Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

402. fundur 19. janúar 2017 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Finnbogi Leifsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Áætlun vegna dekkjakurls

1701078

Framlögð ódagsett aðgerðaáætlun Umhverfis - og auðlindaráðuneytis um útskiptingu dekkjakurls á íþróttavöllum. Einnig er lagt fram minnisblað Hrafnhildar Tryggvadóttur, starfsmanns Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar frá því í september 2015 um málefnið þar sem hún fer yfir stöðu þessara mála í Borgarbyggð. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið setur það markmið að fyrir árslok 2019 verði búið að skipta út kurluðu dekkjagúmmíi út fyrir hættuminni efni á 60% allra leik- og íþróttavalla, fyrir árslok 2022 verði búið að fara í slíkar aðgerðir á 80% allra leik- og íþróttavalla og fyrir árslok 2026 verði búið að skipta kurlinu út á öllum leik- og íþróttavöllum landsins. Fram kemur að Efnastofnun Evrópu mælir ekki gegn notkun íþróttavalla með dekkjakurli á forsendum núverandi þekkingar. Áætlaður kostnaður við endurnýjun á æfinga- og sparkvöllum losar sex milljónir. kr. á hvern völl. Byggðarráð þakkar framkomna aðgerðaáætlun og þær upplýsingar sem í henni er að finna. Það mun vinna þessu verki í samræmi við aldur þeirra valla sem eru í sveitarfélaginu innan þess tímaramma sem settur er í áætluninni.
Í Borgarbyggð eru þrír gerfigrasvellir í umsjá sveitarfélagsins. Vellirnir á Bifröst og Hvanneyri eru frá 2008 og við Grunnskólann í Borgaresi 2004. Skipt var um gúmmíkurl á vellinum við Grunnskólann í Borgarnesi 2013 og niðurstöður prófana sýna að efnið uppfyllir kröfur alþjóðastaðla sem gerðar eru til gúmmíkurls.

2.Umsókn um skráningu lögheimilis í sumarhúsahverfi

1701083

Framlögð umsókn Óskars Guðjónssonar kt: 050553-4509 og Hervarar Lúðvíksdóttur kt: 060852-6189, dagsett 5. Jan. 2016, til lögheimilis að Sóltúni 9, 105 Reykjavík, um heimild til að skrá lögheimili sitt að Jötnagarðsási 10 í Munaðarnesi.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir lögfræðiáliti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna erindisins.

3.Fjórðungsmót Vesturlands 2017 í Borgarnesi

1701104

Framlagt erindi frá Framkvæmdanefnd Fjórðungsmóts á Vesturlandi dags. 10.1.2017 um afnot af Kárastaðatúni fyrir tjaldstæði á mótinu. Einnig er í erindinu vakin athygli á þörf fyrir framkvæmdir við félagssvæði Skugga í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að heimila Framkvæmdanefnd Fjórðungsmóts hestamanna á Vesturlandi afnot af tjaldstæði á Kárastaðatúni vegna mótsins og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við framkvæmdanefnd. Byggðarráð fagnar því jafnframt að fjórðungsmót skuli haldið í Borgarnesi.

4.Minnisblað vegna framgangs framkvæmda á Borgarbraut 57 - 59.

1701153

Framlögð drög að minnisblaði sveitarstjóra um undirbúning og framgang framkvæmda við Borgarbraut 57-59 samkvæmt beiðni byggðaráðs á fundi sínum þann 29. des. 2016. Byggðarráð ræddi innihald minnisblaðsins og var sveitarstjóra falið að vinna minnisblaðið áfram.

5.DMP-áætlun

1701107

Framlagt erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 10.1.2017 varðandi DMP áætlun og ósk um skipan fulltrúa Borgarbyggðar í svæðisráð fyrir Vesturland. DNP stendur fyrir „Destination Managment Plans“ eða „Stefnumarkandi stjórnunaráætlanir“. Byggðarráð samþykkti að skipa Hrafnhildi Tryggvadóttur fulltrúa sveitarfélagsins í ráðið.

6.Umsóknir um styrk til réttindanáms veturinn 2016-2017

1608053

Framlögð beiðni Ölmu Bjarkar Ragnarsdóttur dags. 3. januar 2017 um styrk til náms skv. reglum Borgarbyggðar.Byggðarráð samþykkti umsóknina samkvæmt fyrirliggjandi reglum þar um.

7.Tómstundaakstur - útboð 2017

1609020

Framlagt tilboð Dagleiðar ehf dags 9.1.2017 í tómstundaakstur. Um er að ræða í eina ferð í viku með unglinga úr félagsmiðstöðinni Óðal. Ferðin hefst í félagsmiðstöðinni Óðal, Gunnlaugsgötu 8b, Borgarnesi kl. 21:00 á þriðjudögum. Þaðan er haldið að Hvanneyri, þaðan ekið að Kleppjárnsreykjum og lýkur ferðinni á Bifröst. Byggðarráð samþykkir tilboðið.

8.Skólaakstur, útboð 2017

1606064

Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldudeildar fór yfir stöðu útboðs á skólaakstri til næstu fjögurra ára. Ríkiskaup er að leggja síðustu hönd á útboðsgögnin og fer verkefnið í útboð fljótlega.

9.Reglur um skólaakstur í Borgarbyggð - fyrirspurn

1701147

Framlagt bréf Sæmundar Sigmundssonar dags. 14. janúar 2017 þar sem hann spyrst fyrir um framkvæmd þess liðar í starfsmannastefnu sveitarfélagsins sem fjallar um skólaakstur þar sem fram kemur að bifreiðastjórar í skólaakstri skulu ekki vera eldri en 70 ára gamlir. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

10.Hellisheiðarvirkjun - tilboð

1701109

Framlagt til kynningar tilboð MJDB kt: 460315-0340, dags. 6.1.2017, í eignarhluta Borgarbyggðar í Hellisheiðarvirkjun. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við meðeigendur Borgarbyggðar í eigninni.

11.Samráðshópur um skipulag miðsvæðis

1701142

Umræður um skipan í samráðshóp um skipulag miðsvæðis í Borgarnesi sbr. samþykkt 149. fundar sveitarstjórnar. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að útbúa drög að erindisbréfi.

12.150 ára verslunarafmæli Borgarness

1701152

Fulltrúi ritnefndar um sögu Borgarness og afmælisnefndar vegna 150 ára verslunarafmælis Borgarness , Guðrún Jónsdóttir, fór yfir stöðu ritverks um sögu Borgarness sem komin er á lokastig. Eins fór hún yfir vinnu afmælisnefndar og drögin að dagskrá í tilefni afmælis þann 22. mars og 29. apríl. Byggðarráð þakkar Guðrúnu góða yfirferð yfir verkefnin og fagnar því hversu vel verkum hefur fram undið.

13.Starfsdagar þroskaþjálfa 2017 - móttaka

1701148

Framlagður tölvupóstur frá Þroskaþjálfafélagi íslands dags. 13. janúar 2017 þar sem farið er framá að Borgarbyggð bjóði til mótttöku fyrir þátttakendur á Starfsdögum þroskaþjálfa hér í Borgarnesi.
Framlagður tölvupóstur frá Þroskaþjálfafélagi íslands dags. 13. janúar 2017 þar sem farið er framá að Borgarbyggð bjóði til móttöku fyrir þátttakendur á Starfsdögum þroskaþjálfa hér í Borgarnesi. Um er að ræða um 130 manns. Byggðarráð sér sér ekki fært að samþykkja erindið.

14.Kleppjárnsreykjaland fnr. 134420 - stofnun lóðar, Kleppjárnsreykjaland 1, umsókn

1701150

Kleppjárnsreykjaland fnr. 134420 - stofnun lóðar, Kleppjárnsreykjaland 1.
Framlögð umsókn Borgarbyggðar um að stofna lóð úr landi Kleppjárnsreykjalands. Byggðaráð samþykkti erindið.

15.Kleppjárnsreykjaland fnr. 134420 - stofnun lóðar, Kleppjárnsreykjaland 2, umsókn

1701151

Kleppjárnsreykjaland fnr. 134420 - stofnun lóðar, Kleppjárnsreykjaland 2.
Framlögð umsókn Borgarbyggðar um að stofna lóð út úr Kleppjárnsreykjalandi: Byggðarráð samþykkti erindið.


16.Mál nr. 143_2016 - Borgarbraut 59, úrskurður

1612266

Tillaga GE frá 150. fundi sveitarstjórnar tekin til umræðu. Framlögð bókun Guðveigar Eyglóardóttur frá 150 fundi sveitarstjórnar þann 12. Janúar sl. Bókunin er svohljóðandi:

"Lagt er til að Borgarbyggð fái óháðan aðila til að fara yfir feril, málsmeðferð og lagalega stöðu vegna Borgarbrautar 57-59 meðal annars m.t.t bótaréttar. Jafnframt verði haldin íbúafundur hið fyrsta til að upplýsa íbúa um stöðu byggingarframkvæmda og hvers má vænta í framhaldinu."

Byggðarráðið ræddi bókunina og stöðu málsins. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

17.Snjómokstur í uppsveitum Borgarfjarðar.

1701149

Framlagt minnisblað sveitarstjóra um snjómokstur í uppsveitum Borgarfjarðar.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi:
Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil uppbygging ferðaþjónustu í uppsveitum Borgarbyggðar. Aðsókn ferðafólks að þessu svæði hefur stóraukist og á það jafnt við um sumar og vetur. Tugir þúsunda koma í Íshellinn í Langjökli og fer aðsókn að honum vaxandi jafnt og þétt. Ferðir á Langjökul njóta sívaxandi vinsælda. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Húsafelli með byggingu hótels Húsafells og uppbyggingu annarrar afþreyingar fyrir ferðafólk á því svæði. Verið er að stækka hótel Reykholt, hótel Á er rekið að Kirkjubóli í Hvítársíðu, ferðaþjónustan við Víðgelmi er rekin allt árið svo og veitingarekstur að Brúarási. Mikil uppbygging stendur síðan yfir í Deildartungu. Norðurljósaferðir á þetta svæði njóta sívaxandi vinsælda og er Logaland orðinn vinsæll áningarstaðir i því sambandi. Þannig mætti áfram telja. Öll þessi starfsemi er rekin allt árið þannig að það er liðin tíð að ferðaþjónusta sé bundin við sumarmánuðina. Samhliða þessu hefur búseta á svæðinu styrkst og þörf fyrir skólaakstur aukist. Þrátt fyrir þessa þróun þá hefur vetrarþjónusta Vegagerðarinnar ekki þróast í samræmi við hina miklu atvinnuuppbyggingu í þessum hluta héraðsins. Enn er einungis mokað tvo daga í viku í uppsveitum Borgarfjarðar. Það er óviðunandi staða fyrir atvinnustarfsemi sem rekin er allt árið. Það á bæði við um almennar samgöngur að vetrarlagi svo og öryggi ferðafólks í vetrarfærð. Vegna snjólétts vetrar það sem af er þessum vetri hafa hingað til ekki hlotist mikil vandræði af þessu fyrirkomulagi sem betur fer. Á hagstætt veðurfar er hins vegar ekki hægt að treysta í öllum árum. Byggðarráð Borgarbyggðar gerir því þá kröfu til Vegagerðarinnar að vetrarþjónusta verði stórbætt á þessu svæði. Vegir inn að Húsafelli verði mokaðir verði með þeim hætti að öryggi í samgöngum verði tryggt bæði fyrir íbúa, fyrir þau fyrirtæki sem eru starfrækt á þessu svæði svo og fyrir ferðafólk sem er yfirleitt óvant akstri í vetrarfærð. Bætt þjónusta í þessum efnum er forsenda þess að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað í uppsveitum Borgarfjarðar geti þróast áfram og eflst eins og allar forsendur eru til staðar um að geti gerst.

18.Kvörtun vegna stjórnsýslu

1701113

Framlagt bréf Ásgeirs Sæmundssonar dags. 10.1.2017 varðandi stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Framlagt bréf Ásgeirs Sæmundssonar dags. 10.1.2017 varðandi stjórnsýslu Borgarbyggðar. Byggðarráð ræddi erindið og bókaði eftirfarandi: "Byggðarráð harmar þann drátt sem hefur orðið á afgreiðslu þessa máls. Það er markmið sveitarfélagsins að afgreiðsla erinda sé skilvirk og taki ekki lengri tíma en eðlilegt er. Sveitarfélagið og starfsmenn þess munu bregðast við þeim ábendingum og aðfinnslum sem koma fram í erindinu og leita allra leiða til að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig og málin verði afgreidd eins fljótt og hægt er"

Byggðarráð samþykkti jafnfram eftirfarandi:

„Byggðarráð samþykkir að fá óháðan aðila til að yfirfara skipulag og verkferla á umhverfis- og skipulagssviði með það að markmiði að bæta afgreiðsluhraða erinda svo íbúar og framkvæmdaaðilar fái úrlausn erinda sinna svo fljótt sem verða má. Ástæðu þess að afgreiðsluhraði erinda hefur ekki verið sem skyldi má meðal annars rekja til mikillar aukningar í fjölda erinda, töluverðri starfsmannaveltu og jafnvel undirmönnun á sviðinu.“

Til fundarins mætti Sigurður Friðgeir Friðriksson. Hann skýrði út þau verkefni sem unnið hefur verið að og verið afgreidd í skipulagsmálum í sveitarfélaginu á liðnum mánuðum og hvaða verkefni eru helst framundan. Byggðarráð þakkar Sigurði yfirferðina.

19.Athugasemdir KÍ við yfirlýsingu SNS frá 22. desember

1701082

Framlagt bréf til Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum dags 9.1.2017 til sveitarstjórnarmanna ásamt athugasemdum KÍ við yfirlýsingu SNS frá 22. des. s.l.

20.Sauna við sundlaugina í Borgarnesi

1610083

Afgreiðslu máls vísað frá fræðslunefnd 14.11.2016 til byggðarráðs. Byggðarráð sér sér ekki fært að fara í verkefnið.

21.Svæðisbundið samráð á Vesturlandi um aðgerðir gegn ofbeldi

1701076

Framlögð fundargerð frá fundi stýrihóps á Vesturlandi um svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi 17.10.2016 ásamt netfangalista yfir þátttakendur.

22.Fundargerð stjórnar OR dags. 12.12.2016

1701164

Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 12.12.2016

Fundi slitið - kl. 12:00.