Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020
1611361
Fjárhagsáætlun 2017 - 2020. Undirbúningur fyrir 2. umræðu um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn. Farið var yfir ýmsar forsendur vegna undirbúnings að afgreiðslu fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2017-2020. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið og skýrði framlögð gögn. Hann skýrði frá fyrstu niðurstöðum varðandi nýgerðan kjarasamning sveitarfélaganna við Félag grunnskólakennara. Niðurstöður hans munu hafa veruleg áhrif á rekstrarafkomu sveitarfélagsins en áætlað er að samningurinn hækki útgjöld sveitarfélagssins um 73 m.kr. Byggðarráð samþykkir að ráðinn verði mannauðsstjóri til starfa á næsta ári og felur sveitarstjóra að undirbúa ráðningarferli.
2.Tryggingar sveitarfélagsins
1606052
Lagðar fram niðurstöður útboðs í tryggingar sveitarfélagsins. Tilboð voru opnuð í fundarsal Ráðhúss Borgarbyggðar þann 28. nóvember sl. Niðurstöður tilboðanna voru sem hér segir:
VÍS: 13.973.133 kr. Með fylgdi fylgiskjal um samstarf um forvarnarstarf.
Sjóvá: 15.010.485 kr. Reglur um útreikning ágóðahluts í gildandi samning gilda fyrir tilboðið.
TM: 16.868.519 kr.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið og skýrði út tilboðin. Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
VÍS: 13.973.133 kr. Með fylgdi fylgiskjal um samstarf um forvarnarstarf.
Sjóvá: 15.010.485 kr. Reglur um útreikning ágóðahluts í gildandi samning gilda fyrir tilboðið.
TM: 16.868.519 kr.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið og skýrði út tilboðin. Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
3.Sumarlokun leikskóla 2017
1609077
Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi.
Lögð fram tillaga að sumarlokun leikskóla Borgarbyggðar fyrir árin 2017-2020 sem sviðsstjóri fjölskyldusviðs hefur unnið með hliðsjón af umræðum á sveitarstjórnarfundi þann 10. nóvember sl. og á fundi byggðarráðs þann 24. nóvember sl.:
Byggðarráð samþykkti að leikskólar í Borgarnesi loki í þrjár vikur, frá miðjum júlí, susmarið 2017 og tvær vikur 2018. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að ganga frá endanlegri útfærslu.
Byggðarráð samþykkti að leikskólar í Borgarnesi loki í þrjár vikur, frá miðjum júlí, susmarið 2017 og tvær vikur 2018. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að ganga frá endanlegri útfærslu.
4.Barnavernd - bakvaktir
1610007
Framlög drög að samningi um greiðslur til starfsmanna félagsþjónustu Borgarbyggðar og Dala sem vinna að barnaverndarmálum vegna greiðslu fyrir að hafa símanúmer liggjandi hjá neyðarþjónustu 112 ef upp koma þau tilvik að nauðsynlegt reynist að kalla starfsmann út utan vinnutíma vegna sérstakra aðstæðna. Þar má sérstaklega nefna yfirheyrslur vegna ungmenna hjá lögreglu, neyðarástand sem skapast á heimilum sem krefst tafarlausrar íhlutunar og ráðstafana starfsmanna barnaverndarnefndar. Neyðarsími allra barnaverndarnefnda í landinu er alla daga vikunnar eftir almennan skrifstofutíma í neyðarsíma 112. Samningsdrögin eru lögð fram af sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Byggðarráð staðfesti samninginn.
Byggðarráð staðfesti samninginn.
5.Viljayfirlýsing um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands
1611340
Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing samtaka sem stefna verndun miðhálendisins með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vefsíða samtakanna er halendid.is
6.Orkuveita Reykjavíkur - 9 mánaða uppgjör 2016
1611353
Lögð fram til kynningar fréttatilkynning ásamt fylgiskjölum frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. þann 28. nóvember sl. þar sem fram kemur að afkoma OR fyrstu níu mánuði ársins hafi verið góð.
7.Trúnaðarfundur um kjaramál 1.12.16
1611354
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 28. nóvember þar sem boðað er til trúnaðarmannafundar á Hilton Hotel Nordica þann 1. desember kl. 13:00. Umræðuefni fundarins er staða mála í viðræðum við Félag grunnskólakennara. Byggðarráð samþykkti að sveitarstjóri og forseti sveitarstjórnar sæki fundinn.
8.Yrkjusjóður - stuðningur 2017
1611349
Lagt fram erindi Yrkjusjóðs, dags. 22. nóvember sl. þar sem óskað er eftir fjárstuðningi sveitarfélagsins við verkefni sjóðsins. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
9.Ósk um niðurfellingu lóða - Miklaholt fnr. 136022
1611343
Langt fram erindi (ódagsett) frá Kristjáni V. Pálssyni f.h. Vélaverkstæði Kristjáns, kt. 671095-3089, þar sem óskað er eftir því að afskráð verði fasteignanúmer 212288, 212289, 212290, 212291, 212292 á jörðinni Miklaholt, landnúmer 136022. Eftir standi jörðin Miklaholt, landnúmer 136022, sem ein heild skráð sem bújörð líkt og var fyrir uppskipti sem samþykkt voru á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar þann 1. ágúst 2007. Með fylgdi hnitsett kort af Miklaholti. Byggðarráð samþykkti að fella niður umræddar lóðir.
10.Snjómokstur að fjölsóttum ferðamannastöðum
1611360
Lagður fram tölvupóstur frá Valgeir Ingólfssyni hjá Vegagerðinni frá 17. nóvember sl. þar sem spurst er fyrir um hvort Borgarbyggð muni greiða snjómokstur að hálfu frá Húsafelli að Kaldadalsvegi vegna vetrarumferðar að íshellinum í Langjökli (Into The Glacier). Með fylgdu nokkur tölvupóstsamskipti vegna þessa máls. Byggðarráð telur ser ekki fært að verða við erindinu m.t.t. jafnræðissjónarmiða.
11.Skátafélag Borgarness - umsókn um styrk 2017
1611363
Framlög umsókn dags. 29. nóv. 2016 frá Skátafélaginu í Borgarnesi þar sem óskað er eftir styrk til starfsemi sinnar. Byggðarráð samþykkti að verða við erindinu. Geirlaug tók ekki þátt í afgreiðslu erindis vegna tengsla við aðila máls.
12."Ert þú skólaforeldri" - beiðni um styrk
1611173
Framlagt erindi frá stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Borgarness þar sem óskað er eftir styrk til að mæta kostnaði við fyrirlestur í Hjálmakletti sem ætlaður er öllum foreldrum grunnskólabarna í Borgarbyggð. Fyrirlesturinn kallast „Ert þú skólaforeldri?“ Byggðarráð samþykkti að verða við erindinu.
13.Kjarasamningur Félags grunnskólakennara, des. 2016
1611375
Framlögð kynning á kjarasamningi milli SNS og FG sem undirritaður var 29.11.2016.
14.Eigendafundur OR nóv. 2016
1611367
Gögn frá Eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem haldinn var þann 30. nóvember, voru lögð fram til kynningar.
15.Fundargerðir stjórnar sambandsins - aðgengi að gögnum.
1611347
Framlögð tilkynning Sambands ísl. sveitarfélaga um aðgengi að fundargögnum stjórnarfunda.
16.Akleið fram hjá Borgarnesi - bréf dags 28.11.2016
1611368
Framlagt bréf Samgöngufélagsins dags. 28.11.16 vegna akleiðar framhjá Borgarnesi.
Fundi slitið - kl. 10:10.