Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2017
1606055
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 rædd ásamt framkomnum tillögum að fjárfestingaáætlun. Almennar forsendur fjárhagsramma eru 4% hækkun rekstraliða og 6,3% hækkun launaliða. Tekjuáætlun gerir ráð fyrir 6,5% hækkun útsvars. Farið yfir innkomnar upplýsingar frá stofnunum sveitarfélagsins. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mætti til fundarins og skýrði framlögð gögn.
2.Hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild
1610035
Framlagt bréf Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 3.10.2016 varðandi hækkun mótframlags atvinnurekenda. Fram kemur í bréfinu að mótframlag atvinnurekenda vegna lífeyrisiðgjalda launþega sem greiða í A-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga muni hækka þann 1. janúar 2017 úr 12,0% í 16,8%. Lífeyrisiðgjöld nema þá samtals 20,8% af heildarlaunum starfsmanns. Stjórn sjóðsins samþykkti á fundi sínum þann 30. September að hækka mótframlag launagreiðenda sem greiðir í A-deild sjóðsins úr 12,0% í 16,8%. Samþykktin er bundin þeim fyrirvara að tryggingarfræðileg staða sjóðsins breytist ekki fram að áramótum svo sem vegna samkomulags BSRB, BHM, Kennarasambands Íslands annars vegar og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sem undirritað var 19. september sl. Eiríkur Ólafsson skýrði stöðuna og þau áhrif sem þessi hækkun kemur til með að hafa á rekstur Borgarbyggðar. Fram kom að rekstrarútgjöld Borgarbyggðar munu aukast árlega um nálægt 45 m.kr. vegna þessarar stöðu að óbreyttu. Byggðarráð lýsti miklum áhyggjum vegna þessarar stöðu sem kemur til með að hafa veruleg áhrif á rekstrarafkomu Borgarbyggðar eins og annarra sveitarfélaga. Byggðarráð samþykkir að gera ráð fyrir þessum kostnaðarauka í fjárhagsáætlun 2017.
3.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2016
1610017
Fjárhagsáætlun velferðarnefndar vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn
Rætt erindi frá velferðarnefnd sem lagt var fyrir sveitarstjórn á fundi hennar þann 13. október sl. og vísað var til byggðarráðs. Erindið varðar aukningu á starfshlutfalli í félagsráðgjöf. Erindinu vísað til fjárhagsáætlanagerðar.
4.Verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur
1610078
Verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur - fyrstu skref
Sveitarstjóri skýrði frá þeim viðræðum sem hafa átt sér stað í tengslum við undirbúning að formlegu verðmati á Orkuveitu Reykjavíkur í framhaldi af kynningarfundi þess efnis sem haldinn var 13. maí sl. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Rætt hefur verið óformlega við fulltrúa eignaraðila í Orkuveitu Reykjavíkur um tilhögun og vinnuferli við verðmat. Byggðarráð samþykkir að leggja til fyrir sitt leiti að eignaraðilar hefji vinnu við verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur. Sveitarstjóra falið að kynna afgreiðslu byggðaráðs fyrir meðeigendum.
5.Tillaga að endurskoðun á ábyrgðargjaldi OR til eigenda - drög
1610043
Framlagður tölvupóstur dags. 17. Október frá Birgi Birni Sigurjónssyni fjármálastjóra Reykjavíkurborgar þar sem hann kynnir tillögu að útreikningum á ábyrgðargjaldi vegna Orkuveitu Reykjavíkur. Lagt er til að samþykkt verði að endurskoða álagningu ábyrgðargjalds á Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2016 vegna ábyrgða á lánum til sérleyfisrekstrar þannig að ábyrgðargjaldið verði hækkað í 0,95% úr 0,375% en ábyrgðargjald vegna lána sem tekin hafa verið vegna samkeppnisrekstrar verði óbreytt eða 0,57%.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
6.Rekstrarkostnaður á nemanda eftir stærð grunnskóla 2015
1609085
Framlögð skýrsla Sambands ísl. sveitarfélaga um rekstrarkostnað í grunnskólum sem barst með tölvupósti þann 20.9. sl. Fram koma í skýrslunni gagnlegar upplýsingar um ákveðnar lykiltölur er varða rekstrarkostnað einstaka grunnskóla í landinu. Byggðarráð telur skýrsluna gagnlegt innlegg í umræðu um rekstur grunnskóla í sveitarfélaginu sem hægt er að byggja áframhaldandi umræðu á ásamt öðrum þeim upplýsingum sem varðar rekstur grunnskóla.
7.Námsferð GB - umsókn um ferðastyrk
1606109
Framlagt bréf skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi dags. 29.6.2016 um styrk til starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi vegna námsferðar til Boston dagana 22.-26. nóvember 2016. Byggðarráð samþykkti erindið með tilvísan til gildandi reglna þar um.
8.Klettaborg - stækkun og lóð, minnisblað
1610056
Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs dags.11.10.2016 varðandi þörf á endurbótum Klettaborgar, lóð og húsi á komandi árum. Anna Magnea Hreinsdóttir sviðstjóri mætti til fundarins og skýrði málið. Erindinu vísað til fjárhagsáætlanagerðar vegna kostnaðar við hönnun.
9.Snorraverkefnið 2017, beiðni um stuðning
1610027
Framlagt bréf frá "The Snorri Program" dags. 6.10.2016 um styrk til starfsemi sinnar.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
10.Stafholtskirkjugarður, girðing
1610028
Framlögð beiðni Kirkjugarðsstjórnar Stafholtskirkju dags. 5. okt. 2016 um framlag vegna endurnýjunar girðingar umhverfis garðinn. Byggðarráð samþykkti að verða við erindinu eftir þeim reglum sem gilda um slíkar framkvæmdir.
11.NPA samningar
1509024
Framlagt erindi frá félagsmálastjóra vegna NPA samnings. Byggðarráð samþykkti að verða við erindinu.
Geirlaug vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla við aðila máls.
Geirlaug vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla við aðila máls.
12.Lækkun á hraða við Atlantsolíu í Borgarnesi - umsögn
1610034
Framlögð beiðni Vegagerðarinnar dags. 10.10.2016 um umsögn vegna fyrirhugaðrar lækkunar hámarkshraða á þjóðvegi 1 gengt Atlantsolíu. Byggðarráð samþykkti erindið með þeirri ábendingu að rétt sé að láta lækkun hámarkshraða ná út fyrir vegamótin við golfvöllinn á Hamri eða að þéttbýlismörkum.
13.Sumarhús fnr. 233-5492 - umsókn um ljósastaura
1610049
Framlagt erindi frá Ásgeir Yngvi Ásgeirsson dags. 10. Október 2016 þar sem óskað er eftir að settir séu upp tveir ljósastaurar við íbúðarhúsið Sumarhús, 311, Borgarnes. Byggðarráð samþykkir að setja upp einn ljósastaur við íbúðarhúsið Sumarhús, fnr. 233-5492 311 Borgarnes samkvæmt gildandi reglum þar um.
14.Ástand mála varðandi tækjabúnað slökkviliðs Borgarbyggðar í Laugargerði.
1610053
Framlagt bréf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Borgarbyggðar dags. 5.10.2016 varðandi búnað slökkviliðsins í Laugargerði. Einnig lagður fram tölvupóstur vegna brunans á Kolbeinsstöðum dags. 18. Október 2016 og þjónustusamningur um brunavarnir við Eyja- og Miklaholtshrepp. Byggðarráð ræddi erindið og fól sveitarstjóra að óska eftir fundi með oddvita Eyja - og Miklaholtshrepps og slökkviliðsstjóra með vísan til gildandi þjónustusamnings.
15.Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029
1610055
Framlagt erindi frá SSV þar sem kynnt er Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029 sem lögð var fram á haustþingi SSV í Stykkishólmi þann 2. Október sl. Áætlunin er lögð fram til umsagnar samkvæmt samþykkt haustþings SSV 2016. Umsagnarfrestur er til 10. nóvember. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa drög að umsögn sem lögð verði fyrir vinnufund sveitarstjórnar um málefnið fyrir tilskilinn tímafrest.
16.Húsnæðismál - Almennar íbúðir
1610015
Afgreiðslu velferðarnefndar vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn.
Framlagt minnisblað frá félagsmálastjóra um almennar leiguíbúðir sem lagt var fram á fundi velferðarnefndar þann 10. október sl. sem byggir á lögum um almennar íbúðir 52/ 2016 ( íbúðir fyrir fólk undir ákveðnum tekju- og eignamörkum)
Í minnisblaðinu er lögð áhersla á að sveitarfélagið þurfi að taka afstöðu til þeirra valkosta sem í boði eru.
Byggðarráð hvetur til að leitað sé leiða til að nýta þá möguleika sem í fyrrgreindum lögum felast.
Í minnisblaðinu er lögð áhersla á að sveitarfélagið þurfi að taka afstöðu til þeirra valkosta sem í boði eru.
Byggðarráð hvetur til að leitað sé leiða til að nýta þá möguleika sem í fyrrgreindum lögum felast.
17.Gerð stjórnunar - og verndaráætlunar fyrir friðlandið Andakíl.
1610039
Framlagt bréf Umhverfisstofnunar, dags. 7.10.2016 þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í starfshóp um gerð stjórnunar - og verndaráætlunar fyrir friðlandið Andakíl. Eftir umræður tilnefnir byggðarráð sveitarstjóra sem tengilið við verkefnið.
18.Borgarbraut 65 - heilsugæsla - endurbætur á lóð
1610059
Framlagt erindi frá Ríkiseignum dags. 28.09.16 varðandi endurbætur á götu og gangstéttum við Borgarbraut 65. Byggðarráð vísaði erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
19.Listaverk á stöpul vegagerðarinnar við Borgarfjarðarbrú
1609092
Framlagður tölvupóstur, ásamt myndum, frá Hilmari Páli Jóhannssyni dags. 17.10.16 varðandi heimild til að fá að setja upp listaverk á stöpli út í Borgarfirði. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en hvetur til umræðu um staðsetningu útilistaverka í Borgarbyggð.
20.Beiðni, dags 9.10.2016 um útskrift úr skjalaskrá Borgarbyggðar.
1610038
Framlagt bréf IKAN ehf dags. 9.10.2016 varðandi kröfu um upplýsingar úr skjalakerfi Borgarbyggðar. Byggðarráð fól umhverfis - og skipulagssviði að svara erindinu. Fram kom að afrit hafa verið tekin af þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir og verða þau send með svari umhverfis - og skipulagssviðs.
21.Ljósleiðari, lögn í vegstæði
1610074
Framlagt bréf Eiríks Blöndals dags 17.10.16 þar sem þess er óskað, f.h. óstofnaðs félags, að Borgarbyggð sæki um leyfi til Vegagerðarinnar um að leggja megi ljósleiðara í vegsvæði í Bæjarsveit. Byggðaráð samþykkti erindið.
22.Fundargerðir Eigendanefndar Faxaflóahafna nr. 1 - 3.
1610021
Framlagðar fundargerðir 1 - 3 eigendanefndar Faxaflóahafna.
23.Heilbrigðisnefnd Vesturlands Fundargerð 138. fundar f. 3. okt ´16
1610030
Fundargerð 138. fundar frá 3. okt ´16 Heilbrigðisnefndar Vesturlands lögð fram.
24.Fundargerð Eigendanefndar Faxaflóahafna nr. 4 dags. 29.09.2016
1610044
Framlögð 4. fundargerð Eigendanefndar Faxaflóahafna dags. 29.09.2016
25.150 ára afmæli Borgarness
1606069
Framlögð fundargerð 2. fundar afmælisnefndar Borgarness dags. 20.09.2016
26.Fundargerð 126 fundar stjórnar SSV dags. 4.10.16
1610077
Framlögð fundargerð 126. fundar stjórnar SSV dags. 4.10.16.
Fundi slitið - kl. 11:55.