Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

387. fundur 01. september 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Borg á Mýrum - samningur um móttöku ferðamanna

1608097

Framlagt erindi Þorbjörns Hlyns Árnasonar dags. 24.8.2016 varðandi ósk um endurskoðun samnings um móttöku ferðamanna við Borgarbyggð.
Lagður fram tölvupóstur Þorbjörns Hlyns Árnasonar, sóknarprests að Borg á Mýrum, dagsettur 24. ágúst 2016, þar sem farið er fram á endurskoðun samnings um fjárhagslegan stuðning Borgarbyggðar við móttöku ferðafólks að Borg á Mýrum. Byggðaráð lýsir yfir ánægju sinni með mikinn áhuga ferðafólks fyrir kirkjustaðnum á Borg á Mýrum og hvernig staðið er að kynningu á staðnum. Byggðarráð samþykkir a vísa samningnum til vinnuhóps um mótum stefnu í ferðaþjónustu til umfjöllunar.

2.Englendingavík og uppbygging þar til framtíðar

1608121

Framlagt tölvubréf Einars S Valdimarssonar dags. 27. ágúst 2016 þar sem fram koma hugmyndir um framkvæmdir í Englendingavík.
Framlagður tölvupóstur frá Einari Valdimarssyni í Englendingavík dags. 27. ágúst 2016. Í tölvupóstinum leggja Einar og Margrét Rósa Einarsdóttir fram ýmsar hugmyndir um uppbyggingu í og við Englendingavík Skúlagötu 17 og 17a í Borgarnesi og áframhaldandi þróun staðarins. Óskað er eftir heimildum frá Borgarbyggð og mögulegu samstarfi við sveitarfélagið við framkvæmd ýmissa hugmynda sem reifaðar eru í tölvupóstinum.
Byggðarráði finnst framlagðar hugmyndir áhugaverðar og samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis- skipulags og landbúnaðarnefndar til umfjöllunar.

3.Fundargerð 173. fundar í Safnahúsi Borgargfjarðar dags, 17.8.2016

1608119

Fundargerð 173. fundar í Safnahúsi Borgarfjarðar frá 17. ágúst 2016 framlögð.
Fundargerð 173. fundar starfsmanna í Safnahúsi Borgarfjarðar frá 17. ágúst 2016 framlögð.

4.Fundargerð 232. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

1608096

Framlögð fundargerð 232. fundar stjórnar OR frá 27.6.2016
Framlögð fundargerð 232. fundar stjórnar OR frá 27.6.2016

5.Fundur í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarstjóra þann 7. september nk. í Borgarnesi

1608094

Framlagt fundarboð í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarstjóra þann 7. september nk. í Borgarnesi.
Í tengslum við fundarboð í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarstjóra á Vesturlandi sem haldinn verður í Borgarnesi þann 7. september n.k. þá ræddi byggðarráð þær áherslur sem mikilvægt er að kynna fyrir fundinum. Byggðarráð fól sveitarstjóra að koma þeim á framfæri á fundi samstarfsnefndar.

6.Króksland í Norðurárdal - girðingar

1407013

Framlagt bréf, dags. 12.8.2016 frá Gunnari Jónssyni eiganda Króks í Norðurárdal varðandi afréttargirðingu í landi Króks.
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur móttekið erindi frá Gunnari Jónssyni, eigenda jarðarinnar Króks í Norðurárdal dags. 12. ágúst 2016 þar sem kynntar eru fyrirhugaðar girðingarframkvæmdir á Króki sem tengist þeim hluta jarðarinnar sem ágreiningur er um milli Borgarbyggðar og eigenda Króks.
Byggðarráð Borgarbyggð fellst ekki á greiðsluskyldu sveitarfélagsins á hluta girðingarkostnaðar eins og þær eru kynntar í nefndu bréfi Gunnars Jónssonar í Króki á meðan ágreiningur milli sveitarfélagsins og jarðareigenda Króks um eignarhald á hluta jarðarinnar Króks er óútkljáður. Byggðarráð hafnar því kröfu Gunnars Jónssonar eigenda Króks um kostnaðarþátttöku í umræddum girðingarframkvæmdum.

7.Möguleg þrautavarakrafa Borgarbyggðar um upprekstrarrétt á Arnarvatnsheiði í máli nr. 4/2014

1608124

Framlögð tölvupóstsamskipti vegna væntanlegs úrskurðar Óbyggðanefndar varðandi Arnarvatnsheiði - Geitland.
Fram lagður tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Óbyggðarnefndar, Þorsteini Magnússyni, dags. 27. ágúst 2016, þar sem Borgarbyggð er gefinn frestur til mánudags að taka ákvörðun um hvort sveitarfélagið falli frá tilkalli til upprekstrarréttar á Arnarvatnsheiði en ella gefa sveitarfélaginu kost á að gerast aðili málsins. Óskað var eftir lengri fresti til að taka afstöðu til málsins og var hann veittur með tölvupósti dags. 29. ágúst 2016.
Ingi Tryggvason hrl. og Óðinn Sigþórsson sátu fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð ályktar með tilliti til framkominna upplýsinga að rétt sé að leggja fram almenna þrautavarakröfu vegna málsins og felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

8.Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara

1608126

Framlögð kynning á nýjum kjarasamningi kennara við Samband ísl. sveitarfélaga.
Framlagður kjarasamningur Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 23. ágúst sl. Gildistími samnings er frá 1. ágúst 2016 til 31. mars 2019. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn innan KÍ mun liggja fyrir 5. september n.k. Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom til fundarins og kynnti helstu efnisatriði samningsins.

9.Frístundakort

1608125

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um frístundakort fyrir börn og unglinga í Borgarbyggð.
Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs, Önnu Magneu Hreinsdóttur, dags. 26. ágúst 2016, þar sem hún setur upp tillögu að reglum fyrir frístundakort. Anna Magnea mætti til fundarins og skýrði tillögurnar. Byggðarráð þakkar Önnu Magneu framkomna tillögu um frístundakort og samþykkir að vísa henni til fræðslunefndar. Byggðarráð leggur áherslu á að öll umsýsla um frístundakortið verði rafræn.

10.Pourquoi pas - 80 ár frá sjóslysi

1608122

Framlagt bréf frá forstöðumanni Safnahúss dags. 29.8. varðandi fyrirhugaða heimsókn frá Frakklandi í tilefni þess að þann 16. sept n.k. eru liðin 80 ár frá því að Pourquoi pas fórst.
Framlagður tölvupóstur frá forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar, Guðrúnu Jónsdóttur, þar sem hún vekur athygli á því að þann 16. september n.k. eru liðin 80 ár frá því franska rannsóknaskipið Pourquoi Pas fórst við Straumfjörð á Mýrum. Von er á 30-40 manna hópi frá Frakklandi í tilefni þessara tímamóta. Byggðarráð samþykkir að minnast þessa atburðar með því að hafa stutta móttöku fyrir hina frönsku gesti í tengslum við ferð þeirra að Straumfirði. Sveitarstjóra er falið að undirbúa móttökuna í samvinnu við Guðrúnu Jónsdóttur, forstöðumann safnahússins.

11.Sauðamessa 1 okt 2016

1608095

Framlagt erindi dags. 24.ágúst. vegna Sauðamessu 2016, þar sem koma fram óskir um aðkomu Borgarbyggðar að hátíðinni.
Fram lagður tölvupóstur frá Hlédísi Sveinsdóttur, dags. 24. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir stuðningi Borgarbyggðar við undirbúning og framkvæmd Sauðamessu, sem haldin verður þann 1. Október n.k. Byggðarráð samþykkir að styðja við undirbúning og framkvæmd Sauðamessu á áþekkan hátt og gert hefur verið fyrri ár.

12.Til umsagnar 674. mál frá nefndasviði Alþingis

1608107

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674. mál.
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um umhverfisstofnun.

13.Landsfundur um jafnréttismál 15.-16. sept.

1608120

Framlögð, til kynningar, dagskrá Landsfundar um jafnréttismál á Akureyri 15. - 16. sept.
Framlög til kynningar dagskrá landsfundar um jafnréttismál sem haldið verður á Akureyri dagana 15. ? 16. september

14.Fundur dags. 2.9.2016 með stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga

1608081

Undirbúningur fyrir fund með stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga þann 2. sept.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga mun funda með sveitarstjórn Borgarbyggðar í hádeginu þann 2. september n.k. Byggðarráð ræddi þær áherslur sem rétt er að koma á framfæri á fundinum.

15.Dagur íslenskrar náttúru 2016

1608129

Framlögð tilkynning frá Umhverfis - og auðlindaráðuneyti dags. 30.8. um dag íslenskrar náttúru þann 16. sept. n.k.
Framlagt til kynningar erindi Umhverfisráðuneytisins dags. 30. ágúst þar sem vakin er athygli á Degi íslenskrar náttúru sem haldinn verður þann 16. september n.k.

16.Umsóknir um styrk til réttindanáms veturinn 2016-2017

1608053

Framlagðar þrjár nýjar umsóknir frá starfsmönnum skóla um styrk vegna réttindanáms 2016 - 2017
Framlagðar þrjár umsóknir frá starfsmönnum skóla um styrk vegna réttindanáms 2016 - 2017. Byggðarráð samþykkir umsóknirnar og fagnar áhuga starfsmanna skólanna á réttinda - og viðbótarnámi.

17.Styrkur til námsferðar - umsókn

1608136

Framlögð beiðni skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi dags. 31.8.2016 um ferðastyrk v. fyrirhugaðrar námsferðar starfsfólks til Boston.
Framlögð beiðni skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi dags. 31.8.2016 um ferðastyrk v. fyrirhugaðrar námsferðar starfsfólks til Boston. Byggðarráð samþykkir beiðnina.

Fundi slitið - kl. 10:00.