Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

396. fundur 24. nóvember 2016 kl. 08:15 - 11:15 í Háskólanum á Bifröst
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Háskólinn á Bifröst - staða og horfur

1611292

Rætt um stöðu Háskólans á Bifröst og framtíðarhorfur hans.
Til fundarins mættu Vilhjálmur Egilsson rektor, Leifur Runólfsson stjórnarformaður, Inga Dóra Halldórsdóttir fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn skólans og Hafsteinn Sæmundsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.
Fulltrúar Bifrastar skýrðu þá erfiðu fjárhagsstöðu sem komin er upp í rekstri skólans. Þær sviðsmyndir sem settar hafa verið upp varðandi framtíð hans voru skýrðar og ræddar.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020, fyrri umræða

1611093

Rætt um fjárhagsáætlun 2017 - 2020. Undirbúningur fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn. Farið var yfir ýmsar forsendur vegna undirbúnings að afgreiðslu fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2017-2020 og breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrri umræðu. Lagðar fram tillögur að gjaldskrám.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs skýrði framlögð gögn.

3.Þjóðlendukröfur - niðurstöður óbyggðanefndar á svæði 8B

1611229

Lagðar fram niðurstöður Óbyggðanefndar í þjóðlendumálum í Borgarbyggð. Niðurstöður Óbyggðanefndar er varða Borgarbyggð sem lagðar voru fram í Þjóðmenningarhúsi þann 30. september sl. voru ræddar á opnum íbúafundi í Hjálmakletti þann 16. nóvember sl. Þar skýrðu Friðbjörn Garðarsson lögmaður, Ingi Tryggvason lögmaður og Óðinn Sigþórsson Einarsnesi niðurstöður nefndarinnar. Meðal annars var farið yfir hvar mestar líkur væru á að hægt væri að fá niðurstöðum nefndarinnar hnekkt.

Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um stöðu sveitarfélagsins áður en ákveðið verður um framhald málsins.

4.Framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða

1611254

Lagt fram erindi velferðarráðuneytisins frá 15. nóvember sl. þar sem ráðuneytið hvetur sveitarfélögin til að tryggja nægjanlegt framboð lóða til að mögulegt sé að vinna markvisst í að bæta húsnæðisöryggi tekjuminni hópa í samfélaginu.
Vísað til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.

5.Sumarlokun leikskóla 2017

1609077

Framlögð samþykkt fræðslunefndar frá 25. október 2016 þar sem sett var upp áætlun fyrir sumarlokun leikskóla fyrir árin 2017-2019. Borist hafði gagnrýni frá fyrirtækjum í sveitarfélaginu vegna áætlunarinnar. Því var afgreiðslu þess vísað til umfjöllunar í byggðarráði sbr. bókun undir lið. 7.4. á 147 fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar sem haldinn var þann 10. nóvember sl. Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið og skýrði niðurstöðu fræðslunefndar.
Byggðarráð ræddi framkomnar athugasemdir og samþykkti að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að móta tillögu að tveggja vikna lokun leikskóla og kostnaðarmeta hana.

6.Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

1611306

Þann 15. nóvember sl. afhenti Orkusalan ehf. Borgarbyggð hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Orkustöðin ehf. mun í ár afhenda öllum sveitarfélögum landsins slíka stöð sem lið í átaki fyrirtækisins fyrir að bæta aðgengi eigenda rafmagnsbíla að hleðslustöðvum og hvetja á þann hátt til notkunar rafmagnsbíla.
Byggðarráð Borgarbyggðar þakkar Orkusölunni þessa ágætu gjöf og felur framkvæmdasviði sveitarfélagsins að koma stöðinni fyrir hjá Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.

7.Verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur

1610078

Verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur sbr. samþykkt á fundi byggðarráðs þann 17. nóvember sl.
Byggðarráð samþykkti að Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri muni starfa í rýnihóp um verðmat OR og Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vera til vara.

8.Umf. Skallagrímur 100 ára

1611307

Þann 3. desember n.k. verður Ungmennafélagið Skallagrímur 100 ára. Í tilefni afmælisins verður hátíðardagskrá í Hjálmakletti um miðjan dag þann 3. desember auk fleiri viðburða.
Byggðarráð Borgarbyggðar sendir Ungmennafélaginu Skallagrími hamingjuóskir í tilefni þessara tímamóta

9.Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.

1611046

Umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Málið var áður á dagskrá 395 fundar byggðarráðs Borgarbyggðar þann 17. nóvember sl.. Byggðarráð Borgarbyggðar tekur undir niðurstöður úr áðurframlagðri umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt.
Byggðarráð vill jafnframt leggja fram eftirfarandi athugasemdir:

a. Lagt var upp með að einfalda það kerfi sem sér um leyfisveitingar til veitinga- og gististaða. Vandséð er að þau drög sem gerð eru hér athugasemdir við leiði til einföldunar. Leiðin sem boðuð er, er um margt flóknari og óskýrari en núgildandi reglur og á það sérstaklega við um minnstu gististaðina, heimagistingu.
b. Nauðsynlegt er að sveitarfélag geti gert kröfu um að rekstraraðili og leigusali sýni fram á að næg bílastæði séu við gististað og í grennd við gististað.
c. Í ákvæði 1. mgr. 39. gr. reglugerðardraganna er gert ráð fyrir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé eftirlitsaðili með allri heimagistingu á landinu. Að áliti byggðarráðs er eftirliti og skráningu betur háttað með aðkomu staðbundinna stjórnvalda, þ.e. hverju sýslumannsembætti til að tryggja yfirsýn, virkt eftirlit og að upplýsingar skili sér og verði aðgengilegar.
d. Gangi reglugerðardrögin óbreytt eftir er einsýnt að kröfur á sveitarfélögin munu aukast er varðar umsýslu með umsagnir. Það felst meðal annars í auknum kröfum um samantekt á gögnum frá heilbrigðisnefnd og byggingafulltrúa og sameina umsögn frá framangreindum aðilum sem síðan verði skilað til sýslumanns.
e. Slökkviliði verði heimilt að taka gjald í samræmi við gjaldskrá fyrir eftirlit með húsnæði sem skráð er í gistiflokk I og að tryggt sé að húsnæðið uppfylli skilyrði um brunavarnir samkvæmt 13. gr. reglugerðar.
f. Samhliða aukinni vinnu sveitarfélaga, þá boðar reglugerðin samdrátt í tekjum til sveitarfélaganna. Ótímabundin rekstrarleyfi geta mögulega komið í veg fyrir að skipulagsyfirvöld geti gripið inn í starfsemi skemmti- og gististaða sem hafa neikvæð áhrif á næsta nágrenni.
g. Til einföldunar lagt til að sú útfærsla verði skoðuð að sveitarfélögin eða stofnun á vegum sveitarfélaga gefi út eitt tímabundið starfsleyfi þar sem inni verði umsögn/leyfi þeirra stofnana sem reknar eru á vegum sveitarfélaga þ.e. bruna-, heilbrigðiseftirlit og skipulags og byggingarfulltrúa. Sýslumenn geta þá í framhaldinu gefið út sitt leyfi og kallað eftir sjálfkrafa í gagnagrunna ríkisins hvort að leyfisumsækjandi uppfylli þau skilyrði sem sett eru 25 gr. í liðum b, c, d, e, f, g, j, eftir því sem við á.
h. Í fyrstu málsgrein 12 gr. má ráða að heimagisting eins og hún er skilgreind í reglugerðinni teljist ekki atvinnuhúsnæði og mun sú breyting leiða til lækkaðra fasteignagjalda fyrir sveitarfélagið af viðkomandi fasteignum.
i. Í 26. gr. koma fram auknar kröfur á sveitarfélögin um umsýslu með umsagnir svo sem að afla umsagna frá heilbrigðisnefnd og byggingafulltrúa innan síns sveitarfélags og skila sameinaðri umsögn frá þeim.
j. Í greinum 13 gr., 38 gr., og 39 gr. er fjallað um skilgreiningu, skráningu og eftirlit með heimagistingu, sem miðast við skemmri útleigu á fasteign en í 90 daga samfleytt. Fyrirsjáanlegt er að það verður mjög erfitt fyrir yfirvöld að færa sönnur á ef upp kemur grunur um að aðili sé kominn langt út fyrir þau mörk sem getið er um í 13 gr. Þess ber að geta að viðkomandi heimagisting þarf eftir sem áður starfsleyfi frá viðkomandi Heilbrigðisnefnd sbr. reglugerð 941/2002.
k. Það getur ekki samræmst góðri og skilvirkri stjórnsýslu að hafa einn eftirlitsaðila með allri heimagistingu vítt og breitt um landið. Í fjölmörgum greinum í II kafla reglugerðarinnar er ýmis upptalning á búnaði gististaða m.a. stærð rúma , lampa, sápu og vatnsglas ofl. Varla er það skynsamleg verkaskipting að vera með lögreglu og sýslumenn í að fylgja eftir framangreindum þáttum. Nær væri að koma umræddum kröfum fyrir í hollustuháttareglugerð þar sem heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa nú þegar reglulegt eftirlit með viðkomandi starfsemi.
l. Það er ósk að sveitarfélagsins að áður en farið verði í útgáfu reglugerðarinnar verði leitast við að svara eftirfarandi þáttum
a. Lagt verði mat á hve tekjur sveitarfélaga skerðast mikið vegna minnkaðra fasteignagjalda sbr. 12 gr.
b. Fá kostnaðarmat við uppbyggingu og reksturs miðlægs gagnagrunns vegna eftirlits sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu með heimagistingu um land allt sbr. 39. gr.

Byggðarráð tekur að öðru leyti undir framkomnar athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga við þau reglugerðardrög sem hafa verið kynnt og leggur til að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt.

10.Bændur græða landið - umsókn um styrk

1611216

Lögð fram umsókn frá Landgræðslu ríkisins um styrk til verkefnis „Bændur græða landið“ þar sem óskað er eftir 6.000 kr. framlagi á hvern þátttakenda í Borgarbyggð í verkefninu árið 2016 eða samtals 270.000 kr.
Byggðarráð samþykkti að styrkja verkefnið ekki að þessu sinni.

11.Hvatning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands

1611259

Framlagt bréf frá FRÍ dags. 17.11.2016 með hvatningu um áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja.

12.Fundargerd 389. fundar Hafnasamband Íslands

1611256

Fundargerð 389. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 11.11.2016 lögð fram.

13.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 16.11.2016

14.Fundargerð 177. fundar í safnahúsi dags. 17.11.2016

1611258

Fundargerð 177. fundar í safnahúsi dags. 17.11.2016 lögð fram.

Fundi slitið - kl. 11:15.