Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

391. fundur 06. október 2016 kl. 08:15 - 11:05 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Finnbogi Leifsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Barnavernd - bakvaktir

1610007

Framlagður tölvupóstur Hjördísar Hjartardóttur félagsmálastjóra dags. 30. sept. 2016 í tengslum við bakvaktir vegna barnaverndarmála. Byggðarráð samþykkir að skoða hvernig háttað er bakvöktum á Vesturlandi vegna barnaverndarmála og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kanna möguleika á samstarfi sveitarfélaga um bakvaktir í samvinnu við félagsmálastjóra.

2.Fjárhagsáætlun 2017

1606055

Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti til fundarins og fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og þriggja ára á ætlun. Hann fór yfir stöðuna á tímasettri verkefnaáætlun fyrir þá vinnu sem framundan er þar til fjárhagsáætlun er afgreidd. Eiríkur fór einnig yfir niðurstöður úr verkefni sumarstarfsmanns sem tók saman upplýsingar um gistiheimili og gististaði innan sveitarfélagsins sem ekki höfðu verið skráð sem slík. Eftir að brugðist hafði verið við þeim athugasemdum sem gerðar voru við útsend gögn þá voru það 60 einingar í skráningarskyldri starfsemi sem ekki höfðu verið skráðar sem slíkar. Áætlaður tekjuauki á ársgrundvelli er 7,5 millj.

3.Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun

1610013

Framlagt bréf Innanríkisráðuneytis dags. 5.10.2016 varðandi gerð viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.

4.Dómur Hæstaréttar Íslands, mál. 30/2016

1610009

Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti niðurstöðu í dómi Hæstaréttar nr. 30/2016 dags 30.9.2016 í máli Borgarbyggðar gegn Íbúðarlánasjóði. Hæstiréttur dæmdi Borgarbyggð fullnaðarsigur í málinu sem þýðir endurgreiðslu á 60 m.kr. dráttarvaxtagreiðslu, fimm m.kr. skaðabætur og dráttarvexti á kröfuna frá ágúst 2014. Byggðarráð lýsti yfir ánægju sinni með niðurstöðu dómsins og þakkaði hlutaðeigandi starfsmönnum vel unnin störf í málinu.

5.Hljóðmælingar 2016

1605104

Rætt um hljóðmælingar vegna áætlana um skotæfinga - og akstursíþróttasvæði í landi Hamars í kjölfar kynningarfunda sem haldnir voru með hagsmunaaðilum. Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis - og skipulagssviði að skoða fleiri möguleg svæði í eigu sveitarfélagsins undir annars vegar skotæfingasvæði og hins vegar motorcrosssvæði og kynna niðurstöður þeirrar skoðunar á fundi í október.
Bjarki leggur fram eftirfarandi bókun: "Undirritaður telur að með skýrum leikreglum eins og kynntar hafa verið af viðkomandi félagasamtökum í kringum mótorcrosssvæði sem og skotæfingasvæði væri hægt að skapa frekari sátt um þá staðsetningu sem umhverfis- og skipulagsnefnd lagði til á sínum tíma. Ljóst er að nokkur andstaða er í samfélaginu við þær staðsetningar sem um ræðir, í þeirri viðleitni að leita leiða til frekari sáttar og þeirri trú að markviss vinna fari í gang til að finna möguleg önnur ásættanleg svæði samþykkir undirritaður að vísa þessum tveimur viðfangsefnum aftur til umhverfis- og skipulagssviðs til umfjöllunar og úrvinnslu í samstarfi við annarsvegar Skotfélag Vesturlands og hinsvegar Mótorkrossfélagið."

6.

1610003

Framlagður tölvupóstur Innanríkisráðuneytis dags. 30.9.2016 varðandi vistun hælisleitenda á Bifröst. Í póstinum kemur fram að í undirbúningi sé að auka við móttöku hælisleitenda á Bifröst í stað þess að leggja hana af í lok september eins og tilkynnt hafði verið. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu mun þar verða komið fyrir barnlausu fólki og hraustu sem ekki muni þurfa á þjónustu sveitarfélagsins að halda. Byggðarráð átelur að ekki skuli hafa verið haft formlegt samband við sveitarfélagið fyrr vegna vistunar hælisleitenda á Bifröst en þessu úrræði var komið á fót í byrjun júlí. Byggðarráð leggur áherslu á að gengið verði frá samningum um endurgreiðslu kostnaðar vegna þessa verkefnis ef um slíkt verður að ræða. Byggðarráð felur sveitarstjóra og félagsmálastjóra að vinna að og ganga frá slíkri samningsgerð við hlutaðeigandi stofnanir ríkisins.

7.Sveitarfélagakönnun Gallup 2016

1610002

Framlögð kynning frá Gallup dags. 27.9.2016 varðandi undirbúning að íbúakönnun á landsvísu fyrir árið 2016 og tilboð til Borgarbyggðar um þátttöku könnuninni. Byggðarráð samþykkir að vera þátttakandi í íbúakönnun Gallups árið 2016.

8.Borgarbraut 57 - 59

1610004

Guðrún Hilmisdóttir sviðsstjóri umhverfis - og skipulagssviðs fór yfir stöðu mála varðandi útgáfu byggingarleyfis á Borgarbrut 59 og undirbúning að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar og deiliskipulagi Borgarbrautar 55 - 59.

9.Mál nr. 8893/2016 - bréf v. ÞMÁ

1610006

Framlagt bréf Umboðsmanns Alþingis dags. 30. september 2016 þar sem óskað er eftir afstöðu byggðarráðs Borgarbyggðar um hvort það telji sig hafa afgreitt erindi Þorsteins Mána er lýtur að töfum á svörum Borgarbyggðar við erindum hans. Umboðsmaður óskar eftir afritum af umbeðnum gögnum. Hafi erindi Þorsteins ekki verið afgreidd óskar Umboðsmaður eftir því að Borgarbyggð lýsi afstöðu sinni til þess hvernig sú framkvæmd samrýmist meginreglu stjórnsýsluréttarins um skyldu stjórnvalda til að svara skriflegum erindum sem þeim berast skriflega og skyldu þeirra til að tilkynna aðila sem hefur óskað aðgangs að göngum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 um niðurstöðu í slíku máli.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs að óska eftir upplýsingum frá Þorsteini Mána Árnasyni um hvaða erindum hann telur enn ósvarað.

10.Óskráðar og ónýtar bifreiðar.

1610005

Rætt um óskráðar og ónýtar bifreiðar sem staðsettar eru á lóðum víða í þéttbýli Borgarbyggðar. Byggðarráð ræddi stöðuna og mat stöðuna óviðunandi því ónýtar og óskráðar bifreiðar sem komið væri fyrir á almannafæri væru til óþrifa og settu slæma ásýnd á samfélagið. Byggðarráð fól sveitarstjóra að hafa samband við heilbrigðisnefnd Vesturlands vegna málsins. Markmiðið er að bílhræjum verði komið út úr íbúðahverfum og af opnum svæðum og þeim komið fyrir á viðeigandi stað eða fargað.

11.Plastpokalaus Borgarbyggð.

1605008

Framlög skýrsla vinnuhóps um plastpokalausa Borgarbyggð dags. 29.9. 2016. Byggðarráð þakkaði vinnuhópnum góða vinnu og telur skýrsluna gott innlegg í mikilvæga umræðu. Niðurstöðum skýrslunnar er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

12.Stækkun Hvanneyrarkirkjugarðs

1609115

Framlagður tölvupóstur formanns Sóknarnefndar Hvanneyrarkirkjugarðs dag. 28. 9. 2016 þar sem sótt er um styrk vegna stækkunar kirkjugarðs á Hvanneyri. Byggðarráð samþykkir að verða við erindum eftir þeim reglum sem gilda um slíkar framkvæmdir.

13.Ágóðahlutagreiðsla 2016

1609120

Framlagt bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 27. 9. 2016 þar sem tilkynnt er arðgreiðslu að fjárhæð kr. 795.500.- fyrir árið 2016.

14.Fundargerð 387. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 19. sept. 2016

1609107

Framlögð fundargerð 387. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 19. september sl.

15.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 22.8.2016

1609117

Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22.8.2016 lögð fram.

Fundi slitið - kl. 11:05.