Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

395. fundur 17. nóvember 2016 kl. 08:15 - 10:50 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristjan Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020, fyrri umræða

1611093

Fjárhagsáætlun 2017 - Undirbúningur fyrir 2. umræðu um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn. Farið var yfir ýmsar forsendur vegna undirbúnings að afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Þar á meðal má nefna stöðu mála í viðræðum um kjaramál kennara, verðbólguforsendur sem varða forsendur útgjaldaliða og gjaldskrár, yfirferð á útreikningum á mótframlagi í A-deild LSS, áhrif niðurstöðu kjararáðs á þóknanir til sveitarstjórnarmanna ásamt öðrum veigaminni atriðum.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið og skýrði framlögð gögn.
Byggðarráð samþykkti að miða við niðurstöður þjóðhagsspár að hausti frá Hagstofu Íslands við framreikninga á gjaldskrám og útgjaldaliðum fjárhagsáætlunar. Í haustspánni er miðað við 2,4% verðbólgu í stað 3,9% í vorspá.

2.Fyrirspurn um álagningu fasteignaskatt á fyrirtæki.

1611226

Lagt fram erindi Félags atvinnurekenda, dagsett 15. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir rökstuðningi fyrir þeim fyrirætlunum að leggja 1,32% fasteignaskatt á allar aðrar fasteignir en þær sem falla undir a og b lið 3. gr. laga nr. 4/1995 og nýta heimildarákvæði sömu greinar upp á 25% hækkun álagningar þeirra fasteigna sem falla undir c lið laga nr. 4/1995 að fullu. Sveitarstjóra falið að vinna að svari við erindinu.

3.Bréf dags.2.11.2016 - tilkynning um lyktir máls.

1611067

Lagt fram erindi Umboðsmanns Alþingis, dagsett 2. Nóvember 2016, vegna máls Þorsteins Mána Árnasonar, Egilsgötu 4, Borgarnesi. Niðurstaða umboðsmanns er að þar sem kvörtun Þorsteins Mána Árnasonar hafi lotið að skorti á svörum við erindum til Borgarbyggðar og í ljósi svara sveitarfélagsins við fyrirspurnum embættisins telji umboðsmaður ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna málsins og því sé meðferð embættisins á málinu lokið með tilvísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis.

4.Egilsgata 6 - útgáfa byggingarleyfis, kæra

1607023

Lagt fram erindi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dagsett 9. nóvember 2016 vegna máls nr. 89/2016. Í því máli er lögð fram kæra til nefndarinnar á þá ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar frá 9. júní 2016 að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi til að breyta húsnæði á lóð nr. 6 við Egilsgötu. Úrskurðarnefndin fer í ítarlegri umfjöllun yfir málatilbúnað beggja aðila. Niðurstaða nefndarinnar er að vísa öllum kröfum kærenda frá úrskurðarnefndinni.

5.Sorphirðuútboð 2016

1509075

Lagður fram viðauki um framlengingu á verksamningi frá 6. ágúst 2010 milli Akraneskaupstaðar, kt. 410169-4449, Stillholti 16-18, Akranesi. og Borgarbyggðar, kt.510694-2289, Borgarbraut 14, Borgarnesi, sameiginlega nefnd sveitarfélögin, annars vegar og Íslenska Gámafélagsins ehf, kt. 470596-2289, Gufunesi, Reykjavík, hins vegar. Aðilar gera með sér viðauka um framlengingu á verksamningi, dags. 6. ágúst 2010, um sorphirðu. rekstur móttökustöðva o.fl. með síðari breytingum sbr. yfirlýsingar aðila frá 18. febrúar 2015 og 8. júní 2016. Viðaukinn felur í sér að í ljósi aðstæðna hafa sveitarfélögin og Íslenska Gámafélagið ehf. samið um að framlengja samningnum frá 6. ágúst 2010, með síðari breytingum, til 1. júní 2017. Sú breyting verður þó að öll verð samkvæmt samningnum hækka um 20% frá 1. desember nk. út samningstímann. Byggðarráð borgarbyggðar samþykkti viðaukann.

6.Snorrastofa - umsókn um fjárframlag 2017

1611070

Lagt fram erindi Snorrastofu, dags. 7. nóvember 2016, þar sem fram koma tillögur um framlag Borgarbyggðar í grunnrekstur Snorrastofu næstu þrjú árin. Byggðarráð samþykkir að hækka framlagið í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs.

7.Plan B - listahátíð, styrkumsókn

1611143

Lagt fram erindi Sigríðar Þóru Óðinsdóttur, dags. 10. nóvember 2016 þar sem lögð var fram styrkbeiðni vegna listahátíðarinnar Plan-B árið 2017. Einnig var í viðhengi er upplýsingaskjal varðandi Plan-B listahátíð 2016 þar sem útlistuð var framvinda hátíðarinnar, styrkleikar, veikleikar og þau tækifæri tengd menningu og listum í Borgarnesi. Uppgjör hátíðarinnar frá sumrinu 2016 var einnig lagt fram sem fylgiskjal til nánari upplýsingar um kostnað við hátíðina. Byggðarráð þakkar framlagðar skýrslur og lýsir yfir ánægju með hátíðina. Bréfritara bent á að sækja um til menningarsjóðs Borgarbyggðar.

8.Leikskólar - umsóknir um ferðastyrk

1611111

Framlögð umsókn frá Klettaborg og Andabæ um styrk til námsferðar.
Lagt fram erindi frá leikskólum í Borgarbyggð þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna ferðar til New York þar sem heimsækja á skóla sem starfa eftir leiðtogaverkefninu „Leader in me“. Byggðarráð samþykkti ferðastyrk eftir reglum sveitarfélagsins þar um.

9.Málefndi brunavarna í Eyja og Miklaholtshrepp

1611178

Lagt fram minnisblað frá oddvita Eyja- og Miklaholtshreppi dags 11. nóvember sl. sem lagt var fram á fundi sveitarstjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps þann 11. nóvember sl. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu brunavarna í sveitarfélaginu í framhaldi af umræðu um þau mál frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar þann 20. október 2016. Byggðarráð ræddi minnisblaðið og samþykkti að fá slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar til fundar á fund byggðarráðs til viðræðna um málið.

10.Brákarbraut 15 - tengibygging

1601007

Lagður fram kaupsamningur milli Landnámssetur Íslands ehf., kt. 470504-3150, Brákarbraut 13-15 Borgarnesi og Borgarbyggðar kt. 510694-2289, Borgarbraut 14 Borgarnesi, um eignina Brákarbraut 15, matshl. 02010, ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum. Um er að ræða svokallaða „tengibyggingu“ við Landnámssetrið. Kaupverðið er 10 m.kr. og tekur kaupverðið mið af því að þörf er á talsverðum viðgerðum á þaki hússins og munu nýir eigendur sjá alfarið um þá viðgerð. Byggðarráð samþykkti samninginn og fól sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs að ganga frá málinu.

11.Sumarlokun leikskóla 2017

1609077

Lögð fram samþykkt fræðslunefndar frá 25. október 2016 þar sem kveðið var á um sumarlokanir leikskóla á árunum 2017-2019. Erindinu var vísað til byggðarráðs til frekari umræðu frá fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 10. nóvember sl. þar sem komið hafði fram gagnrýni á fyrirkomulagið frá nokkrum atvinnurekendum í sveitarfélaginu. Byggðarráð samþykkti að fresta umræðu til næsta fundar.

12.Reiðhöllin Vindási ehf - aðalfundur 2015

1509115

Rætt um stöðu reiðhallarinnar Vindás í framhaldi af nýlegum aðalfundi hennar. Byggðarráð ræddi eignarhlut Borgarbyggðar í reiðhöllinni en eignarhlutur sveitarfélagsins er 58,01%. Byggðarráð samþykkti að fá forsarsmenn Vindáss ehf á fund til viðræðna um málið.

13.Hótel Sól og Grunnskólinn á Hvanneyri

1607143

Lagt fram á nýjan leik erindi Kristjáns Karls Kristjánssonar f.h. Hótel Sól á Hvanneyri dags. 27 júlí 2016, þar sem hann óskar eftir að taka eldhús grunnskólans á Hvanneyri til leigu til afnota fyrir gesti hótelsins þann tíma sem hótelið er rekið og grunnskólinn starfar ekki. Erindið var tekið fyrir á fundi byggðarráðs þann 4. ágúst sl., málsnr. 1607143. Á þeim fundi lá ekki fyrir afstaða skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar til erindisins svo byggðarráð taldi ekki vera forsendur fyrir útleigu að svo stöddu. Fyrir fundinum lá tölvupóstur frá Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarða, dags. 15. Nóvember 2016, þar sem hún tekur jákvæða afstöðu til erindis Hótel Sólar. Leigan verður 600.000 kr. fyrir hvert sumar. Byggðarráð samþykkti erindið og fól sveitarstjóra að ganga frá samningi.

14.Lausar lóðir í Borgarnesi

1611218

Fram var lögð fyrirspurn frá Inga Tryggvasyni, Borgarbraut 61 ? 310 Borgarnes, dags. 10. nóv. 2016, um hvert sé verð á lóðum að Stöðulsholti 31, Stöðulsholti 33, Stöðulsholti 35 og Súlukletti 2 Borgarnesi. Byggðarráð telur rétt að umræddar lóðir séu auglýstar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að annast framkvæmd málsins.

15.Ánastaðir - Mikligarður fnr.202211 - stofnun lóðar, Ásgarður 2

1611090

Lagt fram erindi frá Elísabetu Pálsdóttur, kt.250562-4389, um stofnun lóðar úr eigninni Mikligarður, fmnr. 20211, sem bæri heitið Ásgarður 2. Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.

16.Hagræðingaraðgerðir - skýrslur 2015

1611215

Lagðar fram til umræðu skýrslur um stöðu hagræðingaraðgerða, skýrsla starfshóps um fræðslumál, hagræðingu í umhverfis- og skipulagsmálum og hagræðingu á sviði fjölskyldu, menningar, íþrótta og tómstundaviðburða sem unnar voru undir árslok 2015. Byggðarráð ræddi niðurstöður skýrslnanna og hvað hefði áunnist af þeim niðurstöðum sem settar voru fram í þeim. Byggðaráð lagði áherslu á að þeim hugmyndum og niðurstöðum sem koma fram í skýrslunum verði fylgt eftir sem kostur er.

17.Umferðaröryggismál

1603071

Umræður um umferðaröryggismál
Umferðaröryggismál í Sandvík. Lagðar fram hugmyndir frá Landlínum ehf frá 2011 þar sem kynntar eru mögulegar lausnir að bættu umferðaröryggi á akstursleiðum skólabíls. Byggðarráð samþykkti taka málið upp á fundi með Vegagerðinni þann 1. des.

18.Bréf dags. 6.11.2016, Egilsgata 6.

1611066

Lagt fram erindi Þorsteins Mána Árnasonar, Egilsgötu 6, Borgarnesi, dags. 6. nóvember 2016, þar sem hann ber fram fyrirspurnir er varða stjórnsýsluákvarðanir sveitarfélagsins er varða Egilsgötu 6 og Borgarbraut 57-59 Borgarnesi. Byggðarráð fól sveitarstjóra að vinna að svari við erindi Þorsteins Mána.

19.Kjaramál kennara - áskorun til sveitarstjórnar 15.11.2016

1611223

Framlögð áskorun kennara í grunnskólum Borgarfjarðar dags. 15. nóv. 2016 og 49 undirskriftir þar að lútandi um nauðsyn aðgerða í tengslum við að kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna sem hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Byggðarráð ræddi hina alvarlegu stöðu sem er uppi í kjarasamningum kennara.

20.Verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur

1610078

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir á fundi sínum þann 17. nóvember 2016 að fela Yngva Harðarsyni ráðgjafa hjá Analytica ehf Síðumúla 14 og Svanbirni Thoroddsen ráðgjafa hjá KPMG að starfa í rýnihópi um vrðmat á Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hönd Borgarbyggðar. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs verður tengiliður við starf rýnihópsins fyrir hönd Borgarbyggðar.

21.Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.

1611046

Drögð að nýjum reglum um heimagistingu lögð fram til umsagnar.

22.Saga Borgarness - 17. fundur ritnefndar

1611114

Framlögð fundargerð 17. fundar ritnefndar um sögu Borgarness

23.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði

1401099

Fundargerðir vinnuhóps um fjölfarna ferðamannastaði nr. 1-4, dags. 10.10., 21.10., 4.11. og 7.11.2016 lagðar fram.

24.Fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28.10.16

1611018

Fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 28. október sl. framlögð

25.Eldriborgararáð

1407022

Fundargerð eldriborgararáðs frá 3.11.2016 lögð fram.

26.139. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands - fundargerð dags.7.11.16

1611222

Framlögð fundargerð 139. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands dags. 7.11.2016

Fundi slitið - kl. 10:50.