Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

389. fundur 20. september 2016 kl. 17:00 - 17:40 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Framkvæmd laga um almennar íbúðir

1609079

Framlögð gögn frá Íbúðalánasjóði dags. 12.9.2016 varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir.
Framlagt erindi frá Íbúðalánasjóði dags. 12.9.2016 varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir. Samþykkt að vísa gögnunum til umfjöllunar hjá Velferðarnefnd. Niðurstöður nefndarinnar verða svo teknar til frekari umfjöllunar hjá byggðarráði.

2.Umsóknir um styrk til réttindanáms veturinn 2016-2017

1608053

Framlögð umsókn um styrk til náms.
Framlögð umsókn um styrk til framhaldsnáms. Byggðarráð samþykkir umsóknina með tilvísun í reglur Borgarbyggðar þar um.

3.Fjölgun íbúða fyrir aldraða

1609075

Umræður um fjölgun íbúða fyrir aldraða að Borgarbraut 65a
Umræður um breytingu salar í Borgarbraut 65a í íbúðir fyrir aldraða. Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis og framkvæmdasviði að útbúa kostnaðarmat á því að innrétta tvær eða þrjár íbúðir á hæðinni skv. fyrirliggjandi teikningu Nýhönnunar ehf.

4.Sorpurðun Vesturlands, fundargerð aðalf. dags. 6.4.2016

1609001

Fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands dags. 6.4.2016 lögð fram.
Fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands dags. 6.4.2016 lögð fram.

5.174. fundur starfsmanna í Safnahúsi dags 13.9.2016

1609059

Fundargerð 174. fundar starrfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar dags. 13.9.2016 lögð fram.
Fundargerð 174. fundar starrfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar dags. 13.9.2016 lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:40.