Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

398. fundur 15. desember 2016 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Sumarlist 2017 - fyrirspurn um húsnæði

1612004

Lögð fram til kynningar skýrsla Michelle Bird og Signýjar Óskarsdóttur um verkefnið Sumarlist 2016. Skýrslan er vel unnin og gefur góða mynd af þeirri reynslu sem fékkst af verkefninu. Einnig sækja þær með tölvupósti dags. 25. nóv. 2016 um aðstöðu í kjallara Hjálmakletts sumarið 2017 fyrir álíka verkefni sem gæti átt sér stað á tímabilinu frá miðjum júní fram í miðjan ágúst (nánari tímasetning óráðin). Óskað er eftir upplýsingum um kostnað við húsnæðið. Byggðarráð þakkar fyrir skýrsluna og framlag Sumarlistar til listalífs í Borgarbyggð á liðnu sumri. Byggðaráð sér sér ekki fært að erindinu að svo komnu máli þar sem fyrirhugað er að koma húsnæðinu í varanlega notkun.

2.Golfklúbbur Borgarness - umsókn um rekstrarstyrk 2017 - 2023

1612016

Framlagt erindi Golfklúbbs Borgarness dags 4. des. 2016 þar sem óskað er eftir árlegum rekstrarstyrk frá Borgarbyggð að fjárhæð 5.0 m.kr. á ári á tímabilinu 2017-2023 vegna starfsemi klúbbsins og fyrirhugaðra fjárfestinga. Með erindinu fylgir greinargerð og fylgiskjal um ýmsar rekstrarlegar og fjárhagslegar forsendur er varða rekstur og fjárfestingar auk annarra upplýsinga. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar UMSB í samræmi við samstarfssamning sveitarfélagsins við UMSB um stuðning við íþróttastarfsemi.

3.Kvörtun v. stjórnsýslu dags. 6.12.16

1612023

Framlagt erindi IKANS ehf dags. 6. des. 2016 þar sem lögð er fram kvörtun yfir stjórnsýslu sveitarfélagsins vegna tafa á afgreiðslu erinda. Byggðarráð fól sveitarstjóra að svara erindinu.

4.Fyrirspurn um álagningu fasteignaskatts á fyrirtæki.

1611226

Framlagt bréf Guðjóns Bragasonar, lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. desember sl. þar sem hann dregur saman ýmsar upplýsingar er varða álagningu fasteignaskatts. Það er gert í kjölfar erindis Samtaka atvinnurekenda vegna álagningar fasteignaskatts dags. 15. nóv. 2016. Byggðarráð fól sveitarstjóra að svara erindi Samtaka atvinnurekenda.

5.Kjarasamningur Félags grunnskólakennara, des. 2016

1611375

Framlagt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um málefni grunnskólakennara auk gagna frá fundi sem haldinn var þann 1. desember sl. á vegum sambandsins þar sem farið var yfir stöðuna í kjarasamningum við grunnskólakennara. Einnig var lagður fram samþykktur kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara sem samþykktur var í almennri atkvæðagreiðslu þann 12. des. 2016. Byggðarráð ræddi stöðuna í málefnum grunnskólakennara og leggur áherslu á að gildistími samnings verði nýttur til að vinna að frekari sátt milli samningsaðila og styrkja þannig stöðu grunnskólans. Byggðarráð minnir á mikilvægi heildarsamtaka sveitarfélaga í því starfi.

6.Styrkbeiðni v. reksturs Aflsins 2017

1612079

Framlagður tölvupóstur dags, 2. des. 2016 frá Aflinu þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2017. Byggðaráð samþykkti að hafna erindinu.

7.Hringvegur um Borgarnes - vinnuhópur

1612084

Fram lagt erindi frá Vegagerðinni dags. 12. des. 2016 þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð skipi fulltrúa í starfshóp sem skal vinna að auknu umferðaröryggi og mögulegum aðgerðum til úrbóta á núverandi Hringvegi um Borgarnes sbr. niðurstöður fundar sem haldinn var þann 1. desember sl. Vegagerðin hefur þegar skipað þrjá fulltrúa í starfshópinn. Byggðarráð skipaði eftirtalda í hópinn: Björn Bjarka Þorsteinsson, Helga Hauk Hauksson og Hrafnhildi Tryggvadóttur.

8.Sumarlokun leikskóla 2017

1609077

Lögð fram útfærsla sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um sumarlokun leikskóla í Borgarbyggð sbr. afgreiðslu byggðarráðs á fundi sínum þann 1. des. 2016. Byggðarráð lýsti yfir ánægju sinni með útfærsluna.

9.Hótel á Varmalandi - Vatnsöflun, minnisblað

1612018

Lagt fram minnisblað slökkvistjóra Borgarbyggðar dags. 2. des. 2016 þar sem hann reifar mat sitt á stöðu vatnsöflunar vegna slökkvistarfa í tengslum við breytingu Húsmæðraskólans á Varmalandi í hótel. Bjarni K. Þorsteinson slökkvistjóri sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til Umhverfis, skipulags og landbúnaðarnefndar til umfjöllunar.

10.Jöfnunarsjóður - tekjur v. bankaskatts

1602009

Lagt fram til kynningar svarbréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 8. des. 2016 við bréfi Borgarbyggðar frá 28. okt. 2016. Í bréfinu kemur fram að erindið hafi verið tekið til umfjöllunar á fundi ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs þar sem ákveðið var að bíða nýs ráðherra með afgreiðslu þess. Byggðarráð lýsti óánægju sinni með seinagang á afgreiðslu þessa máls og fól sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

11.Önnur mál Umsjónarnefndar Einkunna

1512033

Sveitarstjórn vísaði á fundi 8.12.2016 til byggðarráðs erindi frá Umsjónarnefnd Einkunna. Byggðarráð samþykkti að fá formenn Umsjónarnefndar Einkunna og Umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar á fund byggðarráðs.

12.Málefni brunavarna í Eyja og Miklaholtshrepp

1611178

Lagt fram minnisblað frá Eggert Kjartanssyni, oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, dags. 11. nóv. 2016, þar sem staða brunavarna í sveitarfélaginu er reifuð. Bjarni K. Þorsteinsson slökkvistjóri sat fundinn undir þessum lið. Ítarlegar umræður urðu um stöðu málsins og þjónustu Borgarbyggðar við Eyja- og Miklaholtshrepps á þessu sviði. Byggðarráð samþykkti að halda áfram viðræðum við Eyja - og Miklaholtshrepps um framkvæmd brunavarna á svæðinu og innihald gildandi þjónustusamnings.

13.Bókun um fjárframlög til hafnarframkvæmda

1612100

Framlagt til kynningar erindi frá Hafnasambandi Íslands varðandi fjárframlög til hafnaframkvæmda.

14.Staðir sem missa netsamband um gervihnött - fyrirspurn frá fjarskiptasjóði

1612101

Lögð fram ábending frá Fjarskiptasjóði dags. 1. des. 2016 þar sem vakin er athygli á því að Fjarskiptasjóður muni bráðlega hætta að styrkja netþjónustu um gervihnött til þeirra örfáu heimila á landinu sem ekki eiga kost á öðru netsambandi. Til greina kemur að styrkja sveitarfélög sem óska sérstaklega eftir stuðningi við að nettengja þessi heimili Borgarbyggð er um að ræða jörðina Gilstreymi í Lundarreykjadal. Sveitarstjóri skýrði frá viðræðum sínum við Fjarskiptasjóð vegna málsins en sótt hefur verið um styrkinn með fyrirvara um samþykki Byggðaráðs. Byggðarráð samþykkti að staðfesta innsenda umsókn enda mun sveitarfélagið einungis verða milligönguaðili í málinu en ber ekki fjárhagslega ábyrgð á því.

15.Norrænt vinabæjarmót í Borgarbyggð 2017

1612103

Lögð fram til kynningar drög að dagskrá norræns vinabæjarmóts sem haldið verður í Borgarbyggð dagana 30. júní - 2. júlí 2017.

16.Gosbrunnur og stytta

1404090

Lagður fram tölvupóstur frá Guðrúnu Jónsdóttur, dags. 9. des. 2017 forstöðumanns safnahúss Borgarbyggðar, þar sem hún minnir á að áður gerð samþykkt um endurgerð gosbrunns í Skallagrímsgarði hafi ekki enn verið lokið. Erindinu vísað til Umhverfis, skipulags og landbúnaðarnefndar. Stefnt verði að því að styttan verði komin á sinn stað 17. júní n.k.

17.Húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi - húsavist

1612006

Lagt fram erindi skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi, dags. 30. nóv. 2016, þar sem lýst er kvörtunum starfsfólks vegna húsnæðis grunnskólans og þeim úttektum sem gerðar hafa verið á því. Mat skólastjórans er að nauðsynlegt sé að gera frekari úttektir á húsnæðinu og óskar eftir sértöku fjárframlagi til að standa undir kostnaði við þær. Byggðarráð samþykkti að fela umsjónarmanni fasteigna að láta gera umbeðna úttekt í samráði við skólastjóra.

18.178. fundur í Safnahúsi

1612007

Fundargerð 178. starfsmannafundar í Safnahúsi framlögð.

19.Eigendafundur OR nóv. 2016

1611367

Fundargerð eigendafundar OR 30.11.2016 framlögð

20.Framtíðarskipan húsnæðismála -

1612003

Framlagt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 1.12.2016 þar sem sveitarfélög eru hvött til að flýta gerð húsnæðisáætlana sbr. ný lög um almennar íbúðir.

21.150 ára afmæli Borgarness - afmælisnefnd

1611382

Framlögð 4. fundargerð nefndar um 150 ára afmæli Borgarness dags. 30.11.2016

22.Fundargerð frá 127 fundi stjórnar SSV, 23.11.16

1612078

Framlögð fundargerð 127. fundar stjórnar SSV dags. 23.11.2016

23.237. fundur stjórnar OR dags. 28.11.2016

1612102

Framlögð fundargerð 237. fundar stjórnar OR frá 28.11.2016

Fundi slitið - kl. 11:00.