Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

400. fundur 29. desember 2016 kl. 09:00 - 11:45 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslsson
Dagskrá

1.Frístund, íþrótta - og tómstundaskóli- gjaldskrá 2017

1612261

Framlögð til staðfestingar gjaldskrá fyrir Frístund, íþrótta og tómstundaskóla UMSB og Borgarbyggðar. Byggðarráð staðfesti gjaldskrána.

2.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga

1612263

Framlagt bréf dagsett 7. desember 2016 frá Landssamtökunum Þroskahjálp varðandi húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki. Landssamtökin hvetja stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda. Byggðarráð þakkar erindið og samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar Velferðarnefndar.

3.Kjaramál sveitarstjórnar

1612264

Kjaramál sveitarstjórnar. Byggðarráð ræddi kjaramál sveitarstjórnar í framhaldi af niðurstöðu Kjararáðs frá því þann 30. október sl. Sveitarstjórn tekur laun sem hlutfall af þingfararkaupi. Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að taka saman minnisblað um þróun starfskjara sveitarstjórnar fyrir næsta funda byggðarráðs.

4.Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2017

1612272

Tillaga að tekjumörkum vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2017 framlögð.
Framlögð tillaga að tekjumörkum vegna afsláttar af fasteignaskatti fyrir elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2017. Byggðarráð samþykkti tillöguna.

5.Umsókn um styrk vegna ársins 2016

1612273

Framlögð umsókn Skógræktarfélags Borgarfjarðar um styrk til starfsemi sinnar fyrir árið 2016. Byggðarráð samþykkti að veita félaginu styrk að upphæð 100 þús. kr. i samræmi við fjárhagsáætlun.

6.Ímynd Borgarbyggðar

1612267

Framlagt skjal frá H:N Markaðssamskiptum, dags. 28. október 2016, þar sem lögð eru fram frumdrög í nokkrum liðum að vinnuferli og kostnaðaráætlun vegna ímyndarvinnu fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð ræddi viðfangsefnið, þörfina fyrir ímyndarvinnu og annað sem tengist slíku viðfangsefni. Byggðarráð samþykkti að hefja vinnu við endurnýjun kynningarefnis fyrir sveitarfélagið.

7.Mál nr. 143_2016 - Borgarbraut 59, úrskurður

1612266

Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 143/2016 frá 23. desember sl. þar sem byggingarleyfi fyrir hótelbyggingu að Borgarbraut 59 er fellt úr gildi. Til fundarins mættu Ómar Jóhannesson, lögmaður hjá Pacta ehf, Guðrún Hilmisdóttir forstöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs og Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Byggðarráð ræddi stöðuna og viðbrögð við þeirri stöðu sem upp er komin. Samþykkt að fela lögmanni að óska eftir endurupptöku úrskurðarins.

GE leggur fram eftirfarandi bókun:
"Nú liggur fyrir að Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA)hefur kveðið upp úrskurð í kæru er varðar framkvæmdir á Borgarbraut 59 þar sem fram kemur að ákvörðun um að samþykkt leyfi til byggingaraðila um byggingu hótels hafi ekki verið í samræmi við gildandi deiliskipulag. Eins liggur fyrir að framkvæmdaraðili tók ákvörðun um að halda áfram við verkið þrátt fyrir framkomna kæru og fyrri úrskurð ÚUA um að breytt deiliskipulag yrði fellt úr gildi. Undirrituð telur að niðurstaða ÚUA endurspegli þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð í málinu allt frá því að fyrsta skóflustunga var tekin án vitundar minnihluta sveitarstjórnar, og án þess að samningur hafði verið lagður fyrir byggðarráð eða sveitarstjórn. Faglegum vinnubrögðum og ábyrgri stjórnsýslu hefur verið fórnað á kostnað kröfu um málshraða eins og undirrituð varaði við og tók fram í bókun 29. september s.l. Ljóst er að með þessum úrskurði, sem er annar sem sveitarfélagið fær frá ÚUA á þessu ári hafi traust til stjórnsýslunnar laskast. Undirrituð telur að íbúar eigi rétt á því að fá greinagóða kynningu á ferli málsins allt frá upphafi, hver axlar ábyrgð á umræddum vinnubrögðum og hver verði næstu skref í málinu"

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um feril málsins.

8.Fundargerð 140. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands 19.12.2016

1612268

Framlögð fundargerð 140. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 19.12.2016

9.Fundargerð 845. fundar stjórnar sambandsins dags 16.12.2016

1612269

Fundargerð 845. fundar stjórnar sambandsins frá 16.12.2016 lögð fram.

10.Fundargerð 103 fundar samstarfsnefndar FL og SNS dags. 20.12.2016

1612270

Fundargerð samstarfsnefndar FL og SNS nr. 103 framlögð ásamt launatöflum fyrir Félag leikskólakennara.

Fundi slitið - kl. 11:45.