.Fundur dags. 2.9.2016 með stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga

1608081

Undirbúningur fundar með stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga 2. sept. 2016 í Borgarnesi.
Kynntur fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga með sveitarstjórn Borgarbyggðar sem haldinn verður í Borgarnesi 2. sept. n.k. Byggðaráð fagnar því að fá tækifæri til að funda með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

18.Þakkarbréf frá Plan-B listahátíð

1608083

Framlagt þakkarbréf frá forsvarsmönnum listahátíðarinnar Plan B vegna stuðnings sveitarfélagsins.
Lagður er fram tölvupóstur frá Sigríði Þóru Óðinsdóttur, dags. 23. ágúst 2013, þar sem þakkaður er stuðningur Borgarbyggðar við Plan B listahátíðina. Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með hátíðina og hvernig til tókst og þakkar aðstandendum hennar fyrir það frumkvæði sem þau sýndu við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar.

19.Skarð 2 - byggingarleyfi, niðurrif

1608079

Framlögð umsókn Árna Ingvarssonar um leyfi til niðurrifs útihúsa á Skarði 2.
Lagt er fram erindi Árna Ingvarssonar Skarði, Lundarreykjadal dags. 22. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir leyfi til niðurrifs gamalla útihúsa. Byggðarráð samþykkir erindi Árna Ingvarssonar um niðurrif útihúsa á jörðinni Skarð 2, Lundarreykjadal. Greinitala umsóknar er LN 134364 og númer húsa eru 04 ? 0101, 06 ? 0101 og 09 ? 0101.

20.Könnun á netþörf til sveita

1509092

Framlögð skýrsla SSV um niðurstöður könnunar á netþörf til sveita.
Framlögð könnun um viðhorf íbúa Borgarbyggðar um lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið sem unnin var að Vífli Karlssyni, starfsmanns SSV. Vífill Karlsson mætti til fundarins og skýrði efni og niðurstöður könnunarinnar. Byggðaráð þakkar framlagða skýrslu og telur hana þarft innlegg í umræður og undirbúning að ljósleiðaravæðingu Borgarbyggðar.

21.Félagsfundur í Veiðifélagi Gljúfurá 30 ágúst kl. 19 á Landnámssetrinu í Borgarnesi

1608084

Framlagt fundarboð vegna félagsfundar í Veiðifélagi Gljúfurár dags.30.8.2016.
Lagt fram fundarboð dags. 23. ágúst vegna félagsfundar í veiðifélagi Gljúfurár sem haldinn verður kl. 19:00 í Landnámssetrinu þann 30. ágúst n.k. Byggðarráð samþykkir að Sigurjón Jóhannsson sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

22.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 136 og 137.

1608088

Framlagðar tvær fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands, fundargerð nr. 136 dags. 20.6.2016 og nr. 137 dags. 8.8.2016
Framlagðar tvær fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands, fundargerð nr. 136 dags. 20.6.2016 og nr. 137 dags. 8.8.2016.

23.Umboð til handa Pakta lögmönnum

1607034

Framlagt umboð til handa Pacta lögmönnum til að annast samskipti við Úrskurðarnefnd umhverfis - og auðlindamála, til að leggja fram athugasdemdir við kærur, taka við skjölum og kvitta fyrir móttöku þeirra, afla gagna hjá stjórnvöldum og einkaaðilum og að annast allan almennan rekstur mála sem ttengjast rekstri mála vegna deiliskipulags dags. 12. febrúar 2015 í Bæjargili, Borgarbyggð.
Framlagt umboð til handa Pacta lögmönnum til að annast samskipti við Úrskurðarnefnd umhverfis - og auðlindamála, til að leggja fram athugasemdir við kærur, taka við skjölum og kvitta fyrir móttöku þeirra, afla gagna hjá stjórnvöldum og einkaaðilum og að annast allan almennan rekstur mála sem tengjast rekstri mála vegna deiliskipulags dags. 12. febrúar 2015 í Bæjargili, Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkir umboðið.

Fundi slitið - kl. 10:00.